Stöðugleikinn í fylginu vekur mikla eftirtekt 18. október 2017 06:00 Stöðugleiki í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis vekur mikla athygli, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í síðustu þremur könnunum blaðsins hafa Vinstri græn verið með á bilinu 27 til 30 prósenta fylgi. Munurinn á milli kannana er innan vikmarka, sem eru þrjú prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með fylgi á bilinu 22-23 prósent allt frá könnun sem gerð var 18. september síðastliðinn.Baldur Þórhallsson.vísir/valli„Það virðist vera erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rífa sig upp núna á síðustu metrunum heldur en var fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokknum gekk mjög vel á síðustu dögum kosningabaráttunnar síðast,“ segir Baldur. Til útskýringar má benda á að í könnun sem Fréttablaðið birti 12. október í fyrra var flokkurinn með tæplega 23 prósent fylgi. Í könnun sem blaðið birti 19. október var flokkurinn kominn upp í tæp 24 prósent. Tæpum tíu dögum síðar, eða í könnun sem birt var 28. október, var fylgið svo komið upp í rúm 27 prósent. Þegar kosið var daginn eftir fékk flokkurinn svo 29 prósent atkvæða upp úr kjörkössunum. Baldur telur að fylgi flokkanna geti mögulega verið sest upp að einhverju marki. „Stóra breytingin er hins vegar sú að Miðflokkurinn er að koma mjög sterkur inn og það virðist vera á kostnað Flokks fólksins og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Ljóst sé að ef fylgið verði líkt því sem könnun Fréttablaðsins sýnir verði erfitt að mynda ríkisstjórn. „Sú ríkisstjórn sem helst er í spilunum, ef að þeir flokkar ná meirihluta, er ríkisstjórn VG, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Hins vegar vantar flokkana nokkuð fylgi til þess að það verði að veruleika. Baldur telur að margir flokkar sem nái mönnum inn á þing geti átt erfitt með að vinna með Miðflokknum og hið sama eigi við um Flokk fólksins. „Píratar geta vel komið inn í myndina, sérstaklega ef þessir þrír flokkar sem ég nefndi áðan ná ekki meirihluta en það virðist vera tregða hjá forystumönnum margra flokka að vinna með Pírötum. Þeir virðast ekki treysta þeim og óttast að þegar á reyni muni Píratar ekki standast þá áraun sem geti verið að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisstjórn.“ Baldur telur að eftir því sem erfiðara verði fyrir VG að mynda mið-vinstristjórn aukist líkurnar á samstarfi stóru flokkanna tveggja, VG og Sjálfstæðisflokksins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Stöðugleiki í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis vekur mikla athygli, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í síðustu þremur könnunum blaðsins hafa Vinstri græn verið með á bilinu 27 til 30 prósenta fylgi. Munurinn á milli kannana er innan vikmarka, sem eru þrjú prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með fylgi á bilinu 22-23 prósent allt frá könnun sem gerð var 18. september síðastliðinn.Baldur Þórhallsson.vísir/valli„Það virðist vera erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rífa sig upp núna á síðustu metrunum heldur en var fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokknum gekk mjög vel á síðustu dögum kosningabaráttunnar síðast,“ segir Baldur. Til útskýringar má benda á að í könnun sem Fréttablaðið birti 12. október í fyrra var flokkurinn með tæplega 23 prósent fylgi. Í könnun sem blaðið birti 19. október var flokkurinn kominn upp í tæp 24 prósent. Tæpum tíu dögum síðar, eða í könnun sem birt var 28. október, var fylgið svo komið upp í rúm 27 prósent. Þegar kosið var daginn eftir fékk flokkurinn svo 29 prósent atkvæða upp úr kjörkössunum. Baldur telur að fylgi flokkanna geti mögulega verið sest upp að einhverju marki. „Stóra breytingin er hins vegar sú að Miðflokkurinn er að koma mjög sterkur inn og það virðist vera á kostnað Flokks fólksins og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Ljóst sé að ef fylgið verði líkt því sem könnun Fréttablaðsins sýnir verði erfitt að mynda ríkisstjórn. „Sú ríkisstjórn sem helst er í spilunum, ef að þeir flokkar ná meirihluta, er ríkisstjórn VG, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Hins vegar vantar flokkana nokkuð fylgi til þess að það verði að veruleika. Baldur telur að margir flokkar sem nái mönnum inn á þing geti átt erfitt með að vinna með Miðflokknum og hið sama eigi við um Flokk fólksins. „Píratar geta vel komið inn í myndina, sérstaklega ef þessir þrír flokkar sem ég nefndi áðan ná ekki meirihluta en það virðist vera tregða hjá forystumönnum margra flokka að vinna með Pírötum. Þeir virðast ekki treysta þeim og óttast að þegar á reyni muni Píratar ekki standast þá áraun sem geti verið að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisstjórn.“ Baldur telur að eftir því sem erfiðara verði fyrir VG að mynda mið-vinstristjórn aukist líkurnar á samstarfi stóru flokkanna tveggja, VG og Sjálfstæðisflokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent