Bjarni ósáttari við rauða spjaldið en ólöglega sigurmarkið | Sjáðu atvikin Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 14:30 Hérna vildi Bjarni fá rautt. mynd/skjáskot „Ég fékk ekkert áfall eða neitt þannig þegar að ég sá þetta. Það er rosalega erfitt fyrir dómarana að sjá þetta en auðvitað eiga þeir ekki að hafa augu á boltanum heldur að fylgjast með hinum megin.“ Þetta segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, um sigurmark Vals í leik liðanna í Olís-deild karla í gærkvöldi sem var kolólöglegt eins og fjallað var um í morgun ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu í seinni hálfleiknum þar sem þeir náðu mest fjögurra marka forskoti en eftir spennandi lokamínútur unnu Valsmenn sterkan endurkomusigur. „Það var svo margt sem gerðist á lokasekúndunum. Ég er búinn að horfa á leikinn aftur og Bergvin er bara óheppinn að skora ekki í síðustu sókninni okkar. Það er ansi mikið atast í honum þegar að hann fer í gegn en ekkert dæmt. Svo fá Valsmenn ansi ódýrt fríkast skömmu síðar,“ segir Bjarni sem kennir nú sínum mönnum aðallega um að bjóða upp á þetta sigurmark Vals. „Þetta mark er bara mjög vel útfært hjá þeim en við á sama tíma frekar lélegir. Það er erfitt að kenna dómurunum um það. Þetta var smá reynsluleysi hjá okkur. Menn voru meira að horfa á nýja Japanann hjá Val heldur að fylgjast með leiknum,“ segir Bjarni léttur.Óvænt að sjá mínútu dómarakennslu í hálfleik. #olisdeildin@Seinnibylgjanpic.twitter.com/BoihB4oCGt — Dagur Sigurdsson (@DagurSigurdsson) October 12, 2017 Sigurmarkið segir Breiðhyltingurinn auðvitað svekkjandi en það var annað í dómgæslunni sem fór meira í taugarnar á honum. Hann fór til dæmis vel yfir málin í hálfleik með Sigurði Þrastarsyni, öðrum dómara leiksins, eins og sást á skemmtilegu myndbandi sem Dagur Sigurðsson birti á Twitter-síðu sinni. „Ég tók ekkert kast eftir leikinn eða í hálfleik, alls ekki. Á þessu myndbandi sem „hlutlausi sérfræðingurinn“ tók var ég bara að krefjast svara um það sem gerðist í fyrri hálfleiknum,“ segir Bjarni. Í fyrri hálfleiknum fékk Sveinn Andri Sveinsson, leikmaður ÍR, rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Ými Erni Gíslasyni. Bjarna fannst Valsmenn brjóta alveg eins á ÍR-ingum fyrr í leiknum en sleppa með tvær mínútur. Orri Freyr Gíslason fékk tvær mínútur fyrir að slá í andlit Bergvins snemma leiks og svo fékk Ólafur Ægir Ólafsson einnig tvær fyrir að fara aftan í skothönd Sveins Andra sem síðar fauk af velli. „Orri er bara viljandi að reyna að slasa leikmanninn minn. Þetta er viljandi og á ekki að sjást. Ólafur rífur svo aftan í Svein Andra. Ég get verið sammála að þetta er allt rautt spjald eða tvær mínútur en það verður að vera einhver lína. Við vorum tilbúnir í slagsmál við Valsmennina og bökkuðum aldrei en þá verður að vera dæmt eftir einhverri línu,“ segir Bjarni Fritzson. Atvikin þrjú sem um ræðir má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Sirkus sigurmark Valsmanna var kolólöglegt | Myndband Valur er enn með fullt hús í Olís-deildinni en liðið vann ÍR í gær með ólöglegu flautumarki. 13. október 2017 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Ég fékk ekkert áfall eða neitt þannig þegar að ég sá þetta. Það er rosalega erfitt fyrir dómarana að sjá þetta en auðvitað eiga þeir ekki að hafa augu á boltanum heldur að fylgjast með hinum megin.“ Þetta segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, um sigurmark Vals í leik liðanna í Olís-deild karla í gærkvöldi sem var kolólöglegt eins og fjallað var um í morgun ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu í seinni hálfleiknum þar sem þeir náðu mest fjögurra marka forskoti en eftir spennandi lokamínútur unnu Valsmenn sterkan endurkomusigur. „Það var svo margt sem gerðist á lokasekúndunum. Ég er búinn að horfa á leikinn aftur og Bergvin er bara óheppinn að skora ekki í síðustu sókninni okkar. Það er ansi mikið atast í honum þegar að hann fer í gegn en ekkert dæmt. Svo fá Valsmenn ansi ódýrt fríkast skömmu síðar,“ segir Bjarni sem kennir nú sínum mönnum aðallega um að bjóða upp á þetta sigurmark Vals. „Þetta mark er bara mjög vel útfært hjá þeim en við á sama tíma frekar lélegir. Það er erfitt að kenna dómurunum um það. Þetta var smá reynsluleysi hjá okkur. Menn voru meira að horfa á nýja Japanann hjá Val heldur að fylgjast með leiknum,“ segir Bjarni léttur.Óvænt að sjá mínútu dómarakennslu í hálfleik. #olisdeildin@Seinnibylgjanpic.twitter.com/BoihB4oCGt — Dagur Sigurdsson (@DagurSigurdsson) October 12, 2017 Sigurmarkið segir Breiðhyltingurinn auðvitað svekkjandi en það var annað í dómgæslunni sem fór meira í taugarnar á honum. Hann fór til dæmis vel yfir málin í hálfleik með Sigurði Þrastarsyni, öðrum dómara leiksins, eins og sást á skemmtilegu myndbandi sem Dagur Sigurðsson birti á Twitter-síðu sinni. „Ég tók ekkert kast eftir leikinn eða í hálfleik, alls ekki. Á þessu myndbandi sem „hlutlausi sérfræðingurinn“ tók var ég bara að krefjast svara um það sem gerðist í fyrri hálfleiknum,“ segir Bjarni. Í fyrri hálfleiknum fékk Sveinn Andri Sveinsson, leikmaður ÍR, rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Ými Erni Gíslasyni. Bjarna fannst Valsmenn brjóta alveg eins á ÍR-ingum fyrr í leiknum en sleppa með tvær mínútur. Orri Freyr Gíslason fékk tvær mínútur fyrir að slá í andlit Bergvins snemma leiks og svo fékk Ólafur Ægir Ólafsson einnig tvær fyrir að fara aftan í skothönd Sveins Andra sem síðar fauk af velli. „Orri er bara viljandi að reyna að slasa leikmanninn minn. Þetta er viljandi og á ekki að sjást. Ólafur rífur svo aftan í Svein Andra. Ég get verið sammála að þetta er allt rautt spjald eða tvær mínútur en það verður að vera einhver lína. Við vorum tilbúnir í slagsmál við Valsmennina og bökkuðum aldrei en þá verður að vera dæmt eftir einhverri línu,“ segir Bjarni Fritzson. Atvikin þrjú sem um ræðir má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Sirkus sigurmark Valsmanna var kolólöglegt | Myndband Valur er enn með fullt hús í Olís-deildinni en liðið vann ÍR í gær með ólöglegu flautumarki. 13. október 2017 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Sirkus sigurmark Valsmanna var kolólöglegt | Myndband Valur er enn með fullt hús í Olís-deildinni en liðið vann ÍR í gær með ólöglegu flautumarki. 13. október 2017 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30