Segja andúð Sjálfstæðismanna á Degi standa uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2017 14:22 Píratar segja forkastanlegt að andúð Sjálfstæðismanna á Degi skuli bitna með þessum hætti á borgarbúum. Fulltrúar Pírata í borgarstjórn fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn hafi staðið einarðlega í vegi fyrir uppbyggingu í Reykjavík. Að þetta sé meðal annars vegna andúðar á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem þeir neiti að eiga í samskiptum við.Ákaflega alvarleg staða Píratar hafa sent frá sér afar harðorða yfirlýsingu þar sem þetta er fordæmt. Í yfirlýsingunni er vitnað til orða Jónu Sólveigu Elínardóttur, varaformanns Viðreisnar, þar sem hún sagði einmitt þetta í tengslum við samskipti ríkisstjórnarinnar við Reykjavíkurborg um úthlutun á ríkislóðum til borgarinnar: „Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“ Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis. Píratar segja þetta nákvæmlega svona í pottinn búið og ekki verði nógsamlega undirstrikað hversu alvarlegt þetta sé. Um sé að ræða lóðir í eigu ríkisins á svæðum þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis samkvæmt aðalskipulagi.Hreinasta svívirða „Forsenda þess að hægt sé að byrja að byggja þar íbúðir er því að samningar náist milli ríkis og borgar um að borgin fái þær í hendur. Í núverandi ástandi, þar sem er mikil eftirspurn eftir húsnæði, er mjög mikilvægt að allir hafi hraðar hendur og vinni stöðugt og lausnamiðað eftir þeim ferlum sem skipulag byggðar og uppbygging húsnæðis útheimtir. Þarna var ekki einu sinni virkt samtal í gangi og að sjálfsögðu gerist ekkert á meðan svo er ekki.“ Í yfirlýsingunni er sagt að allt sem er til þess fallið að tefja framtíðaruppbyggingu og tefla henni í tvísýnu að óþörfu hið versta mál. „Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins dragi vísvitandi lappirnar af því að þeim líkar persónulega ekki við þá sem ráða í Reykjavík er hreinasta svívirða.“Undirritaðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn, aðalmenn í ráðum og nefndum borgarinnar, vilja koma eftirfarandi á framfæ... Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, October 12, 2017Andúð Sjálfstæðismanna á Degi bitnar á borgarbúum Píratar segja að það sé „fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið. Það dylst engum sem fylgist með stjórnmálum að þetta er ekki einungis tilfallandi, heldur nánast flokkslína í allt of mörgum málaflokkum. Að samstarfi um hag og heill íbúa í Reykjavík sé kastað á haugana vegna flokkshagsmuna er ólíðandi.“ Yfirlýsingin, sem Halldór Auðar Svansson birti á Facebooksíðu sinni, hefur þegar vakið verulega athygli en hana má sjá innfellda hér fyrir ofan. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Degi B. Eggertssyni, sem er vant við látinn, vegna málsins en að sögn Halldórs var honum kunnugt um að þessarar yfirlýsingar væri að vænta.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jónu Sólveigu í Kosningaspjalli Vísis í gær. Ummæli hennar um borgarmálin má sjá eftir um 19 mínútur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Fulltrúar Pírata í borgarstjórn fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn hafi staðið einarðlega í vegi fyrir uppbyggingu í Reykjavík. Að þetta sé meðal annars vegna andúðar á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem þeir neiti að eiga í samskiptum við.Ákaflega alvarleg staða Píratar hafa sent frá sér afar harðorða yfirlýsingu þar sem þetta er fordæmt. Í yfirlýsingunni er vitnað til orða Jónu Sólveigu Elínardóttur, varaformanns Viðreisnar, þar sem hún sagði einmitt þetta í tengslum við samskipti ríkisstjórnarinnar við Reykjavíkurborg um úthlutun á ríkislóðum til borgarinnar: „Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“ Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis. Píratar segja þetta nákvæmlega svona í pottinn búið og ekki verði nógsamlega undirstrikað hversu alvarlegt þetta sé. Um sé að ræða lóðir í eigu ríkisins á svæðum þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis samkvæmt aðalskipulagi.Hreinasta svívirða „Forsenda þess að hægt sé að byrja að byggja þar íbúðir er því að samningar náist milli ríkis og borgar um að borgin fái þær í hendur. Í núverandi ástandi, þar sem er mikil eftirspurn eftir húsnæði, er mjög mikilvægt að allir hafi hraðar hendur og vinni stöðugt og lausnamiðað eftir þeim ferlum sem skipulag byggðar og uppbygging húsnæðis útheimtir. Þarna var ekki einu sinni virkt samtal í gangi og að sjálfsögðu gerist ekkert á meðan svo er ekki.“ Í yfirlýsingunni er sagt að allt sem er til þess fallið að tefja framtíðaruppbyggingu og tefla henni í tvísýnu að óþörfu hið versta mál. „Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins dragi vísvitandi lappirnar af því að þeim líkar persónulega ekki við þá sem ráða í Reykjavík er hreinasta svívirða.“Undirritaðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn, aðalmenn í ráðum og nefndum borgarinnar, vilja koma eftirfarandi á framfæ... Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, October 12, 2017Andúð Sjálfstæðismanna á Degi bitnar á borgarbúum Píratar segja að það sé „fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið. Það dylst engum sem fylgist með stjórnmálum að þetta er ekki einungis tilfallandi, heldur nánast flokkslína í allt of mörgum málaflokkum. Að samstarfi um hag og heill íbúa í Reykjavík sé kastað á haugana vegna flokkshagsmuna er ólíðandi.“ Yfirlýsingin, sem Halldór Auðar Svansson birti á Facebooksíðu sinni, hefur þegar vakið verulega athygli en hana má sjá innfellda hér fyrir ofan. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Degi B. Eggertssyni, sem er vant við látinn, vegna málsins en að sögn Halldórs var honum kunnugt um að þessarar yfirlýsingar væri að vænta.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jónu Sólveigu í Kosningaspjalli Vísis í gær. Ummæli hennar um borgarmálin má sjá eftir um 19 mínútur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48