Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2017 12:19 vísir/eyþór FH þarf að ferðast aftur til Rússlands til þess eins að mæta St. Pétursborg í vítakastkeppni en Olís-deildarliðið hafði betur gegn því rússneska í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Eftir að staðan var jöfn í leikslok í seinni leiknum var gripið til framlengingar. Eftir tvisvar sinnum fimm mínútur þar var FH komið með samanlagðan 65-64 sigur og komið í 3. umferð EHF-bikarsins á 88 ára afmæli félagsins.Sjá einnig:Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Framlengingin átti þó aldrei að eiga sér stað heldur átti að fara beint í vítakeppni. Finnskur eftirlitsmaður leiksins gerði skelfileg mistök en þrátt fyrir að liðin sátu við sama borð, Rússarnir meira að segja á heimavelli, þurfa þau að mætast aftur í vítakeppni. Vísir hafði samband við evrópska handknattleikssambandið, EHF, til að spyrjast fyrir um þennan úrskurð handboltadómstólsins, Court of handball. Blaðamaður bað um að fá að ræða við formann, framkvæmdastjóra eða einhvern sem kom að úrskurðinum en fékk bara að tala við fjölmiðlafulltrúann JJ Rowland. „Þetta voru mistök og þess vegna þurfa liðin að framkvæmda vítakastkeppnina. Svona eru bara reglurnar og þess vegna kærðu Rússarnir,“ segir Rowland.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Þetta er sjálfstæður dómstóll sem tekur á svona málum. Rússneska liðið kærði og þá fór þetta í eðlilegan farveg. Þetta er úrskurður dómstólsins og því verður að fara eftir reglunum. Þetta er það sem hann ákvað en FH getur enn áfrýjað,“ segir JJ Rowland.Sjá einnig:Íslendingar á Twitter: Þetta eru hálfvitar að störfum Rowland sagðist ekki vita um fordæmi í svona máli og endurtók í sífellu að það þyrfti að fara eftir því sem handboltadómstólinn úrskurðaði. Aðspurður hverjir fóru yfir málið hjá dómstólnum svaraði Rowland að þrír nefndarmenn tóku þetta fyrir. Beðinn um nöfn og þjóðerni þeirra sagði hann: „Ég veit ekki hvaða máli það skiptir en sá sem var yfir þessu máli er frá Kýpur.“ EHF mun greiða allan kostnað beggja liða þar sem mistökin liggja hjá sambandinu. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
FH þarf að ferðast aftur til Rússlands til þess eins að mæta St. Pétursborg í vítakastkeppni en Olís-deildarliðið hafði betur gegn því rússneska í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Eftir að staðan var jöfn í leikslok í seinni leiknum var gripið til framlengingar. Eftir tvisvar sinnum fimm mínútur þar var FH komið með samanlagðan 65-64 sigur og komið í 3. umferð EHF-bikarsins á 88 ára afmæli félagsins.Sjá einnig:Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Framlengingin átti þó aldrei að eiga sér stað heldur átti að fara beint í vítakeppni. Finnskur eftirlitsmaður leiksins gerði skelfileg mistök en þrátt fyrir að liðin sátu við sama borð, Rússarnir meira að segja á heimavelli, þurfa þau að mætast aftur í vítakeppni. Vísir hafði samband við evrópska handknattleikssambandið, EHF, til að spyrjast fyrir um þennan úrskurð handboltadómstólsins, Court of handball. Blaðamaður bað um að fá að ræða við formann, framkvæmdastjóra eða einhvern sem kom að úrskurðinum en fékk bara að tala við fjölmiðlafulltrúann JJ Rowland. „Þetta voru mistök og þess vegna þurfa liðin að framkvæmda vítakastkeppnina. Svona eru bara reglurnar og þess vegna kærðu Rússarnir,“ segir Rowland.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Þetta er sjálfstæður dómstóll sem tekur á svona málum. Rússneska liðið kærði og þá fór þetta í eðlilegan farveg. Þetta er úrskurður dómstólsins og því verður að fara eftir reglunum. Þetta er það sem hann ákvað en FH getur enn áfrýjað,“ segir JJ Rowland.Sjá einnig:Íslendingar á Twitter: Þetta eru hálfvitar að störfum Rowland sagðist ekki vita um fordæmi í svona máli og endurtók í sífellu að það þyrfti að fara eftir því sem handboltadómstólinn úrskurðaði. Aðspurður hverjir fóru yfir málið hjá dómstólnum svaraði Rowland að þrír nefndarmenn tóku þetta fyrir. Beðinn um nöfn og þjóðerni þeirra sagði hann: „Ég veit ekki hvaða máli það skiptir en sá sem var yfir þessu máli er frá Kýpur.“ EHF mun greiða allan kostnað beggja liða þar sem mistökin liggja hjá sambandinu.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44
Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00
Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58
FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti