Segir takmarkanir aldraðra brot á mannréttindum: „Neitum að vera á síðasta söludegi“ Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. október 2017 21:08 Formaður landssambands eldri borgara segir takmarkanir sem aldraðir verða fyrir vegna aldurs vera brot á mannréttindum. Eldri borgarar gera þá kröfu til þingmanna að loknum kosningum að frítekjumarkið verði hækkað svo aldraðir festist ekki í fátæktargildrum. Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur á Íslandi eru um 40 þúsund talsins og fer óðum fjölgandi. Í tilkynningu frá samtökum eldri borgara telja þeir sig að ýmsu leyti afskipta í því meinta góðæri sem nú ríkir. Hagsmunasamtök eldri borgara boðuðu til samstöðufundar í Háskóalbíó í dag þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í komandi Alþingiskosningum sátu fyrir svörum. „Eldri borgurum þessa lands líður ekki mjög vel og þeir vilja láta af sér fyrir þessar Alþingiskosningar að það er breytinga þörf á högum þeirra,“ sagði Viðar Eggertsson, verkefnisstjóri hjá Gráa hernum, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Háskólabíó í dag.Vísir/SkjáskotTakmarkanir vegna aldurs mannréttindabrotUrgur hefur verið í hópi eldri borgara frá því að ný lög um frítekjumark tóku gildi um síðustu áramót en lögin lækkuðu frítekjumark aldraðra úr 109 þúsund krónum á mánuði niður í 25 þúsund. Einungis vegna þessara breytinga hafa margir látið af störfum þrátt fyrir a vera tilbúnir til frekari atvinnuþátttöku. Eldri borgarar gera líka þá kröfu að fá að vinna lengur. „Það eru mannréttindi að vera sjálfbær eldri borgari og takmarkanir, svo sem vegna aldurs, eru brot á mannréttindum. Heilinn hættir ekki þótt það komi einn afmælisdagur í viðbót,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í ávarpi sínu í Háskólabíói í dag. „Neitum að vera á síðasta söludegi.“Loforð eru loforð„Það að fólk megi vinna fyrir 25 þúsund krónur er alveg út í hött. Og það er fullkomið brot á mannréttindum,“ sagði Þórunn enn fremur í samtali við fréttastofu. „Og hin frítekjumörkin gagnvart lífeyrissjóðunum, 45 prósent, það er líka út í hött, það er verið að skemma með þessu.“Nær allir, ef ekki allir, flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis fyrir þessar kosningar hafa sett málefni eldri borgara á sína stefnuskrá. Þurfiði að hafa einhverjar áhyggjur?„Eins og ég sagði áðan í minni ræðu: ekki setja tíu loforð á blað og standa svo við eitt þeirra. Það gengur ekki, það hefur gerst. Loforð eru loforð.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Formaður landssambands eldri borgara segir takmarkanir sem aldraðir verða fyrir vegna aldurs vera brot á mannréttindum. Eldri borgarar gera þá kröfu til þingmanna að loknum kosningum að frítekjumarkið verði hækkað svo aldraðir festist ekki í fátæktargildrum. Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur á Íslandi eru um 40 þúsund talsins og fer óðum fjölgandi. Í tilkynningu frá samtökum eldri borgara telja þeir sig að ýmsu leyti afskipta í því meinta góðæri sem nú ríkir. Hagsmunasamtök eldri borgara boðuðu til samstöðufundar í Háskóalbíó í dag þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í komandi Alþingiskosningum sátu fyrir svörum. „Eldri borgurum þessa lands líður ekki mjög vel og þeir vilja láta af sér fyrir þessar Alþingiskosningar að það er breytinga þörf á högum þeirra,“ sagði Viðar Eggertsson, verkefnisstjóri hjá Gráa hernum, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Háskólabíó í dag.Vísir/SkjáskotTakmarkanir vegna aldurs mannréttindabrotUrgur hefur verið í hópi eldri borgara frá því að ný lög um frítekjumark tóku gildi um síðustu áramót en lögin lækkuðu frítekjumark aldraðra úr 109 þúsund krónum á mánuði niður í 25 þúsund. Einungis vegna þessara breytinga hafa margir látið af störfum þrátt fyrir a vera tilbúnir til frekari atvinnuþátttöku. Eldri borgarar gera líka þá kröfu að fá að vinna lengur. „Það eru mannréttindi að vera sjálfbær eldri borgari og takmarkanir, svo sem vegna aldurs, eru brot á mannréttindum. Heilinn hættir ekki þótt það komi einn afmælisdagur í viðbót,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í ávarpi sínu í Háskólabíói í dag. „Neitum að vera á síðasta söludegi.“Loforð eru loforð„Það að fólk megi vinna fyrir 25 þúsund krónur er alveg út í hött. Og það er fullkomið brot á mannréttindum,“ sagði Þórunn enn fremur í samtali við fréttastofu. „Og hin frítekjumörkin gagnvart lífeyrissjóðunum, 45 prósent, það er líka út í hött, það er verið að skemma með þessu.“Nær allir, ef ekki allir, flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis fyrir þessar kosningar hafa sett málefni eldri borgara á sína stefnuskrá. Þurfiði að hafa einhverjar áhyggjur?„Eins og ég sagði áðan í minni ræðu: ekki setja tíu loforð á blað og standa svo við eitt þeirra. Það gengur ekki, það hefur gerst. Loforð eru loforð.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira