Ekki spáð í að selja Kjarnahlut Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2017 06:00 Ágúst Ólafur Ágústsson. „Ég hef ekki leitt hugann að því,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, aðspurður hvort hann hyggist selja 5,69% hlut sinn í fjölmiðlinum Kjarnanum í nánustu framtíð. Ágúst Ólafur er einn sjö stærstu hluthafa Kjarnans en hann bendir á að hann hafi sagt sig úr stjórn Kjarnans þegar hann ákvað að fara í framboð. Hann eigi þó hlutinn áfram. Samfylkingin mælist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og virðist flokkurinn vera á siglingu og því líkur á að Ágúst Ólafur nái kjöri ef fram heldur sem horfir auk þess sem Samfylkingin kann að vera í lykilstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Aðspurður hvort hann muni selja hlut sinn nái hann kjöri segir hann það alveg geta komið til greina. Smári McCarthy, þingmaður Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, hefur reynt að selja 1,6% hlut sinn í fjölmiðlinum Stundinni um langa hríð. Hann hefur látið hafa eftir sér að það sé óeðlilegt að þingmenn séu í eigendahópi fjölmiðla, sem eigi að veita þeim aðhald. „Það getur fullkomlega komið til greina en þarf bara að koma í ljós. Ég get alveg skilið það sjónarmið,“ segir Ágúst aðspurður um skoðun hans á málinu. Smári, sem kvaðst í samtali við DV í mars vera kominn með kaupanda að hlut sínum í Stundinni og bjóst við að klára söluna í sumar, er enn skráður fyrir hlutnum samkvæmt uppfærðri skráningu Fjölmiðlanefndar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
„Ég hef ekki leitt hugann að því,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, aðspurður hvort hann hyggist selja 5,69% hlut sinn í fjölmiðlinum Kjarnanum í nánustu framtíð. Ágúst Ólafur er einn sjö stærstu hluthafa Kjarnans en hann bendir á að hann hafi sagt sig úr stjórn Kjarnans þegar hann ákvað að fara í framboð. Hann eigi þó hlutinn áfram. Samfylkingin mælist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og virðist flokkurinn vera á siglingu og því líkur á að Ágúst Ólafur nái kjöri ef fram heldur sem horfir auk þess sem Samfylkingin kann að vera í lykilstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Aðspurður hvort hann muni selja hlut sinn nái hann kjöri segir hann það alveg geta komið til greina. Smári McCarthy, þingmaður Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, hefur reynt að selja 1,6% hlut sinn í fjölmiðlinum Stundinni um langa hríð. Hann hefur látið hafa eftir sér að það sé óeðlilegt að þingmenn séu í eigendahópi fjölmiðla, sem eigi að veita þeim aðhald. „Það getur fullkomlega komið til greina en þarf bara að koma í ljós. Ég get alveg skilið það sjónarmið,“ segir Ágúst aðspurður um skoðun hans á málinu. Smári, sem kvaðst í samtali við DV í mars vera kominn með kaupanda að hlut sínum í Stundinni og bjóst við að klára söluna í sumar, er enn skráður fyrir hlutnum samkvæmt uppfærðri skráningu Fjölmiðlanefndar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira