Rúnar: KR vill alltaf vera í toppbaráttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2017 17:30 Rúnar ásamt Kristni Kjærnested, formanni knattspyrnudeildar KR. vísir/vilhelm Rúnar Kristinsson er tekinn við KR á nýjan leik og á að koma félaginu aftur í fremstu röð. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann tekur við af Willum Þór Þórssyni. KR endaði í 4. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og komst ekki í Evrópukeppni í fyrsta sinn í áratug. Árangurinn olli vonbrigðum enda miklu til tjaldað í Vesturbænum. „Við vitum allir hvað KR stendur fyrir. KR vill alltaf vera í toppbaráttu. Félagið gekk í gegnum erfitt ár sem við þurfum að snúa við og breyta. Við þurfum að koma KR aftur í Evrópukeppni, reyna að bæta árangurinn frá því í sumar og stefna hærra,“ sagði Rúnar í samtali við íþróttadeild í dag. Rúnar gerir ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR fyrir næsta tímabil.Leikmenn að renna út á samningi „Já, nánast eins og á hverju ári. Það verða einhverjar breytingar og hreyfingar. Við munum missa einhverja leikmenn, það eru einhverjir að renna út á samningi og það þarf að skoða þau mál. Á sama tíma þurfum við að sjá hvar við þurfum að styrkja okkur til að vera með frambærilegt lið á næsta ári,“ sagði Rúnar sem segir mikilvægt að koma KR aftur í Evrópukeppni. „KR hefur verið þar samfleytt í 10 ár. Það er sárt að ná ekki þeim áfanga en auðvitað koma mögur ár á milli. Við þurfum bara að vera snöggir að snúa þessu við og bæta okkur og styrkja.“ Rúnar er einn af dáðustu sonum KR. Hann lék með liðinu á árunum 1987-94 og 2007 og þjálfaði það svo með frábærum árangri á árunum 2010-14. Á þeim tíma varð KR tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.Erfið ákvörðun Rúnar, sem var látinn taka pokann sinn hjá Lokeren í ágúst, segir að hann hafi þurft tíma til að hugsa næstu skref hjá sér en á endanum hafi verið erfitt að hafna KR. „Ákvörðunin var mjög erfið. Maður lenti í áfalli að missa starfið úti í Belgíu. Við fjölskyldan ákváðum nokkuð fljótlega eftir það að flytja aftur heim og bíða átekta. Það voru ýmsir möguleikar í stöðunni en á endanum er erfitt að segja nei við KR. Þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað þurfti ég umhugsunartíma en á endanum valdi ég að koma aftur til KR,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson er tekinn við KR á nýjan leik og á að koma félaginu aftur í fremstu röð. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann tekur við af Willum Þór Þórssyni. KR endaði í 4. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og komst ekki í Evrópukeppni í fyrsta sinn í áratug. Árangurinn olli vonbrigðum enda miklu til tjaldað í Vesturbænum. „Við vitum allir hvað KR stendur fyrir. KR vill alltaf vera í toppbaráttu. Félagið gekk í gegnum erfitt ár sem við þurfum að snúa við og breyta. Við þurfum að koma KR aftur í Evrópukeppni, reyna að bæta árangurinn frá því í sumar og stefna hærra,“ sagði Rúnar í samtali við íþróttadeild í dag. Rúnar gerir ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR fyrir næsta tímabil.Leikmenn að renna út á samningi „Já, nánast eins og á hverju ári. Það verða einhverjar breytingar og hreyfingar. Við munum missa einhverja leikmenn, það eru einhverjir að renna út á samningi og það þarf að skoða þau mál. Á sama tíma þurfum við að sjá hvar við þurfum að styrkja okkur til að vera með frambærilegt lið á næsta ári,“ sagði Rúnar sem segir mikilvægt að koma KR aftur í Evrópukeppni. „KR hefur verið þar samfleytt í 10 ár. Það er sárt að ná ekki þeim áfanga en auðvitað koma mögur ár á milli. Við þurfum bara að vera snöggir að snúa þessu við og bæta okkur og styrkja.“ Rúnar er einn af dáðustu sonum KR. Hann lék með liðinu á árunum 1987-94 og 2007 og þjálfaði það svo með frábærum árangri á árunum 2010-14. Á þeim tíma varð KR tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.Erfið ákvörðun Rúnar, sem var látinn taka pokann sinn hjá Lokeren í ágúst, segir að hann hafi þurft tíma til að hugsa næstu skref hjá sér en á endanum hafi verið erfitt að hafna KR. „Ákvörðunin var mjög erfið. Maður lenti í áfalli að missa starfið úti í Belgíu. Við fjölskyldan ákváðum nokkuð fljótlega eftir það að flytja aftur heim og bíða átekta. Það voru ýmsir möguleikar í stöðunni en á endanum er erfitt að segja nei við KR. Þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað þurfti ég umhugsunartíma en á endanum valdi ég að koma aftur til KR,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00