Þingkosningar í Austurríki: Stefnir í sigur hins 31 árs gamla Kurz Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 13:00 Sebastian Kurz hefur sótt fylgi til flokks síns bæði frá vinstri og hægri. Vísir/afp Austurríkismenn ganga að kjörborðinu á morgun, sunnudag, þegar kosið verður til þings. Innflytjendamál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að hinn 31 árs gamli utanríkisráðherra landsins, Sebastian Kurz, og flokkur hans, Kristilegir demókratar (ÖVP), sem muni vinna sigur í kosningunum. Kurz þykir af mörgum þeim hæfileika gæddur að geta hrifið fjöldann með sér og hefur hann sótt fylgi til flokksins bæði frá vinstri og hægri. Honum hefur tekist að blása nýju lífi í flokkinn og þannig hefur grænblár litur verið áberandi í auglýsingum, sem í gegnum árin hefur haldið tryggð við sinn hefðbundna svarta lit. „Hann er vel máli farinn og vel til fara, draumatengdasonurinn,“ segir blaðakonan Anna Wallnes hjá Die Presse í samtali við NRK.Hefur framfylgt strangri stefnu í innflytjendamálum Jafnaðarmannaflokkur Christian Kern kanslara og Kristilegir demókratar, flokkur Kurz, hafa stýrt landinu saman síðustu ár. Kurz þykir hafa framfylgt strangri stefnu í málefnum innflytjenda frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra 2013, en sér í lagi eftir straumur flóttamanna til álfunnar stórjókst á haustdögum 2015. Innflytjendamálin hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni vegna þess mikla fjölda flóttafólks frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku sem hefur lagt leið sína til Austurríkis eftir að farið norður um Balkanskaga.Stöðugleiki og skynsemi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar hafa oft starfað saman í ríkisstjórn í Austurríki á síðustu áratugum og hafa austurrísk stjórnmál jafnan einkennst af stöðugleika, stórum meirihlutastjórnum og að tryggja innra valdajafnvægi innan stjórnsýslunnar (Proporz-kerfið).Christian Kern, kanslari og leiðtogi Jafnaðarmanna, Sebastian Kurz, utanríkisráðherra og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins.Vísir/AFPEftir seinna stríð var reynt að hafa stöðugleika og skynsemi að leiðarljósi við stjórn landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur hins vegar reynst óvenjulega ljót þar sem vafasamar áróðurssíður hafa meðal annars verið nýttar til að koma á framfæri fölskum fréttum af pólitískum andstæðingum.Dirndl-stjórn í pípunum? Nýjustu skoðanakannanir benda til að stuðningur við Jafnaðarmannaflokk Kern hafi aukist nokkuð, eftir að hafa mælst þriðji stærsti flokkurinn um nokkurt skeið. Jafnaðarmenn og Frelsisflokkurinn mælast nú báðir með rúmlega fjórðungs fylgi og Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósent. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að svokölluð Dirndl-samsteypustjórn muni taka við völdum að kosningum loknum, með vísun í litríkan þjóðbúning Austurríkismanna. Myndi sú stjórn felast í samstarfi Kristilegra demókrata, Græningja og hinn frjálslynda NEOS. Austurríki Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Austurríkismenn ganga að kjörborðinu á morgun, sunnudag, þegar kosið verður til þings. Innflytjendamál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að hinn 31 árs gamli utanríkisráðherra landsins, Sebastian Kurz, og flokkur hans, Kristilegir demókratar (ÖVP), sem muni vinna sigur í kosningunum. Kurz þykir af mörgum þeim hæfileika gæddur að geta hrifið fjöldann með sér og hefur hann sótt fylgi til flokksins bæði frá vinstri og hægri. Honum hefur tekist að blása nýju lífi í flokkinn og þannig hefur grænblár litur verið áberandi í auglýsingum, sem í gegnum árin hefur haldið tryggð við sinn hefðbundna svarta lit. „Hann er vel máli farinn og vel til fara, draumatengdasonurinn,“ segir blaðakonan Anna Wallnes hjá Die Presse í samtali við NRK.Hefur framfylgt strangri stefnu í innflytjendamálum Jafnaðarmannaflokkur Christian Kern kanslara og Kristilegir demókratar, flokkur Kurz, hafa stýrt landinu saman síðustu ár. Kurz þykir hafa framfylgt strangri stefnu í málefnum innflytjenda frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra 2013, en sér í lagi eftir straumur flóttamanna til álfunnar stórjókst á haustdögum 2015. Innflytjendamálin hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni vegna þess mikla fjölda flóttafólks frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku sem hefur lagt leið sína til Austurríkis eftir að farið norður um Balkanskaga.Stöðugleiki og skynsemi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar hafa oft starfað saman í ríkisstjórn í Austurríki á síðustu áratugum og hafa austurrísk stjórnmál jafnan einkennst af stöðugleika, stórum meirihlutastjórnum og að tryggja innra valdajafnvægi innan stjórnsýslunnar (Proporz-kerfið).Christian Kern, kanslari og leiðtogi Jafnaðarmanna, Sebastian Kurz, utanríkisráðherra og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins.Vísir/AFPEftir seinna stríð var reynt að hafa stöðugleika og skynsemi að leiðarljósi við stjórn landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur hins vegar reynst óvenjulega ljót þar sem vafasamar áróðurssíður hafa meðal annars verið nýttar til að koma á framfæri fölskum fréttum af pólitískum andstæðingum.Dirndl-stjórn í pípunum? Nýjustu skoðanakannanir benda til að stuðningur við Jafnaðarmannaflokk Kern hafi aukist nokkuð, eftir að hafa mælst þriðji stærsti flokkurinn um nokkurt skeið. Jafnaðarmenn og Frelsisflokkurinn mælast nú báðir með rúmlega fjórðungs fylgi og Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósent. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að svokölluð Dirndl-samsteypustjórn muni taka við völdum að kosningum loknum, með vísun í litríkan þjóðbúning Austurríkismanna. Myndi sú stjórn felast í samstarfi Kristilegra demókrata, Græningja og hinn frjálslynda NEOS.
Austurríki Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira