Stöðugleikinn í fylginu vekur mikla eftirtekt 18. október 2017 06:00 Stöðugleiki í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis vekur mikla athygli, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í síðustu þremur könnunum blaðsins hafa Vinstri græn verið með á bilinu 27 til 30 prósenta fylgi. Munurinn á milli kannana er innan vikmarka, sem eru þrjú prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með fylgi á bilinu 22-23 prósent allt frá könnun sem gerð var 18. september síðastliðinn.Baldur Þórhallsson.vísir/valli„Það virðist vera erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rífa sig upp núna á síðustu metrunum heldur en var fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokknum gekk mjög vel á síðustu dögum kosningabaráttunnar síðast,“ segir Baldur. Til útskýringar má benda á að í könnun sem Fréttablaðið birti 12. október í fyrra var flokkurinn með tæplega 23 prósent fylgi. Í könnun sem blaðið birti 19. október var flokkurinn kominn upp í tæp 24 prósent. Tæpum tíu dögum síðar, eða í könnun sem birt var 28. október, var fylgið svo komið upp í rúm 27 prósent. Þegar kosið var daginn eftir fékk flokkurinn svo 29 prósent atkvæða upp úr kjörkössunum. Baldur telur að fylgi flokkanna geti mögulega verið sest upp að einhverju marki. „Stóra breytingin er hins vegar sú að Miðflokkurinn er að koma mjög sterkur inn og það virðist vera á kostnað Flokks fólksins og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Ljóst sé að ef fylgið verði líkt því sem könnun Fréttablaðsins sýnir verði erfitt að mynda ríkisstjórn. „Sú ríkisstjórn sem helst er í spilunum, ef að þeir flokkar ná meirihluta, er ríkisstjórn VG, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Hins vegar vantar flokkana nokkuð fylgi til þess að það verði að veruleika. Baldur telur að margir flokkar sem nái mönnum inn á þing geti átt erfitt með að vinna með Miðflokknum og hið sama eigi við um Flokk fólksins. „Píratar geta vel komið inn í myndina, sérstaklega ef þessir þrír flokkar sem ég nefndi áðan ná ekki meirihluta en það virðist vera tregða hjá forystumönnum margra flokka að vinna með Pírötum. Þeir virðast ekki treysta þeim og óttast að þegar á reyni muni Píratar ekki standast þá áraun sem geti verið að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisstjórn.“ Baldur telur að eftir því sem erfiðara verði fyrir VG að mynda mið-vinstristjórn aukist líkurnar á samstarfi stóru flokkanna tveggja, VG og Sjálfstæðisflokksins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira
Stöðugleiki í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis vekur mikla athygli, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í síðustu þremur könnunum blaðsins hafa Vinstri græn verið með á bilinu 27 til 30 prósenta fylgi. Munurinn á milli kannana er innan vikmarka, sem eru þrjú prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með fylgi á bilinu 22-23 prósent allt frá könnun sem gerð var 18. september síðastliðinn.Baldur Þórhallsson.vísir/valli„Það virðist vera erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rífa sig upp núna á síðustu metrunum heldur en var fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokknum gekk mjög vel á síðustu dögum kosningabaráttunnar síðast,“ segir Baldur. Til útskýringar má benda á að í könnun sem Fréttablaðið birti 12. október í fyrra var flokkurinn með tæplega 23 prósent fylgi. Í könnun sem blaðið birti 19. október var flokkurinn kominn upp í tæp 24 prósent. Tæpum tíu dögum síðar, eða í könnun sem birt var 28. október, var fylgið svo komið upp í rúm 27 prósent. Þegar kosið var daginn eftir fékk flokkurinn svo 29 prósent atkvæða upp úr kjörkössunum. Baldur telur að fylgi flokkanna geti mögulega verið sest upp að einhverju marki. „Stóra breytingin er hins vegar sú að Miðflokkurinn er að koma mjög sterkur inn og það virðist vera á kostnað Flokks fólksins og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Ljóst sé að ef fylgið verði líkt því sem könnun Fréttablaðsins sýnir verði erfitt að mynda ríkisstjórn. „Sú ríkisstjórn sem helst er í spilunum, ef að þeir flokkar ná meirihluta, er ríkisstjórn VG, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Hins vegar vantar flokkana nokkuð fylgi til þess að það verði að veruleika. Baldur telur að margir flokkar sem nái mönnum inn á þing geti átt erfitt með að vinna með Miðflokknum og hið sama eigi við um Flokk fólksins. „Píratar geta vel komið inn í myndina, sérstaklega ef þessir þrír flokkar sem ég nefndi áðan ná ekki meirihluta en það virðist vera tregða hjá forystumönnum margra flokka að vinna með Pírötum. Þeir virðast ekki treysta þeim og óttast að þegar á reyni muni Píratar ekki standast þá áraun sem geti verið að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisstjórn.“ Baldur telur að eftir því sem erfiðara verði fyrir VG að mynda mið-vinstristjórn aukist líkurnar á samstarfi stóru flokkanna tveggja, VG og Sjálfstæðisflokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira
Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00