Þörf á kerfisbreytingu skýri töluleysi VG Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. október 2017 06:00 Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í Reykjavík suður. vísir/ernir Þingmaður Vinstri grænna (VG) segir flokkinn ekki hafa lagt fram hugmyndir um neinar tölur í yfirstandandi kosningabaráttu þar sem stokka þurfi kerfið upp frá grunni. Formaður Samfylkingarinnar segir að tekjuöflun flokksins muni beinast að þeim sem eru vel aflögufærir. Lág- og meðaltekjufólki verði hlíft. Í Markaðnum og á forsíðu Fréttablaðsins í gær var sagt frá því að upptaka hátekju- og auðlegðarskatta myndi aðeins koma til með að fjármagna lítið brot af þeim kosningaloforðum sem gefin hafa verið.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/vilhelm„Úttektin í Markaðnum er í besta falli á misskilningi byggð,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður og oddviti VG í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Við höfum talað um það að breikka tekjugrunn ríkisins og þá meðal annars litið til arðgreiðslna úr bönkunum, sem eitthvað sem allir flokkar tala nú um. Við viljum hliðra til í skattkerfinu og skattleggja þá sem meira hafa milli handanna,“ segir Svandís. Hún segir að í áðurnefndri grein hafi verið talað líkt og VG hygðist auka útgjöld um 70 milljarða. Í loforðum annarra flokka hafi verið lögð fram drög að útgjalda- og tekjuaukningu ríkisins. Píratar lögðu til að mynda fram skuggafjárlagafrumvarp sem sýni áherslur flokksins. VG hefur ekki í hyggju að gera slíkt. Aðspurð hve mikil útgjöld, og auknar skattheimtur á móti, VG sæi fyrir sér segir hún að flokkurinn hafi ekki viljað gera slíkt. „Við höfum ekki farið í það í stefnu okkar að færa milljarð til hér og þar. Við teljum að stokka þurfi kerfið upp frá grunni. Þar verði samfélagssáttmálinn í öndvegi en ekki sú nýfrjálshyggjutilraun sem hér hefur verið við lýði,“ segir þingmaðurinn. „Við þurfum að spyrja okkur hvað það kostar að vanrækja samfélagið árum saman? Því þurfa hægri menn að svara.“ Þá vilji VG hverfa frá einhliða skattahækkunum og horfa frekar til samstarfs við samstarfsflokka í ríkisstjórn, atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna í þeim efnum með það að marki að breið samstaða skapist um breytingarnar. Einnig hafi þau talað fyrir þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. „Ég ætla ekki að fara út í eitthvert tog um einstakar upphæðir í þessum efnum,“ segir Svandís. „Þegar við höfum lagt fram breytingar á fjárlögum þá höfum við alltaf lagt fram opna og gagnsæja tekjuöflunarleið á móti. Það er þannig nú líka,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkur hans áætli að það þurfi um 40 milljarða til að „standa undir þeirri nauðsynlegu aðgerð að koma hér á félagslegum stöðugleika“. Logi segir að flokkur hans muni ekki koma til með að hækka álögur á fólk með lágar eða millitekjur. Þvert á móti stefni hann að því að tvöfalda barnabætur og hækka vaxta- og húsnæðisbætur. „Það er velmegun og góðæri í landinu, að meðaltali. Það eru þó allt of margir sem hafa það skítt. Það verður auðvelt að fjármagna hófsöm kosningaloforð án þess að nokkur þurfi að líða fyrir það,“ segir Logi. „Við munum leita leiða til að afla tekna til að standa við okkar loforð. Þá munum við sækja fjármagn til þeirra sem eru mjög vel aflögufærir.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Samfylkinguna geta staðið við kosningaloforð um tugi milljarða króna í innviðauppbyggingu: Boðar hærri arðgreiðslur úr bönkunum og aukin auðlindagjöld Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. 18. október 2017 13:45 Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna (VG) segir flokkinn ekki hafa lagt fram hugmyndir um neinar tölur í yfirstandandi kosningabaráttu þar sem stokka þurfi kerfið upp frá grunni. Formaður Samfylkingarinnar segir að tekjuöflun flokksins muni beinast að þeim sem eru vel aflögufærir. Lág- og meðaltekjufólki verði hlíft. Í Markaðnum og á forsíðu Fréttablaðsins í gær var sagt frá því að upptaka hátekju- og auðlegðarskatta myndi aðeins koma til með að fjármagna lítið brot af þeim kosningaloforðum sem gefin hafa verið.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/vilhelm„Úttektin í Markaðnum er í besta falli á misskilningi byggð,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður og oddviti VG í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Við höfum talað um það að breikka tekjugrunn ríkisins og þá meðal annars litið til arðgreiðslna úr bönkunum, sem eitthvað sem allir flokkar tala nú um. Við viljum hliðra til í skattkerfinu og skattleggja þá sem meira hafa milli handanna,“ segir Svandís. Hún segir að í áðurnefndri grein hafi verið talað líkt og VG hygðist auka útgjöld um 70 milljarða. Í loforðum annarra flokka hafi verið lögð fram drög að útgjalda- og tekjuaukningu ríkisins. Píratar lögðu til að mynda fram skuggafjárlagafrumvarp sem sýni áherslur flokksins. VG hefur ekki í hyggju að gera slíkt. Aðspurð hve mikil útgjöld, og auknar skattheimtur á móti, VG sæi fyrir sér segir hún að flokkurinn hafi ekki viljað gera slíkt. „Við höfum ekki farið í það í stefnu okkar að færa milljarð til hér og þar. Við teljum að stokka þurfi kerfið upp frá grunni. Þar verði samfélagssáttmálinn í öndvegi en ekki sú nýfrjálshyggjutilraun sem hér hefur verið við lýði,“ segir þingmaðurinn. „Við þurfum að spyrja okkur hvað það kostar að vanrækja samfélagið árum saman? Því þurfa hægri menn að svara.“ Þá vilji VG hverfa frá einhliða skattahækkunum og horfa frekar til samstarfs við samstarfsflokka í ríkisstjórn, atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna í þeim efnum með það að marki að breið samstaða skapist um breytingarnar. Einnig hafi þau talað fyrir þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. „Ég ætla ekki að fara út í eitthvert tog um einstakar upphæðir í þessum efnum,“ segir Svandís. „Þegar við höfum lagt fram breytingar á fjárlögum þá höfum við alltaf lagt fram opna og gagnsæja tekjuöflunarleið á móti. Það er þannig nú líka,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkur hans áætli að það þurfi um 40 milljarða til að „standa undir þeirri nauðsynlegu aðgerð að koma hér á félagslegum stöðugleika“. Logi segir að flokkur hans muni ekki koma til með að hækka álögur á fólk með lágar eða millitekjur. Þvert á móti stefni hann að því að tvöfalda barnabætur og hækka vaxta- og húsnæðisbætur. „Það er velmegun og góðæri í landinu, að meðaltali. Það eru þó allt of margir sem hafa það skítt. Það verður auðvelt að fjármagna hófsöm kosningaloforð án þess að nokkur þurfi að líða fyrir það,“ segir Logi. „Við munum leita leiða til að afla tekna til að standa við okkar loforð. Þá munum við sækja fjármagn til þeirra sem eru mjög vel aflögufærir.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Samfylkinguna geta staðið við kosningaloforð um tugi milljarða króna í innviðauppbyggingu: Boðar hærri arðgreiðslur úr bönkunum og aukin auðlindagjöld Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. 18. október 2017 13:45 Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Segir Samfylkinguna geta staðið við kosningaloforð um tugi milljarða króna í innviðauppbyggingu: Boðar hærri arðgreiðslur úr bönkunum og aukin auðlindagjöld Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. 18. október 2017 13:45
Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15