Leikstjóri beitti Reese Witherspoon kynferðisofbeldi þegar hún var aðeins 16 ára Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. október 2017 08:38 Reese Witherspoon er bjartsýn varðandi framtíðina og vonar að konur haldi áfram að vera hugrakkar að segja frá. Leikkonan Reese Witherspoon hefur stigið fram og sagt frá því að hún hafi oftar en einu sinni verið beitt kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Í ræðu á viðburðinum ELLE Women in Hollywood í gær frá því að leikstjóri hafi beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún var 16 ára gömul. „Þetta hefur verið erfið vika fyrir konur í Hollywood og fyrir konur um allan heim,“ sagði Reese í ræðu sinni en síðan konurnar sögðu frá Harvey Weinstein hafa konur víða um heiminn deilt sinni reynslu af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. „Ég er að endurupplifa eigin reynslu og á erfitt með að sofa, erfitt með að hugsa, erfitt með að tjá margar af þeim tilfinningum sem ég hef varðandi kvíða, heiðarleika og samviskubit fyrir að hafa ekki sagt neitt fyrr.“ Reese segir að leikstjórinn sem braut gegn henni þegar hún var aðeins 16 ára valdi sér viðbjóði og hún upplifir mikla reiði gagnvart umboðsmönnunum og framleiðendunum sem létu henni líða eins og þögn væri hluti af hennar starfi. „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur að þetta væri eina atvikið á ferlinum mínum en því miður var það ekki þannig. Ég hef mörgum sinnum lent í áreitni og kynferðisofbeldi og ég tala ekki oft um það. En eftir að heyra allar sögurnar síðustu daga og hlusta á þessar hugrökku konur tala um hluti sem okkur er eiginlega sagt að sópa undir mottuna og tala ekki um, hefur fengið mig til þess að vilja tjá mig og tala hátt því þessa viku hefur mér liðið minna eins og ég sé ein heldur en allan minn feril.“ Hefur hún einnig talað við margar leikkonur og handritshöfunda sem hafa sömu reynslu og margar þeirra hafa sagt frá á síðustu dögum. „Ég vil innilega að þetta verði nýja normið. Að fyrir ungu konurnar í þessu herbergi verði lífið öðruvísi, því við erum hér með ykkur, við styðjum við ykkur, það lætur mér líða betur. “ MeToo Kynferðisofbeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
Leikkonan Reese Witherspoon hefur stigið fram og sagt frá því að hún hafi oftar en einu sinni verið beitt kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Í ræðu á viðburðinum ELLE Women in Hollywood í gær frá því að leikstjóri hafi beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún var 16 ára gömul. „Þetta hefur verið erfið vika fyrir konur í Hollywood og fyrir konur um allan heim,“ sagði Reese í ræðu sinni en síðan konurnar sögðu frá Harvey Weinstein hafa konur víða um heiminn deilt sinni reynslu af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. „Ég er að endurupplifa eigin reynslu og á erfitt með að sofa, erfitt með að hugsa, erfitt með að tjá margar af þeim tilfinningum sem ég hef varðandi kvíða, heiðarleika og samviskubit fyrir að hafa ekki sagt neitt fyrr.“ Reese segir að leikstjórinn sem braut gegn henni þegar hún var aðeins 16 ára valdi sér viðbjóði og hún upplifir mikla reiði gagnvart umboðsmönnunum og framleiðendunum sem létu henni líða eins og þögn væri hluti af hennar starfi. „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur að þetta væri eina atvikið á ferlinum mínum en því miður var það ekki þannig. Ég hef mörgum sinnum lent í áreitni og kynferðisofbeldi og ég tala ekki oft um það. En eftir að heyra allar sögurnar síðustu daga og hlusta á þessar hugrökku konur tala um hluti sem okkur er eiginlega sagt að sópa undir mottuna og tala ekki um, hefur fengið mig til þess að vilja tjá mig og tala hátt því þessa viku hefur mér liðið minna eins og ég sé ein heldur en allan minn feril.“ Hefur hún einnig talað við margar leikkonur og handritshöfunda sem hafa sömu reynslu og margar þeirra hafa sagt frá á síðustu dögum. „Ég vil innilega að þetta verði nýja normið. Að fyrir ungu konurnar í þessu herbergi verði lífið öðruvísi, því við erum hér með ykkur, við styðjum við ykkur, það lætur mér líða betur. “
MeToo Kynferðisofbeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira