Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2017 14:37 Madsen neitar enn sök og segir Wall hafa látist af slysförum Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. Saksóknari í málinu kynnti ný sönnunargögn sem benda til þess að wall hafi verið stungin alls 14 sinnum skömmu eftir að hún lést. DR greinir frá.Saksóknari fór fram á að Madsen yrði úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur verið í haldi lögreglu frá því í ágúst eftir að Wall hvarf. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbáti hans í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Skömmu síðar rak kvennmanslík á strendur Amager, sundurlimað, og reyndist það vera lík Wall. Var Madsen handtekinn en hann hefur játað að hafa kastað líki hennar fyrir borð. Hann hefur þó sagt að Wall hafi látist af slysförum. Stungusár á brjósti og klofi Fyrir rétti í dag kynnti saksóknari niðurstöðu krufningar á líki Wall. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir. Stungusár á brjósti og klofi hennar benda til þess að Wall hafi verið stungin eftir að hún lést.Þá liggur einnig fyrir að sög var notuð til þess að saga höfuð, hendur og fætur af líki Wall en á beinum hennar mátti greina för eftir sagarblað. Dómari í málinu taldi að grunur um aðild Madsend að dauða Wall væri enn fyrir hendi og var hann því úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, til 31. október næstkomandi. UC3 Nautilus er kafbáturinn sem um ræðir.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Neitar enn sök og segir marga hafa haft aðgang að tölvunni Betina Hald Engmark, verjandi Madsen, segir að hann neiti enn sök í málinu. Taldi hún að ekki væri óeðlilegt að DNA úr Wall mætti finna á Madsen þar sem hann hafi viðurkennt að hafa snert hana eftir að hún lést. Þá sagði hún að saksóknar hefðu ekki skoðað möguleikann á því að um slys hafi verið að ræða. Taldi hún einnig að saksóknarar hefðu ekki sýnt fram á neitt sem benti til þess að Madsen hefði verið valdur að dauða Wall. Varðandi myndböndin sem fundust í tölvu Madsen sagði hann sjálfu að margir hefðu aðgang að tölvunni og að ofbeldisfullu myndböndin væru ekki á hans vegum. Fór Engmark fram á því að aðstæður í kafbátnum yrði endurskapaðar svo að rannsaka mætti málið til fulls. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. Saksóknari í málinu kynnti ný sönnunargögn sem benda til þess að wall hafi verið stungin alls 14 sinnum skömmu eftir að hún lést. DR greinir frá.Saksóknari fór fram á að Madsen yrði úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur verið í haldi lögreglu frá því í ágúst eftir að Wall hvarf. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbáti hans í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Skömmu síðar rak kvennmanslík á strendur Amager, sundurlimað, og reyndist það vera lík Wall. Var Madsen handtekinn en hann hefur játað að hafa kastað líki hennar fyrir borð. Hann hefur þó sagt að Wall hafi látist af slysförum. Stungusár á brjósti og klofi Fyrir rétti í dag kynnti saksóknari niðurstöðu krufningar á líki Wall. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir. Stungusár á brjósti og klofi hennar benda til þess að Wall hafi verið stungin eftir að hún lést.Þá liggur einnig fyrir að sög var notuð til þess að saga höfuð, hendur og fætur af líki Wall en á beinum hennar mátti greina för eftir sagarblað. Dómari í málinu taldi að grunur um aðild Madsend að dauða Wall væri enn fyrir hendi og var hann því úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, til 31. október næstkomandi. UC3 Nautilus er kafbáturinn sem um ræðir.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Neitar enn sök og segir marga hafa haft aðgang að tölvunni Betina Hald Engmark, verjandi Madsen, segir að hann neiti enn sök í málinu. Taldi hún að ekki væri óeðlilegt að DNA úr Wall mætti finna á Madsen þar sem hann hafi viðurkennt að hafa snert hana eftir að hún lést. Þá sagði hún að saksóknar hefðu ekki skoðað möguleikann á því að um slys hafi verið að ræða. Taldi hún einnig að saksóknarar hefðu ekki sýnt fram á neitt sem benti til þess að Madsen hefði verið valdur að dauða Wall. Varðandi myndböndin sem fundust í tölvu Madsen sagði hann sjálfu að margir hefðu aðgang að tölvunni og að ofbeldisfullu myndböndin væru ekki á hans vegum. Fór Engmark fram á því að aðstæður í kafbátnum yrði endurskapaðar svo að rannsaka mætti málið til fulls.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02
Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41
Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00
Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17
Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20