Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2017 16:40 Konan segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. Vísir/Anton Héraðsdsdómur Reykjavíkur hefur dæmt R. Guðmundsson ehf., til að greiða fyrrum starfsmanni Hótel Adam við Skólavörðustíg 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Konan segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. Starfsmaðurinn sem um ræðir er tékknesk kona og var hún ráðin til starfa á Hótel Adam í nóvember 2015. Hún fullyrðir að hótelið sé rekið af R. Guðmundsson ehf. Vinkona hennar úti í Tékklandi þekkti eigandann sem jafnframt rekur kaffihús þar í landi í miðborg Prag. Eftir að hún hafði lýst yfir áhuga á starfi á Íslandi kom vinkona hennar á fundi með eigandanum í Prag þar sem hún var ráðin ti lstarfa á Hótel Adam. Að sögn konunnar var samið um að hún ynni hér í þrjá mánuði til að byrja með og fengi greiddar um 300.000 krónur á mánuði auk þess sem eigandinn myndi útvega henni herbergi á hótelinu til að búa í. Starfaði konan í móttöku hótelsins auk þess sem hún sinnti ræstingum í afleysingum. Aldrei var gerður skriflegur ráðningarsamningum vi ðkonuna og kveðst hún ekki hafa fengið neina launaseðla afhenta fyrr en í kjölfar þess að hún óskaði eftir launauppgjöri eftir starfslok. Konan hafi beðið að hluti launa yrði greiddur aðila í Tékklandi Að sögn eigandans var samið um að konunni yrðu greidd föst laun upp á 242 þúsund krónur á mánuði fyrir fjóra vinnudaga í viku, sjö tíma í senn sem legðist út á um það bil 126 vinnustundir í mánuði. Þá segir hann konuna hafa óskað eftir því að hluti af launum hennar yrði greiddur tilteknum aðila í Tékklandi sem hún skuldaði ákveðna upphæð. Þá hafi hún átt að greiða 80 þúsund krónur í leigu á mánuði fyrir herbergið sem henni var úthlutað. Konan hélt því hins vegar fram að hún hefði unnið allt að 253,5 tíma í einum mánuði. Í maí árið 2016 óskaði konan eftir uppgjöri á launum. Afhenti hún forsvarsmanni fyrirtækisins blað þar sem fram kom hvað hún taldi eiga inni og hvað ætti að koma til framdráttar. Illa gekk að fá svör svo að konan ákvað að hætta störfum hjá fyrirtækinu og leitað í kjölfar til lögreglunnar og ASÍ. Efling-stéttarfélag fékk málið á sitt borð og segir konan að lögreglan hafi rannsakað málið sem mansalsmál. Skilaði sundurliðuðu yfirliti yfir unnar vinnustundir Í dómi héraðsdóms segir að það sé óumdeilanlegt að eigandinn hafi ekki sinnt þeim skyldum sem hvíla á honum samkvæmt kjarasamningi um að halda saman vinnustundum starfsmanna. Ekki var rafræn skráning á vinnustundum starfsmanna eða stimpilklukka og ekki voru fylltar út vinnuskýrslur í tvíriti þar sem starfsmaður skal halda öðru eintakinu. Konan hafi hins vegar lagt fram í málinu yfirlit yfir unnar vinnustundir fyrir allt tímabilið sem hún vann hjá fyrirtækinu sundurliðað á daga. „Með vísan til alls framangreinds verður fallist á stefnukröfur málsins og stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 2.323.553 krónur ásamt vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði en stefndi hefur engin rökstudd mótmæli haft uppi um vaxtakröfur stefnanda,“ segir í dómnum. Auk þess þarf fyrirtækið að greið akonunni 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Héraðsdsdómur Reykjavíkur hefur dæmt R. Guðmundsson ehf., til að greiða fyrrum starfsmanni Hótel Adam við Skólavörðustíg 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Konan segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. Starfsmaðurinn sem um ræðir er tékknesk kona og var hún ráðin til starfa á Hótel Adam í nóvember 2015. Hún fullyrðir að hótelið sé rekið af R. Guðmundsson ehf. Vinkona hennar úti í Tékklandi þekkti eigandann sem jafnframt rekur kaffihús þar í landi í miðborg Prag. Eftir að hún hafði lýst yfir áhuga á starfi á Íslandi kom vinkona hennar á fundi með eigandanum í Prag þar sem hún var ráðin ti lstarfa á Hótel Adam. Að sögn konunnar var samið um að hún ynni hér í þrjá mánuði til að byrja með og fengi greiddar um 300.000 krónur á mánuði auk þess sem eigandinn myndi útvega henni herbergi á hótelinu til að búa í. Starfaði konan í móttöku hótelsins auk þess sem hún sinnti ræstingum í afleysingum. Aldrei var gerður skriflegur ráðningarsamningum vi ðkonuna og kveðst hún ekki hafa fengið neina launaseðla afhenta fyrr en í kjölfar þess að hún óskaði eftir launauppgjöri eftir starfslok. Konan hafi beðið að hluti launa yrði greiddur aðila í Tékklandi Að sögn eigandans var samið um að konunni yrðu greidd föst laun upp á 242 þúsund krónur á mánuði fyrir fjóra vinnudaga í viku, sjö tíma í senn sem legðist út á um það bil 126 vinnustundir í mánuði. Þá segir hann konuna hafa óskað eftir því að hluti af launum hennar yrði greiddur tilteknum aðila í Tékklandi sem hún skuldaði ákveðna upphæð. Þá hafi hún átt að greiða 80 þúsund krónur í leigu á mánuði fyrir herbergið sem henni var úthlutað. Konan hélt því hins vegar fram að hún hefði unnið allt að 253,5 tíma í einum mánuði. Í maí árið 2016 óskaði konan eftir uppgjöri á launum. Afhenti hún forsvarsmanni fyrirtækisins blað þar sem fram kom hvað hún taldi eiga inni og hvað ætti að koma til framdráttar. Illa gekk að fá svör svo að konan ákvað að hætta störfum hjá fyrirtækinu og leitað í kjölfar til lögreglunnar og ASÍ. Efling-stéttarfélag fékk málið á sitt borð og segir konan að lögreglan hafi rannsakað málið sem mansalsmál. Skilaði sundurliðuðu yfirliti yfir unnar vinnustundir Í dómi héraðsdóms segir að það sé óumdeilanlegt að eigandinn hafi ekki sinnt þeim skyldum sem hvíla á honum samkvæmt kjarasamningi um að halda saman vinnustundum starfsmanna. Ekki var rafræn skráning á vinnustundum starfsmanna eða stimpilklukka og ekki voru fylltar út vinnuskýrslur í tvíriti þar sem starfsmaður skal halda öðru eintakinu. Konan hafi hins vegar lagt fram í málinu yfirlit yfir unnar vinnustundir fyrir allt tímabilið sem hún vann hjá fyrirtækinu sundurliðað á daga. „Með vísan til alls framangreinds verður fallist á stefnukröfur málsins og stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 2.323.553 krónur ásamt vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði en stefndi hefur engin rökstudd mótmæli haft uppi um vaxtakröfur stefnanda,“ segir í dómnum. Auk þess þarf fyrirtækið að greið akonunni 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00
Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49