Framboðslistar lágu fyrir síðasta föstudag en flokkum gekk misvel að finna fólk. Gripu því einhverjir á það ráð að skrifa nöfn fyrir hönd annara án þess að biðja um leyfi. Slíkt má auðvitað alls ekki.
Ásmundur Friðriksson tók umræðuna en hún fékk misjafnar móttökur. Samflokksfólk hans hvatti meðal annars til þess að nafn hans yrði strikað út. Stjórnendur Pendúlsins eru áhugasamir um að sjá hvort það hafi áhrif á auð og ógild atkvæði í Suðurkjördæmi.
Máltækið það borgar sig ekki að skipta um hest í miðri á virðist ekki eiga við Viðreisn. Að minnsta kosti við fyrstu sýn. Spurning er hvort formannsskiptin nái að halda flokknum inni á þingi eða hvort það dugi ekki til. Einnig er rætt um formannsígildi Pírata.
Þetta og margt fleira má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Líkt og áður hefur komið fram var þátturinn tekinn upp í gær.
Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið vikulega fram að þingkosningnum 28. október.