Fullreynt með Benedikt í brúnni Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2017 04:00 Þorgerður Katrín er nú tekin við formennsku í Viðreisn. Hér er hún með Pawel Bartoszek og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmönnum flokksins, og Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra flokksins. Vísir/eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér embættinu. Þorgerður Katrín segist binda vonir við að Viðreisn nái vopnum sínum með formannsskiptunum. „Það eru rúmar tvær vikur eftir og við munum berjast til síðasta blóðdropa til að tryggja það að frjálslynd viðhorf fái talsmenn á þingi,“ segir Þorgerður. „Höfum það í huga að hér er formaður að segja af sér sem stofnaði Viðreisn og gerir þetta algjörlega upp á sitt einsdæmi. Hann er á margan hátt ótrúlegur stjórnmálamaður og frábær samstarfsmaður.“Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.vísir/eyþórÞað væri alvarlegt mál ef frjálslynd áhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi „Ég ákvað þetta í ljósi stöðunnar. Viðreisn sem hefur afar góða málefnastöðu og hefur unnið vel nýtur ekki fylgis í samræmi við það. Því taldi ég rétt að við þær aðstæður myndi ég stíga til hliðar,“ segir Benedikt. „Fá ef nokkurt verkefni hef ég unnið af meiri væntumþykju en ég verð að láta mína hagsmuni víkja. Það væri alvarlegt mál ef frjálslynd viðhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir það veikleikamerki að flokkurinn skipti um mann á þessum tímapunkti. Hins vegar sé það styrkur að geta spriklað og breytt um kúrs á stuttum tíma. „Þetta sýnir, bæði þessi formannsskipti og stjórnarslit Bjartrar framtíðar í skjóli nætur, hvað nýir flokkar eru gjörólíkir þeim gömlu. Þeim skútum er erfitt að snúa og flokkarnir virðast eiga erfitt með að mæta kröfum samfélags og almennings um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð. Nýju flokkarnir bregðast hraðar við og að því leyti er það styrkleikamerki.“ Skoðanakannanir hafa sýnt Bjarta framtíð og Viðreisn úti í nokkurn tíma. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það stærstu tíðindin hvað frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar eigi erfitt uppdráttar á meðan tveir íhaldssamir þjóðernissinnaðir flokkar séu að rjúka upp og á góðri leið með að ná inn á annan tug þingmanna í næstu þingkosningum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér embættinu. Þorgerður Katrín segist binda vonir við að Viðreisn nái vopnum sínum með formannsskiptunum. „Það eru rúmar tvær vikur eftir og við munum berjast til síðasta blóðdropa til að tryggja það að frjálslynd viðhorf fái talsmenn á þingi,“ segir Þorgerður. „Höfum það í huga að hér er formaður að segja af sér sem stofnaði Viðreisn og gerir þetta algjörlega upp á sitt einsdæmi. Hann er á margan hátt ótrúlegur stjórnmálamaður og frábær samstarfsmaður.“Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.vísir/eyþórÞað væri alvarlegt mál ef frjálslynd áhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi „Ég ákvað þetta í ljósi stöðunnar. Viðreisn sem hefur afar góða málefnastöðu og hefur unnið vel nýtur ekki fylgis í samræmi við það. Því taldi ég rétt að við þær aðstæður myndi ég stíga til hliðar,“ segir Benedikt. „Fá ef nokkurt verkefni hef ég unnið af meiri væntumþykju en ég verð að láta mína hagsmuni víkja. Það væri alvarlegt mál ef frjálslynd viðhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir það veikleikamerki að flokkurinn skipti um mann á þessum tímapunkti. Hins vegar sé það styrkur að geta spriklað og breytt um kúrs á stuttum tíma. „Þetta sýnir, bæði þessi formannsskipti og stjórnarslit Bjartrar framtíðar í skjóli nætur, hvað nýir flokkar eru gjörólíkir þeim gömlu. Þeim skútum er erfitt að snúa og flokkarnir virðast eiga erfitt með að mæta kröfum samfélags og almennings um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð. Nýju flokkarnir bregðast hraðar við og að því leyti er það styrkleikamerki.“ Skoðanakannanir hafa sýnt Bjarta framtíð og Viðreisn úti í nokkurn tíma. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það stærstu tíðindin hvað frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar eigi erfitt uppdráttar á meðan tveir íhaldssamir þjóðernissinnaðir flokkar séu að rjúka upp og á góðri leið með að ná inn á annan tug þingmanna í næstu þingkosningum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira