Í fréttum er þetta helst ... Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. október 2017 07:00 Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. Sem betur fer hefur mikið breyst síðan þá, enda get ég ekki ímyndað mér hversu einsleitir fjölmiðlar væru ef 95% starfsmanna frétta væru eingöngu karlar. Persónulega tel ég líka að aukin hlutdeild kvenna í fjölmiðlum hafi aukið fjölbreytileika efnis og umræðu svo um munar. Með fleiri konum í fjölmiðlum höfum við hreinlega uppskorið meira, betra og fjölbreyttara efni. En við þurfum ekki aðeins að fjölga konum innan fjölmiðla, heldur einnig í hópi viðmælenda. Þar er oft talað um að hlutföllin séu 70:30, karlmönnum í vil. Undantekning var þó fjölmiðladagur FKA í fyrra. Þá tóku fjölmiðlar svo rækilega þátt, að konur urðu nánast allsráðandi í umræðunni og mjög áberandi í öllum tegundum miðla. Tvennt gerðist í kjölfarið: í fyrsta lagi víxluðust kynjahlutföllin í ljósvakafréttum, konum í vil. Þetta teljum við vera einsdæmi í heiminum. Hins vegar staðfesti góð þátttaka fjölmiðla áhuga þeirra og vilja til að jafna stöðu kynjanna í umræðunni. Við konurnar stöndum líka alveg undir því að taka meiri þátt. Við erum virkar á öllum sviðum atvinnulífs, í stjórnmálum, erum vel menntaðar og stöndum jafnfætis öðrum sem álitsgjafar. Jöfn ásýnd kynja í fjölmiðlum getur líka leitt til hraðari breytinga í svo mörgu. Ég nefni sem dæmi hraðari árangur í að jafna hlutdeild kynja í stjórnunarstöðum, í launum eða í stjórnmálum. Í dag er fjölmiðladagur FKA 2017 og er sérlegur gestur okkar Mary Hockaday frá BBC. Mary mun hitta fyrir fjölmiðlafólk, FKA konur og fleiri, en í tilefni dagsins hvet ég líka fjölmiðla til að ræða við sem flestar konur, hvert svo sem viðfangsefnið er. Markmiðið er að víxla kynjahlutföllum viðmælenda í einn dag, eins og í fyrra. Í þetta sinn hefur Jafnréttisráð Evrópu óskað eftir upplýsingum um hvernig til tekst. Það er því aldrei að vita nema að þetta sameiginlega verkefni FKA og fjölmiðla um aukna ásýnd kvenna í fjölmiðlum, endi með að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Háleit hugmynd en ekki fráleit. Eða hvað finnst ykkur?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. Sem betur fer hefur mikið breyst síðan þá, enda get ég ekki ímyndað mér hversu einsleitir fjölmiðlar væru ef 95% starfsmanna frétta væru eingöngu karlar. Persónulega tel ég líka að aukin hlutdeild kvenna í fjölmiðlum hafi aukið fjölbreytileika efnis og umræðu svo um munar. Með fleiri konum í fjölmiðlum höfum við hreinlega uppskorið meira, betra og fjölbreyttara efni. En við þurfum ekki aðeins að fjölga konum innan fjölmiðla, heldur einnig í hópi viðmælenda. Þar er oft talað um að hlutföllin séu 70:30, karlmönnum í vil. Undantekning var þó fjölmiðladagur FKA í fyrra. Þá tóku fjölmiðlar svo rækilega þátt, að konur urðu nánast allsráðandi í umræðunni og mjög áberandi í öllum tegundum miðla. Tvennt gerðist í kjölfarið: í fyrsta lagi víxluðust kynjahlutföllin í ljósvakafréttum, konum í vil. Þetta teljum við vera einsdæmi í heiminum. Hins vegar staðfesti góð þátttaka fjölmiðla áhuga þeirra og vilja til að jafna stöðu kynjanna í umræðunni. Við konurnar stöndum líka alveg undir því að taka meiri þátt. Við erum virkar á öllum sviðum atvinnulífs, í stjórnmálum, erum vel menntaðar og stöndum jafnfætis öðrum sem álitsgjafar. Jöfn ásýnd kynja í fjölmiðlum getur líka leitt til hraðari breytinga í svo mörgu. Ég nefni sem dæmi hraðari árangur í að jafna hlutdeild kynja í stjórnunarstöðum, í launum eða í stjórnmálum. Í dag er fjölmiðladagur FKA 2017 og er sérlegur gestur okkar Mary Hockaday frá BBC. Mary mun hitta fyrir fjölmiðlafólk, FKA konur og fleiri, en í tilefni dagsins hvet ég líka fjölmiðla til að ræða við sem flestar konur, hvert svo sem viðfangsefnið er. Markmiðið er að víxla kynjahlutföllum viðmælenda í einn dag, eins og í fyrra. Í þetta sinn hefur Jafnréttisráð Evrópu óskað eftir upplýsingum um hvernig til tekst. Það er því aldrei að vita nema að þetta sameiginlega verkefni FKA og fjölmiðla um aukna ásýnd kvenna í fjölmiðlum, endi með að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Háleit hugmynd en ekki fráleit. Eða hvað finnst ykkur?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar