Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2017 20:58 Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Áhrifanna gætir meira á norðurslóðum en annars staðar en eiga eftir að breiðast út að mati fyrrverandi ráðgjafa Obama Bandaríkjaforseta í vísinda- og tæknimálum sem nú er staddur á Íslandi. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, fer nú fram í fimmta skipti í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölmörg erindi og um 135 vinnustofur. En margt bendir til að hlýnun jarðar hafi mun meiri áhrif á norðurslóðum en áður var talið. John Holdren fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í vísindum og tækni og prófessor við Harvard háskóla segir áhrifin mun hraðari en menn töldu fyrir um fimmtán til tuttugu árum og þeirra sjáist þegar glögg merki víða um heim „Við sjáum mjög hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum, á norðurheimskautssvæðinu, þar sem hlýnar tvisvar til fimm sinnum hraðar en heimsmeðaltalið. Hafísinn á norðurslóðum skreppur hraðar saman en menn gerðu ráð fyrir. Íshellan mikla á Grænlandi missir ís hraðar en áður,“ segir Holdren. Það sama eigi við um sjávarhæð og þá gæti meiri öfga í veðurfari en áður hafi þekkst víðs vegar um heiminn; með tíðari og stærri fellibyljum, skógareldum og miklum og lengri þurrkum við miðbaug en áður hafi þekkst. Áhrifin séu nú þegar mjög mikil á lífríkið á landi, í lofti og í hafinu á norðurslóðum sem og á líf frumbyggja þar. Þá séu skógareldar nú þegar að brenna túndruna sjálfa sem opni fyrir mikið útstreymi af koltvísýringi, sem hafi áhrif á öll veðra- og hafstraumakerfi. „Það sem gerist á norðurslóðum heldur sig ekki bara þar. Áhrif hraðra loftslagsbreytinga á norðuslóðum breiðast út til miðlægra breiddargráða,“ segir Holdren. Holdren flytur erindi á Hringborði norðurslóða á morgun. En Halla Hrund Logadóttir stofnaði hóp með honum og fleirum við Harvard háskóla sem kallast Norðurslóða frumkvæði, þar sem nemdendur og fræðimenn á ýmsum sviðum vinna að lausnum í loftlagsmálum. „Sem miðar að því að efla rannsóknir, efla menntun á þessu sviði. Þannig að við getum séð til þess að við bætum þekkingu í ákvarðanatöku og vonandi taka betri ákvarðanir fyrir framtíð norðurslóða. Sem geta þá nýst hérna heima og í víðara samhengi fyrir svæðið,“ segir Halla Hrund Logadóttir. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Áhrifanna gætir meira á norðurslóðum en annars staðar en eiga eftir að breiðast út að mati fyrrverandi ráðgjafa Obama Bandaríkjaforseta í vísinda- og tæknimálum sem nú er staddur á Íslandi. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, fer nú fram í fimmta skipti í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölmörg erindi og um 135 vinnustofur. En margt bendir til að hlýnun jarðar hafi mun meiri áhrif á norðurslóðum en áður var talið. John Holdren fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í vísindum og tækni og prófessor við Harvard háskóla segir áhrifin mun hraðari en menn töldu fyrir um fimmtán til tuttugu árum og þeirra sjáist þegar glögg merki víða um heim „Við sjáum mjög hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum, á norðurheimskautssvæðinu, þar sem hlýnar tvisvar til fimm sinnum hraðar en heimsmeðaltalið. Hafísinn á norðurslóðum skreppur hraðar saman en menn gerðu ráð fyrir. Íshellan mikla á Grænlandi missir ís hraðar en áður,“ segir Holdren. Það sama eigi við um sjávarhæð og þá gæti meiri öfga í veðurfari en áður hafi þekkst víðs vegar um heiminn; með tíðari og stærri fellibyljum, skógareldum og miklum og lengri þurrkum við miðbaug en áður hafi þekkst. Áhrifin séu nú þegar mjög mikil á lífríkið á landi, í lofti og í hafinu á norðurslóðum sem og á líf frumbyggja þar. Þá séu skógareldar nú þegar að brenna túndruna sjálfa sem opni fyrir mikið útstreymi af koltvísýringi, sem hafi áhrif á öll veðra- og hafstraumakerfi. „Það sem gerist á norðurslóðum heldur sig ekki bara þar. Áhrif hraðra loftslagsbreytinga á norðuslóðum breiðast út til miðlægra breiddargráða,“ segir Holdren. Holdren flytur erindi á Hringborði norðurslóða á morgun. En Halla Hrund Logadóttir stofnaði hóp með honum og fleirum við Harvard háskóla sem kallast Norðurslóða frumkvæði, þar sem nemdendur og fræðimenn á ýmsum sviðum vinna að lausnum í loftlagsmálum. „Sem miðar að því að efla rannsóknir, efla menntun á þessu sviði. Þannig að við getum séð til þess að við bætum þekkingu í ákvarðanatöku og vonandi taka betri ákvarðanir fyrir framtíð norðurslóða. Sem geta þá nýst hérna heima og í víðara samhengi fyrir svæðið,“ segir Halla Hrund Logadóttir.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira