Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag og fjölmargir greindu frá reynslu af kynferðislegri áreitni Helga María Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2017 22:15 Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag undir myllumerkinu Me too, eða Ég líka. Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. Umræðan kom í kjölfar þess að fjöldi leikkvenna og fyrirsæta stigu fram og greindu frá því hvernig þær voru áreittar kynferðislega af bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í gærkvöldi bað leikkonan Alyssa Milano allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi að skrifa Me too undir færslu hennar á twitter til að fólk myndi átta sig á stærð vandamálsins. Seinni partinn í dag voru yfir fjörtíu og eitt þúsund konur og karlar búin að skrifa undir. Margrét Gauja er ein þeirra sem stigu fram og lýsir þvíá Facebooksíðu sinni að samstarfsmaður hennar í lögreglunni, notaði aðstöðu sína til aðáreita hana kynferðislega. „Þegar ég lít til baka þá upplifi ég mig bara sem barn í löggubúning og kannski það hræðilegasta við þetta allt saman eftir á að hyggja að á þeim stað, á öllum þeim stöðum á Íslandi þar sem ég á að vera örugg, hef ég aldrei verið jafn óttaslegin og hrædd á,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Hún segir að á þessum tíma hafi hún verið ung, reynslulítil og hrædd og talið það vera best að þegja. „Það hafa alveg einhverjir vitað þetta, það hlýtur að vera. Ég er búin að vera að burðast með þetta í 17 ár og eins og þú sérð er ég ennþá skjálfandi og ég er nú stjórnmálamaður og á að hafa breitt bak en þetta er bara ótrúlega erfitt,“ segir Margrét. Twitter hefur verið rauðglóandi í dag og hafa fjölmargir komið þar fram með sína sögu. „Þetta er eitthvað sem fólk hristir af sér og tekur því ekki eins alvarlega eins og það á að gera. Þetta hefur áhrif á hegðun og líðan og getur verið hættulegt, segir Sunna Ben, fjöllistakona. Hefur þú oft verið fyrir áreiti? „Ég ætlaði að reyna að finna í hausnum á mér hvað þetta væri oft en ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvar ég á að enda, þetta er svo mikið og margskonar og mis alvarlegt,“ segir Sunna.Framkvæmdastyra Stígamóta segir mikilkvægt að segja frá „Þetta hrjáir stóran hluta mannkyns, það skiptir máli að tala um hluti sem hafa legið í þögninni og gera þá sýnilega, segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,“ framkvæmdastýra Stígamóta. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag undir myllumerkinu Me too, eða Ég líka. Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. Umræðan kom í kjölfar þess að fjöldi leikkvenna og fyrirsæta stigu fram og greindu frá því hvernig þær voru áreittar kynferðislega af bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í gærkvöldi bað leikkonan Alyssa Milano allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi að skrifa Me too undir færslu hennar á twitter til að fólk myndi átta sig á stærð vandamálsins. Seinni partinn í dag voru yfir fjörtíu og eitt þúsund konur og karlar búin að skrifa undir. Margrét Gauja er ein þeirra sem stigu fram og lýsir þvíá Facebooksíðu sinni að samstarfsmaður hennar í lögreglunni, notaði aðstöðu sína til aðáreita hana kynferðislega. „Þegar ég lít til baka þá upplifi ég mig bara sem barn í löggubúning og kannski það hræðilegasta við þetta allt saman eftir á að hyggja að á þeim stað, á öllum þeim stöðum á Íslandi þar sem ég á að vera örugg, hef ég aldrei verið jafn óttaslegin og hrædd á,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Hún segir að á þessum tíma hafi hún verið ung, reynslulítil og hrædd og talið það vera best að þegja. „Það hafa alveg einhverjir vitað þetta, það hlýtur að vera. Ég er búin að vera að burðast með þetta í 17 ár og eins og þú sérð er ég ennþá skjálfandi og ég er nú stjórnmálamaður og á að hafa breitt bak en þetta er bara ótrúlega erfitt,“ segir Margrét. Twitter hefur verið rauðglóandi í dag og hafa fjölmargir komið þar fram með sína sögu. „Þetta er eitthvað sem fólk hristir af sér og tekur því ekki eins alvarlega eins og það á að gera. Þetta hefur áhrif á hegðun og líðan og getur verið hættulegt, segir Sunna Ben, fjöllistakona. Hefur þú oft verið fyrir áreiti? „Ég ætlaði að reyna að finna í hausnum á mér hvað þetta væri oft en ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvar ég á að enda, þetta er svo mikið og margskonar og mis alvarlegt,“ segir Sunna.Framkvæmdastyra Stígamóta segir mikilkvægt að segja frá „Þetta hrjáir stóran hluta mannkyns, það skiptir máli að tala um hluti sem hafa legið í þögninni og gera þá sýnilega, segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,“ framkvæmdastýra Stígamóta.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira