Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2017 16:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ég verð að viðurkenna að þetta er betra en ég þorði að vona á þessum tímapunkti,“ segir Sigmundur en flokkurinn yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi með 9,6 fylgi og sex þingmenn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sigmundur Davíð tapaði sem kunnugt er formannskosningum við Sigurð Inga Jóhannsson á síðasta ári. Hann lét lítið fyrir sér fara þangað til hann klauf sig út úr Framsóknarflokknum fyrir skömmu. Aðspurður um af hverju hann hafi ekki getað haldið áfram innan Framsóknarflokksins sagði Sigmundur að sér hafi virst starf flokksins hafa snúist um að koma sér og öðrum frá. „Þegar maður sá núna fyrir kosningarnar að menn væru tilbúnir til þess að fórna öðrum kosningum, henda gengi flokksins, bara til þess að ná þessu markmiði að koma mér og reyndar fleirum sem ekki voru taldir æskilegir, að koma þeim frá. Þá sá maður að það var ekki til neins að berjast í þessu áfram á þessum vettvangi,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður um hvort að stofnun flokksins væri ekki bara til þess fallinn að gera hann að aðalnúmerinu á nýjan leik svaraði Sigmundur Davíð að hann vildi vera í aðstöðu til þess að fylgja sannfæringu sinni í pólítik eftir. Stofnun nýs flokks hafi verið besta lausnin til þess.„Ef aðrir hefðu verið tilbúnir til þess að vinna áfram með mér á þeim nótum þá er ekkert aðalatriði í hvaða stöðu ég er. Til þess að geta áfram unnið að þessum málum var þetta að mínu mati eini valkosturinn.“Landsbankinn verði áfram í ríkiseign Sigmundur Davíð hefur boðað að Miðflokkurinn muni boða endurstokkun fjármálakerfisins og að ráðist verði í róttækar breytingar á fjármálakerfinu, án þess þó að fara nánar út í útfærsluna. Aðspurður um þetta vildi Sigmundur Davíð lítið gefa upp enda hafi flokkurinn enn ekki kynnt stefnu sína fyrir kosningarnar. Hann segir þó mikilvægt að bankakerfið verði minnkað og vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins í Forystusætinu á Rúv í vikunni. „Ég var ánægðir að sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, taka undir það sem ég og fleiri hafa nefnt um að það megi minnka bankana verulega, umsvif þeirra, með því að taka út úr þeim um fram eigið fé og nýta það eigið fé í að greiða niður skuldir en líka ráðast í nauðsynlega fjárfestingu og innviðauppbyggingu.“ Hann segir einnig mikilvægt að ríkið nýti forkaupsrétt sinn að hlut í Arion banka og að snúið verði við kaupum vogunarsjóða á bankanum. Hann telur að það sé ekki of seint. „Ég held að það sé ekki of seint að snúa því við,“ sagði Sigmundur Davíð sem vill sjá aðra stjórnmálamenn vinna með sér í þeim efnum. Aðspurður um stefnu Miðflokksins hvað varðar Íslandsbanka og Landsbanka sem eru annað hvort að fullu í eigu ríkisins eða að mestu leyti vildi Sigmundur ekki segja hver stefnan er varðandi Íslandsbanka. Landsbankinn eigi þó að vera áfram í eigu ríkisins.„Við teljum að íslenska ríkið eigi áfram að fara með ráðandi hlut þar,“ sagði Sigmundur Davíð um Landsbankann.Landsbankinn á áfram að vera í ríkiseign að mati Miðflokksins.Vísir/Andri marínóÁstæða til að skoða að stjórnvöld grípi sérstaklega inn í kjaraþróun ungs fólks Staða ungs fólks hefur mikið verið til umræðu undanfarin ár. Erfitt getur reynst fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign á sama tíma og húsnæðisverð fer hækkandi. Þá hefur greiningardeild Arion banka bent á að kaupmáttur ungs fólks hafi lítið breyst frá árinu 2000 á sama tíma og kaupmáttur eldri hópa hefur farið vaxandi. Sigmundur Davíð segir þörf sé á sérstökum viðbrögðum til þess að losna við þá hindrun sem virðist vera til staðar fyrir ungt fólk að koma sér inn á fasteignamarkaðinn. Auðveldara sé þó að bregðast við þessu ástandi lækki vextir, það sé á stefnuskrá Miðflokksins. „Þá er ekki hvað síst verið að líta til þess að þannig eigi að gera ungu fólki kleyft að eignast fasteign á allt öðrum og miklu betri kjörum heldur en að menn hafa staðið frammi fyrir undanfarin ár. En um leið muni þetta hvetja til aukinna nýbygginga. Það er skortur á húsnæði þannig að þetta tvennt þarf að fara saman,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvort að það komi til greina að leiðrétta hlut ungs fólks sérstaklega með aðgerðum í ætt við Leiðréttinguna sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs stóð fyrir þar sem 70 milljarðar voru nýttir til þess að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána svaraði Sigmundur Davíð að stjórnvöld þyrftu að skoða hvort grípa ætti til sérstakra aðgerða. „Ef við lítum á kjör yngra fólks, þá rétt eins og í tilviki eldri borgara, þá kann að vera að þessir aldurshópar hafi að einhverju leyti dregist aftur úr í þessum gríðarlega hraða kaupmáttarvexti. Kjörin hafa ekki versnað en hlutfallslega hefur yngra fólk kannski dregist aftur úr öðrum hópum. Það er þróun sem er þá tilefni til þess að stjórnvöld grípi inn í með sérstakri áherslu á þá aldurshópa sem hafa dregist aftur úr.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ég verð að viðurkenna að þetta er betra en ég þorði að vona á þessum tímapunkti,“ segir Sigmundur en flokkurinn yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi með 9,6 fylgi og sex þingmenn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sigmundur Davíð tapaði sem kunnugt er formannskosningum við Sigurð Inga Jóhannsson á síðasta ári. Hann lét lítið fyrir sér fara þangað til hann klauf sig út úr Framsóknarflokknum fyrir skömmu. Aðspurður um af hverju hann hafi ekki getað haldið áfram innan Framsóknarflokksins sagði Sigmundur að sér hafi virst starf flokksins hafa snúist um að koma sér og öðrum frá. „Þegar maður sá núna fyrir kosningarnar að menn væru tilbúnir til þess að fórna öðrum kosningum, henda gengi flokksins, bara til þess að ná þessu markmiði að koma mér og reyndar fleirum sem ekki voru taldir æskilegir, að koma þeim frá. Þá sá maður að það var ekki til neins að berjast í þessu áfram á þessum vettvangi,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður um hvort að stofnun flokksins væri ekki bara til þess fallinn að gera hann að aðalnúmerinu á nýjan leik svaraði Sigmundur Davíð að hann vildi vera í aðstöðu til þess að fylgja sannfæringu sinni í pólítik eftir. Stofnun nýs flokks hafi verið besta lausnin til þess.„Ef aðrir hefðu verið tilbúnir til þess að vinna áfram með mér á þeim nótum þá er ekkert aðalatriði í hvaða stöðu ég er. Til þess að geta áfram unnið að þessum málum var þetta að mínu mati eini valkosturinn.“Landsbankinn verði áfram í ríkiseign Sigmundur Davíð hefur boðað að Miðflokkurinn muni boða endurstokkun fjármálakerfisins og að ráðist verði í róttækar breytingar á fjármálakerfinu, án þess þó að fara nánar út í útfærsluna. Aðspurður um þetta vildi Sigmundur Davíð lítið gefa upp enda hafi flokkurinn enn ekki kynnt stefnu sína fyrir kosningarnar. Hann segir þó mikilvægt að bankakerfið verði minnkað og vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins í Forystusætinu á Rúv í vikunni. „Ég var ánægðir að sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, taka undir það sem ég og fleiri hafa nefnt um að það megi minnka bankana verulega, umsvif þeirra, með því að taka út úr þeim um fram eigið fé og nýta það eigið fé í að greiða niður skuldir en líka ráðast í nauðsynlega fjárfestingu og innviðauppbyggingu.“ Hann segir einnig mikilvægt að ríkið nýti forkaupsrétt sinn að hlut í Arion banka og að snúið verði við kaupum vogunarsjóða á bankanum. Hann telur að það sé ekki of seint. „Ég held að það sé ekki of seint að snúa því við,“ sagði Sigmundur Davíð sem vill sjá aðra stjórnmálamenn vinna með sér í þeim efnum. Aðspurður um stefnu Miðflokksins hvað varðar Íslandsbanka og Landsbanka sem eru annað hvort að fullu í eigu ríkisins eða að mestu leyti vildi Sigmundur ekki segja hver stefnan er varðandi Íslandsbanka. Landsbankinn eigi þó að vera áfram í eigu ríkisins.„Við teljum að íslenska ríkið eigi áfram að fara með ráðandi hlut þar,“ sagði Sigmundur Davíð um Landsbankann.Landsbankinn á áfram að vera í ríkiseign að mati Miðflokksins.Vísir/Andri marínóÁstæða til að skoða að stjórnvöld grípi sérstaklega inn í kjaraþróun ungs fólks Staða ungs fólks hefur mikið verið til umræðu undanfarin ár. Erfitt getur reynst fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign á sama tíma og húsnæðisverð fer hækkandi. Þá hefur greiningardeild Arion banka bent á að kaupmáttur ungs fólks hafi lítið breyst frá árinu 2000 á sama tíma og kaupmáttur eldri hópa hefur farið vaxandi. Sigmundur Davíð segir þörf sé á sérstökum viðbrögðum til þess að losna við þá hindrun sem virðist vera til staðar fyrir ungt fólk að koma sér inn á fasteignamarkaðinn. Auðveldara sé þó að bregðast við þessu ástandi lækki vextir, það sé á stefnuskrá Miðflokksins. „Þá er ekki hvað síst verið að líta til þess að þannig eigi að gera ungu fólki kleyft að eignast fasteign á allt öðrum og miklu betri kjörum heldur en að menn hafa staðið frammi fyrir undanfarin ár. En um leið muni þetta hvetja til aukinna nýbygginga. Það er skortur á húsnæði þannig að þetta tvennt þarf að fara saman,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvort að það komi til greina að leiðrétta hlut ungs fólks sérstaklega með aðgerðum í ætt við Leiðréttinguna sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs stóð fyrir þar sem 70 milljarðar voru nýttir til þess að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána svaraði Sigmundur Davíð að stjórnvöld þyrftu að skoða hvort grípa ætti til sérstakra aðgerða. „Ef við lítum á kjör yngra fólks, þá rétt eins og í tilviki eldri borgara, þá kann að vera að þessir aldurshópar hafi að einhverju leyti dregist aftur úr í þessum gríðarlega hraða kaupmáttarvexti. Kjörin hafa ekki versnað en hlutfallslega hefur yngra fólk kannski dregist aftur úr öðrum hópum. Það er þróun sem er þá tilefni til þess að stjórnvöld grípi inn í með sérstakri áherslu á þá aldurshópa sem hafa dregist aftur úr.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15