Vill taka á bónusum í fjármálageiranum með skattlagningu Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 19:33 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í viðhorf VG til frekari skattahækkana. Flokkur Katrínar hefur verið að mælast stærstur í skoðanakönnunum en hún sagðist meta það svo að með því væri verið að kalla eftir uppbyggingu á innviðum samfélagsins sem fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki staðið við. Kallað hefði verið eftir því að þessi efnahagslegi uppgangur sem ríkt hefur á Íslandi undanfarin ár skilaði sér í heilbrigðis-, mennta- og vegakerfið, en það hefði í raun ekki gerst. Vinstri græn hefðu tekið upp á því um síðastliðna helgi að hefja kosningabaráttuna með því að ganga í hús með bæklinga og bjóða fólki að segja sína skoðun á málum. Þar hefði innviðauppbyggingin borið hæst á góma.Skattbyrðin á Íslandi ekki lág Þáttastjórnendur minntu Katrínu á að hún hefði fagnað hækkun skatta á olíu og bensín og spurðu í kjölfarið hvort að þeir yrðu hækkaðir frekar komist Vinstri græn til valda. Hún svaraði því að skattar yrðu ekki hækkaðir frekar á almenning í landinu. „Ég er líka á því að við eigum að nýta græna skatta samhliða þessu,“ sagði Katrín og benti á að Íslendingar þyrftu að huga að orkuskiptum í samgöngum og hvernig á að ná markmiðum í umhverfismálum. Hún sagðist frekar horfa til þess að skattleggja ofurtekjur og nefndi bónusa í fjármálageiranum sem dæmi. „Hvernig ætlum við að taka á því nema einmitt að skattleggja ofurtekjur sem slíkar eru, byrjum þar en hækkum ekki skatta á almenning því íslenskur almenningur borgar alveg nógu háa skatta eins og er. Skattbyrðin á Íslandi er ekki lág á þennan stóra massa af fólki sem hér býr,“ sagði KatrínStóra þversögnin Hún sagði flesta hagvísa benda í rétta átt, ástandið sem blasi við sé gott hagfræðilega en stóra þversögnin sé sú að á meðan svo er sé ekki ráðist í almennilega uppbyggingu innviða. „Við vitum að við erum ríkt samfélag en samt erum við að horfa á að það sé ekki hægt að standa undir almennilegu heilbrigðiskerfi, að það sé ekki hægt að tryggja að lægstu laun dugi til framfærslu og ekki hægt að byggja upp í skólunum,“ sagði Katrín. Hún benti á að fyrir nokkrum áratugum hefðu „ömmur okkar og afar“ byggt upp öflugt samfélag á miklu fátækara Íslandi, þar sem var hægt að bjóða upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu, skóla og vegi. „Fyrir okkur snýst þetta um skiptingu gæða og að þetta velferðarsamfélag standi undir nafni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
„Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í viðhorf VG til frekari skattahækkana. Flokkur Katrínar hefur verið að mælast stærstur í skoðanakönnunum en hún sagðist meta það svo að með því væri verið að kalla eftir uppbyggingu á innviðum samfélagsins sem fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki staðið við. Kallað hefði verið eftir því að þessi efnahagslegi uppgangur sem ríkt hefur á Íslandi undanfarin ár skilaði sér í heilbrigðis-, mennta- og vegakerfið, en það hefði í raun ekki gerst. Vinstri græn hefðu tekið upp á því um síðastliðna helgi að hefja kosningabaráttuna með því að ganga í hús með bæklinga og bjóða fólki að segja sína skoðun á málum. Þar hefði innviðauppbyggingin borið hæst á góma.Skattbyrðin á Íslandi ekki lág Þáttastjórnendur minntu Katrínu á að hún hefði fagnað hækkun skatta á olíu og bensín og spurðu í kjölfarið hvort að þeir yrðu hækkaðir frekar komist Vinstri græn til valda. Hún svaraði því að skattar yrðu ekki hækkaðir frekar á almenning í landinu. „Ég er líka á því að við eigum að nýta græna skatta samhliða þessu,“ sagði Katrín og benti á að Íslendingar þyrftu að huga að orkuskiptum í samgöngum og hvernig á að ná markmiðum í umhverfismálum. Hún sagðist frekar horfa til þess að skattleggja ofurtekjur og nefndi bónusa í fjármálageiranum sem dæmi. „Hvernig ætlum við að taka á því nema einmitt að skattleggja ofurtekjur sem slíkar eru, byrjum þar en hækkum ekki skatta á almenning því íslenskur almenningur borgar alveg nógu háa skatta eins og er. Skattbyrðin á Íslandi er ekki lág á þennan stóra massa af fólki sem hér býr,“ sagði KatrínStóra þversögnin Hún sagði flesta hagvísa benda í rétta átt, ástandið sem blasi við sé gott hagfræðilega en stóra þversögnin sé sú að á meðan svo er sé ekki ráðist í almennilega uppbyggingu innviða. „Við vitum að við erum ríkt samfélag en samt erum við að horfa á að það sé ekki hægt að standa undir almennilegu heilbrigðiskerfi, að það sé ekki hægt að tryggja að lægstu laun dugi til framfærslu og ekki hægt að byggja upp í skólunum,“ sagði Katrín. Hún benti á að fyrir nokkrum áratugum hefðu „ömmur okkar og afar“ byggt upp öflugt samfélag á miklu fátækara Íslandi, þar sem var hægt að bjóða upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu, skóla og vegi. „Fyrir okkur snýst þetta um skiptingu gæða og að þetta velferðarsamfélag standi undir nafni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira