Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2017 21:57 Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, ávarpaði Katalóna í kvöld með ríkisstjórn sína trygga á bak við sig. Puigdemont er fremst fyrir miðju á myndinni. Vísir/afp Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, segir að héraðið hafi unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum en íbúar Katalóníu hafa reynt að kjósa um sjálfstæði héraðsins í dag. Lögregluþjónar hafa til að mynda skotið gúmmískotum í fólk við kjörstaði og barið það með kylfum en yfir 800 kjósenda hafa særst í átökunum.Evrópusambandið geti ekki haldið áfram að „horfa í hina áttina“ Puigdemont sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar eftir niðurstöður kosninganna í dag en ávarpi hans var sjónvarpað um gjörvalla Katalóníu í kvöld, að því er fram kemur í frétt BBC. Gríðarlegur fjöldi Katalóna safnaðist saman í miðborg Barselóna, höfuðborgar héraðsins, eftir að kjörstaðir lokuðu. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“ Þá sagði hann Evrópusambandið ekki geta haldið áfram að „horfa í hina áttina.“Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Katalóníutorgi þegar kjörstaðir lokuðu og hlýddu þar meðal annars á ávarp forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy.Vísir/AFPRíkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.Sjá einnig: Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Spænska ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins, segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna. Á blaðamannafundi í kvöld sagði forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu „árás á réttarríkið.“ Hann sagði kosningarnar enn fremur ólöglegar og að flestir Katalóníubúar hefðu ekki kært sig um að taka þátt í þeim. Þá þakkaði hann lögreglu á svæðinu fyrir störf sín og sagði lögregluþjóna hafa beitt „staðfestu og rósemi“ í átökum við kjósendur. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, segir að héraðið hafi unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum en íbúar Katalóníu hafa reynt að kjósa um sjálfstæði héraðsins í dag. Lögregluþjónar hafa til að mynda skotið gúmmískotum í fólk við kjörstaði og barið það með kylfum en yfir 800 kjósenda hafa særst í átökunum.Evrópusambandið geti ekki haldið áfram að „horfa í hina áttina“ Puigdemont sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar eftir niðurstöður kosninganna í dag en ávarpi hans var sjónvarpað um gjörvalla Katalóníu í kvöld, að því er fram kemur í frétt BBC. Gríðarlegur fjöldi Katalóna safnaðist saman í miðborg Barselóna, höfuðborgar héraðsins, eftir að kjörstaðir lokuðu. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“ Þá sagði hann Evrópusambandið ekki geta haldið áfram að „horfa í hina áttina.“Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Katalóníutorgi þegar kjörstaðir lokuðu og hlýddu þar meðal annars á ávarp forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy.Vísir/AFPRíkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.Sjá einnig: Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Spænska ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins, segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna. Á blaðamannafundi í kvöld sagði forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu „árás á réttarríkið.“ Hann sagði kosningarnar enn fremur ólöglegar og að flestir Katalóníubúar hefðu ekki kært sig um að taka þátt í þeim. Þá þakkaði hann lögreglu á svæðinu fyrir störf sín og sagði lögregluþjóna hafa beitt „staðfestu og rósemi“ í átökum við kjósendur.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45