Ætla að svipta Katalóníu sjálfsstjórn Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2017 08:19 Mariano Rajoy gantast með Carles Puigdemont meðan allt lék í lyndi. Vísir/AFp Uppfært klukkan 08:45:Stjórnvöld á Spáni munu hefja ferlið til að afturkalla sjálfsstjórn Katalóníu innan tveggja sólarhringa. Í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, kemur fram að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virkja 155 gr. stjórnarskrárinnar sem heimilar stjórnvöldum að taka yfir stjórn héraðsins. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar bréfs Carles Puigdemont, leiðtoga Katalóníu, þar sem hann hélt kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madrid til streitu. Óttast er að þessi ákvörðun kunni að valda illdeilum í Katalóníu.Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, heldur kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madríd um sjálfstæði héraðsins til streitu. Hann skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Puigdemont hafði til klukkan 08:00 í morgun til að skýra mál sitt og taka af allan vafa um hvort Katalónía hefði lýst yfir sjálfstæði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar þann 1. október síðastliðinn.Sjá einnig: Klukkustund í ögurstundÍ bréfi sem hann sendi forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, í morgun hótar Puigdemont að lýsa yfir sjálfstæði ef ekki verður sest að samningaborðinu. Madrídingar hafa þvertekið fyrir allar hugmyndir um viðræður og ólíklegt verður að teljast að sú skoðun þeirra hafi breyst. Höfðu þeir hótað að svipta Katalóníu sjálfstjórn myndu forsvarsmenn héraðsins ekki skýra mál sitt. Fjölmiðlar ytra telja að muni ríkisstjórn Spánar fara þá leið muni Katalónar umsvifalaust lýsa yfir sjálfstæði. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Sjálfstæði frestað og gengið til samningaviðræðna við Spán Þing Katalóníu frestaði því í gær að kljúfa héraðið frá Spáni. Héraðsstjórinn vonast til að fresturinn verði nýttur til viðræðna við Spánverja um skilmála útgöngu í stað einhliða yfirlýsingar. 11. október 2017 06:00 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Uppfært klukkan 08:45:Stjórnvöld á Spáni munu hefja ferlið til að afturkalla sjálfsstjórn Katalóníu innan tveggja sólarhringa. Í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, kemur fram að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virkja 155 gr. stjórnarskrárinnar sem heimilar stjórnvöldum að taka yfir stjórn héraðsins. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar bréfs Carles Puigdemont, leiðtoga Katalóníu, þar sem hann hélt kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madrid til streitu. Óttast er að þessi ákvörðun kunni að valda illdeilum í Katalóníu.Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, heldur kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madríd um sjálfstæði héraðsins til streitu. Hann skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Puigdemont hafði til klukkan 08:00 í morgun til að skýra mál sitt og taka af allan vafa um hvort Katalónía hefði lýst yfir sjálfstæði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar þann 1. október síðastliðinn.Sjá einnig: Klukkustund í ögurstundÍ bréfi sem hann sendi forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, í morgun hótar Puigdemont að lýsa yfir sjálfstæði ef ekki verður sest að samningaborðinu. Madrídingar hafa þvertekið fyrir allar hugmyndir um viðræður og ólíklegt verður að teljast að sú skoðun þeirra hafi breyst. Höfðu þeir hótað að svipta Katalóníu sjálfstjórn myndu forsvarsmenn héraðsins ekki skýra mál sitt. Fjölmiðlar ytra telja að muni ríkisstjórn Spánar fara þá leið muni Katalónar umsvifalaust lýsa yfir sjálfstæði.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Sjálfstæði frestað og gengið til samningaviðræðna við Spán Þing Katalóníu frestaði því í gær að kljúfa héraðið frá Spáni. Héraðsstjórinn vonast til að fresturinn verði nýttur til viðræðna við Spánverja um skilmála útgöngu í stað einhliða yfirlýsingar. 11. október 2017 06:00 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38
Sjálfstæði frestað og gengið til samningaviðræðna við Spán Þing Katalóníu frestaði því í gær að kljúfa héraðið frá Spáni. Héraðsstjórinn vonast til að fresturinn verði nýttur til viðræðna við Spánverja um skilmála útgöngu í stað einhliða yfirlýsingar. 11. október 2017 06:00
Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00