Grínaðist með að nauðga fallegum konum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 08:40 Jason Momoa er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Khal Drogo í Krúnuleikunum. Vísir/Getty Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir að hafa grínast með að „nauðga fallegum konum“ í pallborðsumræðum. Í myndbandi frá Comic Con-teiknimyndahátíðinni árið 2011 má heyra Momoa lýsa hrifningu sinni á ævintýra- og vísindaskáldsögum, en hann hefur gert garðinn frægan fyrir leik í þáttunum Game of Thrones og kvikmyndum á borð við Justice League og Batman vs. Superman. „Það er svo margt sem þú getur gert. Eins og að rífa tunguna úr manneskju eða skera hana á háls og komast upp með það,“ sagði Momoa, þagnaði svo í smástund áður en hann bætti við „Nauðga fallegri konu, þú veist?“ Myndbandið má sjá hér að neðan en það hefur náð töluverðri dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að því var hlaðið inn á Twitter á þriðjudag. tw: rapea horrific clip of jason momoa saying he loved working on #gameofthrones bc he "got to rape beautiful women." men are trash. pic.twitter.com/K2RBmsWEt6— elizabeth (@peeanofreek) October 12, 2017 Eftir ummælin má heyra hvernig þorri aðdáenda virðist hlæja meðan meðleikurum Momoa finnst þetta óþægilegt. Margir hafa gagrýnt ummæli leikarans á samfélagsmiðlum. „Það að allir hafi hlegið af brandara um nauðgun ER nauðgunarmenning. Hláturinn er ástæða þess að þolendur stíga ekki fram,“ sagði einn netverjinn til að mynda. Leikarinn hefur beðist afsökunar á ummælunum og segir reiðina í sinn garð vera réttmæta. „Ég er ennþá hjartanlega vonsvikinn með mig og ónærgætni mína. Ég veit að einlæg afsökunarbeiðni mín mun ekki láta þessi orð gufa upp. Allir geta orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða nauðgun og ég hef orðið vitni af afleiðingum þeirra af fyrstu hendi í gegnum þjáningu fjölskyldu og vina,“ sagði Momoa á Instagram-síðu sinni. Myndbandið kemur fram þegar fátt er um annað rætt en framferði kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem grunaður er um að hafa nauðgað hið minnsta fjórum konum og áreitt tugi annarra. Lögreglan í New York rannsakar nú mál hans. MeToo Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir að hafa grínast með að „nauðga fallegum konum“ í pallborðsumræðum. Í myndbandi frá Comic Con-teiknimyndahátíðinni árið 2011 má heyra Momoa lýsa hrifningu sinni á ævintýra- og vísindaskáldsögum, en hann hefur gert garðinn frægan fyrir leik í þáttunum Game of Thrones og kvikmyndum á borð við Justice League og Batman vs. Superman. „Það er svo margt sem þú getur gert. Eins og að rífa tunguna úr manneskju eða skera hana á háls og komast upp með það,“ sagði Momoa, þagnaði svo í smástund áður en hann bætti við „Nauðga fallegri konu, þú veist?“ Myndbandið má sjá hér að neðan en það hefur náð töluverðri dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að því var hlaðið inn á Twitter á þriðjudag. tw: rapea horrific clip of jason momoa saying he loved working on #gameofthrones bc he "got to rape beautiful women." men are trash. pic.twitter.com/K2RBmsWEt6— elizabeth (@peeanofreek) October 12, 2017 Eftir ummælin má heyra hvernig þorri aðdáenda virðist hlæja meðan meðleikurum Momoa finnst þetta óþægilegt. Margir hafa gagrýnt ummæli leikarans á samfélagsmiðlum. „Það að allir hafi hlegið af brandara um nauðgun ER nauðgunarmenning. Hláturinn er ástæða þess að þolendur stíga ekki fram,“ sagði einn netverjinn til að mynda. Leikarinn hefur beðist afsökunar á ummælunum og segir reiðina í sinn garð vera réttmæta. „Ég er ennþá hjartanlega vonsvikinn með mig og ónærgætni mína. Ég veit að einlæg afsökunarbeiðni mín mun ekki láta þessi orð gufa upp. Allir geta orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða nauðgun og ég hef orðið vitni af afleiðingum þeirra af fyrstu hendi í gegnum þjáningu fjölskyldu og vina,“ sagði Momoa á Instagram-síðu sinni. Myndbandið kemur fram þegar fátt er um annað rætt en framferði kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem grunaður er um að hafa nauðgað hið minnsta fjórum konum og áreitt tugi annarra. Lögreglan í New York rannsakar nú mál hans.
MeToo Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32