Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar 12. mars 2025 16:00 Allt snerist um fisk, báta og fjöruna. Þegar ég var polli, var bryggjan,fjaran og bátarnir, mitt annað heimili. Þar er ekkert líf lengur hvorki á bryggjunni né í sjónum. Ekki bröndu að sjá, af sem áður var. Ég fór minn fyrsta róður á 40 tonna dagróðarbáti aðeins 10 ára gamall, pabbi var skipstjóri. Þá þegar þekkti ég alla helstu fiskitegundir hér við land. Áður en ég gat almennilega, var ég farin að vinna í fiski. Síðar í rækju- og humarvinnslu. Á sjó fór ég og var á netum, snurvoð, humar, rækju, línu og trolli. Þá var ég eina vertíð á rannsóknarskipinu Bjarna Sæm og eina vertíð hjá Hval . Ég var heppinn, lífið var fiskur. Ég var verkstjóri og síðar framleiðslustjóri í alhliða fiskvinnslu, þar með loðnu og síld. Ég er ekki fiskifræðingur eða sjávarlíffræðingur; heldur útgerðartæknir. Í mörg ár var fiskvinnsla og sjórinn mitt aðaláhugamál. Hvað kemur fólki þessi upptalning við? Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er sú, að engin nema Hafró, hefur skoðun og þekkingu á sjávarauðlindinni, sem tekið er mark á. Ég minnist vart, að Hafró hafi þurft að svara fyrir gagnrýni, síðan Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ tók Jóhann Sigurjónsson þáverandi forstjóra á beinið í den. Fjölmiðlar; og þá sérstaklega „okkar allra“, RÚV umgangast Hafró eins og vöggustofu. Þöggunin er ærandi. Það er bara eins og þjóðinni komi ekkert við hvernig verið er að nýta hennar helstu sjávarauðlindir. Þeir sem stunda „rannsóknarblaðamennsku“ finna allt annað til en skoða þetta stóra mál. Helst einhverja skandala, eitthvað sorgegt, og hvað er þetta annað? Þingmenn sinnulausir um sjávarauðlindina – nema kvótariflildi. Ráðherrar, og þingheimur allur, hefur varpað nær allri ábyrgð á auðlindinni frá sér. Gífurlegir hagsmunir eru undir ráðgjöf Hafró, sem fer ekki varhluta af þrýstingi frá hagsmunaöflum. Kvótaeigendum, lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum. En það er svo komið að kvótakóngar tala um Hafró sem „félaga okkar“. Engin spyr gagnrýnna spurninga. Bara láta mata sig. Engum hefur dottið í hug að spyrja álitinna spurninga. Það er ekki eins og viðvörunarmerkin frá auðlindinni hafi vantað. Það eru liðin 40 ár frá því fiskiveiðistjórnunarkerfið var fyrst tekið upp, svo reynslan af því liggur fyrir. Sinnuleysi ráðamanna er algjört, og þeir víðsfjarri að vinna að hag eigenda sjávarauðlindarinnar. Sagan er sorgleg. Hvernig stendur á því að þöggun ríkir um stefnu sem hefur farið um sjávarauðlinda eins og naut í moldarbarði. Það er ekki eins og sagan sé kerfinu í hag. Það hefur ekki tekist að stækka einn einasta botnfiskstofn þessi 40 ár. Við erum enn að veiða minna af okkar helstu nytjastofnum en fyrir 40 árum. Þorskurinn, okkar verðmætasti, stofn hans hefur minnkað, fiskurinn er mun léttari og aflinn um 50% af því sem áður var. Enn er veitt minna en áður af ufsa, karfa,lúðu, kola, síld,rækju .. og hörpudiskurinn er búinn. Þetta eru staðreyndir, unnar úr skýrslum Hafró. Hvernig gat þetta gerst? Humar, ein verðmætasta sjávarauðlindin per kíló, er dæmi sem ætti að hafa hrisst upp í ráðamönnum. Ég hef áður lýst gjöreyðingu humarstofnsins og búsvæðum humarsins. Hver gaf okkur leyfi til að svifta komandi kynslóð humarveiðum? Hvergi í höfum heimsins hafa vísindamenn séð jafn illa farin búsvæði humars. Afhverju var ekki hægt að veiða humar hér í gildrur eins og annarsstaðar? Jú, þær þóttu ekki nógu stórtækar; trollið, botnvarpan, hún var málið. Gat skafið og skrapað upp ekki bara humar í tonnavís heldur gjöreytt viðkvæmum búsvæðum hans. Afhverju datt okkar fremstu vísindamönnum í hug að leyfa svona umgengni? Svo er endalaust verið að hampa því hversu framalega við stöndum sem sem fiskveiðiþjóð. Veiðiráðgjöf loðnu – slumpað á hrygningarstofn eftir tilfinningu. Staðan á loðnunni er þannig að fljótlega geta útgerðarmenn pakkað saman og flutt til Aflandseyja, og notið ávaxta sinna af auðlindinni. Hvernig er svo með veiðiráðgjöf á loðnunni? Frá 1979 til 2015, var reglan sú að skilja 400 þús tonn eftir af loðnu til hrygningar og afráns. Og hvernig reiknuðu fiskifræðingar þessa tölu út? Það er einfalt; þeir reiknuðu hana bara ekkert út, heldur slumpuðu á að þetta væri hæfilegt magn. Eins og segir í skýrslum Hafró: „engin vísindaleg gögn standi að baki þessu magni, heldur þótti ekki verjandi að skilja minna eftir“. Enda setti ICES, Alþjóðlega hafrannsóknarráðið, ofaní við stofnunina, og aðferðarfræðinni var breytt 2016. En, með ömurlegum affleiðingum. Afhverju er loðnubrestur nánast viðvarandi? Kvótakóngur í Neskaupstað kennir hvölum um, og hvað gera þingmenn? Stökkva til og vilja drepa nokkra hnúfubaka,og kíkja í belginn á þeim! Og hvað, gefa út kvóta á hnúfubak til að bjarga loðnustofninum? Loðnan er langmikilvægasta fisktegundin fyrir vistkerfi sjávar hér- 120.000.000 tonn. Frá því loðnuveiðar hófust hafa verið veidd um 35 milljónir tonna af loðnu hér á miðunum og fryst hafa verið 248.632 tonn af loðnuhrognum. En hvaða áhrif hefur það á vistkerfið að fjarlægja ekki 35 miljónir tonna, heldur um 120.000.000- 120 miljónir tonna lífmassa, úr kerfinu? Þessi loðnuhrogn sem hafa verið fryst, þau hefðu gefið varlega útreiknað; 90 miljónir tonna af loðnu. Það segir sig sjálft, að taka þetta gífurlega magn, hlítur að koma niður einhversstaðar. Við fjarlægum ekki 120 miljónir tonna af próteinríkum lífmassa úr vistkerfinu, nema það komi niður á einhverju. Náttúrulögmálin gilda í sjónum eins og á landi. Hvernig fá vísindamenn það út; að það sé gæfulegt að fjarlægja 120 miljónir tonna af fæðu úr vistkerfinu; og á sama tíma byggja upp stofna sem lifa á loðnuáti? Þingmenn fari að sinna vinnu við sjávarauðlindina. Gleymum því að drepa hnúfubak til að bjarga loðnunni. Miðin voru full af fiski og hvölum áður en maðurinn fór að skipta sér að. Nýjar rannsóknir HÍ hafa varpað fram mjög athyglisverðum niðurstöðum m.a. um stöðu þorskstofnsins upp úr landnámi. Það er hreinlega óraunhæft að ætla að drepa samkeppnina um loðnu. Ráðmenn þurfa að girða sig í brók, láta hendur standa fram úr skálmum og láta fara fram allsherjar úttekt á fiskveiðistjórnunarkerfinu; sér í lagi veiðiráðgjöfinni. Hún er á villigötum, það þarf engin að segja það; staðreyndirnar tala sínu máli. Við verðum að hugsa til lengri tíma, ekki frá ári til árs. Nytjastofnar eru ekki byggðir upp á einu ári. Það þarf að gera áætlanir til lengri tíma; það er ekki bara holt auðlindinni heldur og þeim sem hafa allt sitt undir af nýtingu hennar. Fyrsta skref væri t.d. að banna loðnuveiðar, amk í 2-3 ár. Friða hrygningarslóðir þorsks yfir mikilvægasta hrygningartímabilið; ekki moka honum upp rétt fyrir hrygningu. Banna veiðar með flottrolli. Það er algjör tímaskekkja. Allt of lítil áhersla er lögð á gerð veiðarfæra við fiskveiðistjórnunina, en himinn og haf eru á milli þess hvernig veiðarfæri virka , auk umhverfisáhrifa þeirra. Þá verður að fara að hugsa framtíð botnvörpuveiða/trolli. En þróunin virðist vera svipuð og þegar farið var að mótmæla hvalveiðum. Þær þykja þykja skilja eftir sig mikið kolefnispor, ekki bara skipin heldur losunin sem verður þegar trollið er dregið eftir sjávarbotninum. Sá tími gæti komið , fyrr en síðar, að erfitt verði að selja afurð, sem unnin er hráefni sem fengið er með trolli. Það gengur ekki að bíða ár eftir ár eftir að ástandið lagist, ekki á meðan hjakkað er í sama farinu og undanfarin 40 ár. Þetta reddast …..ekki að sjálfu sér. Það er fullt af færu vísindafólki hjá Hafró og víðar, sem gætu unnið að nýrri stefnu um nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Allt snerist um fisk, báta og fjöruna. Þegar ég var polli, var bryggjan,fjaran og bátarnir, mitt annað heimili. Þar er ekkert líf lengur hvorki á bryggjunni né í sjónum. Ekki bröndu að sjá, af sem áður var. Ég fór minn fyrsta róður á 40 tonna dagróðarbáti aðeins 10 ára gamall, pabbi var skipstjóri. Þá þegar þekkti ég alla helstu fiskitegundir hér við land. Áður en ég gat almennilega, var ég farin að vinna í fiski. Síðar í rækju- og humarvinnslu. Á sjó fór ég og var á netum, snurvoð, humar, rækju, línu og trolli. Þá var ég eina vertíð á rannsóknarskipinu Bjarna Sæm og eina vertíð hjá Hval . Ég var heppinn, lífið var fiskur. Ég var verkstjóri og síðar framleiðslustjóri í alhliða fiskvinnslu, þar með loðnu og síld. Ég er ekki fiskifræðingur eða sjávarlíffræðingur; heldur útgerðartæknir. Í mörg ár var fiskvinnsla og sjórinn mitt aðaláhugamál. Hvað kemur fólki þessi upptalning við? Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er sú, að engin nema Hafró, hefur skoðun og þekkingu á sjávarauðlindinni, sem tekið er mark á. Ég minnist vart, að Hafró hafi þurft að svara fyrir gagnrýni, síðan Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ tók Jóhann Sigurjónsson þáverandi forstjóra á beinið í den. Fjölmiðlar; og þá sérstaklega „okkar allra“, RÚV umgangast Hafró eins og vöggustofu. Þöggunin er ærandi. Það er bara eins og þjóðinni komi ekkert við hvernig verið er að nýta hennar helstu sjávarauðlindir. Þeir sem stunda „rannsóknarblaðamennsku“ finna allt annað til en skoða þetta stóra mál. Helst einhverja skandala, eitthvað sorgegt, og hvað er þetta annað? Þingmenn sinnulausir um sjávarauðlindina – nema kvótariflildi. Ráðherrar, og þingheimur allur, hefur varpað nær allri ábyrgð á auðlindinni frá sér. Gífurlegir hagsmunir eru undir ráðgjöf Hafró, sem fer ekki varhluta af þrýstingi frá hagsmunaöflum. Kvótaeigendum, lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum. En það er svo komið að kvótakóngar tala um Hafró sem „félaga okkar“. Engin spyr gagnrýnna spurninga. Bara láta mata sig. Engum hefur dottið í hug að spyrja álitinna spurninga. Það er ekki eins og viðvörunarmerkin frá auðlindinni hafi vantað. Það eru liðin 40 ár frá því fiskiveiðistjórnunarkerfið var fyrst tekið upp, svo reynslan af því liggur fyrir. Sinnuleysi ráðamanna er algjört, og þeir víðsfjarri að vinna að hag eigenda sjávarauðlindarinnar. Sagan er sorgleg. Hvernig stendur á því að þöggun ríkir um stefnu sem hefur farið um sjávarauðlinda eins og naut í moldarbarði. Það er ekki eins og sagan sé kerfinu í hag. Það hefur ekki tekist að stækka einn einasta botnfiskstofn þessi 40 ár. Við erum enn að veiða minna af okkar helstu nytjastofnum en fyrir 40 árum. Þorskurinn, okkar verðmætasti, stofn hans hefur minnkað, fiskurinn er mun léttari og aflinn um 50% af því sem áður var. Enn er veitt minna en áður af ufsa, karfa,lúðu, kola, síld,rækju .. og hörpudiskurinn er búinn. Þetta eru staðreyndir, unnar úr skýrslum Hafró. Hvernig gat þetta gerst? Humar, ein verðmætasta sjávarauðlindin per kíló, er dæmi sem ætti að hafa hrisst upp í ráðamönnum. Ég hef áður lýst gjöreyðingu humarstofnsins og búsvæðum humarsins. Hver gaf okkur leyfi til að svifta komandi kynslóð humarveiðum? Hvergi í höfum heimsins hafa vísindamenn séð jafn illa farin búsvæði humars. Afhverju var ekki hægt að veiða humar hér í gildrur eins og annarsstaðar? Jú, þær þóttu ekki nógu stórtækar; trollið, botnvarpan, hún var málið. Gat skafið og skrapað upp ekki bara humar í tonnavís heldur gjöreytt viðkvæmum búsvæðum hans. Afhverju datt okkar fremstu vísindamönnum í hug að leyfa svona umgengni? Svo er endalaust verið að hampa því hversu framalega við stöndum sem sem fiskveiðiþjóð. Veiðiráðgjöf loðnu – slumpað á hrygningarstofn eftir tilfinningu. Staðan á loðnunni er þannig að fljótlega geta útgerðarmenn pakkað saman og flutt til Aflandseyja, og notið ávaxta sinna af auðlindinni. Hvernig er svo með veiðiráðgjöf á loðnunni? Frá 1979 til 2015, var reglan sú að skilja 400 þús tonn eftir af loðnu til hrygningar og afráns. Og hvernig reiknuðu fiskifræðingar þessa tölu út? Það er einfalt; þeir reiknuðu hana bara ekkert út, heldur slumpuðu á að þetta væri hæfilegt magn. Eins og segir í skýrslum Hafró: „engin vísindaleg gögn standi að baki þessu magni, heldur þótti ekki verjandi að skilja minna eftir“. Enda setti ICES, Alþjóðlega hafrannsóknarráðið, ofaní við stofnunina, og aðferðarfræðinni var breytt 2016. En, með ömurlegum affleiðingum. Afhverju er loðnubrestur nánast viðvarandi? Kvótakóngur í Neskaupstað kennir hvölum um, og hvað gera þingmenn? Stökkva til og vilja drepa nokkra hnúfubaka,og kíkja í belginn á þeim! Og hvað, gefa út kvóta á hnúfubak til að bjarga loðnustofninum? Loðnan er langmikilvægasta fisktegundin fyrir vistkerfi sjávar hér- 120.000.000 tonn. Frá því loðnuveiðar hófust hafa verið veidd um 35 milljónir tonna af loðnu hér á miðunum og fryst hafa verið 248.632 tonn af loðnuhrognum. En hvaða áhrif hefur það á vistkerfið að fjarlægja ekki 35 miljónir tonna, heldur um 120.000.000- 120 miljónir tonna lífmassa, úr kerfinu? Þessi loðnuhrogn sem hafa verið fryst, þau hefðu gefið varlega útreiknað; 90 miljónir tonna af loðnu. Það segir sig sjálft, að taka þetta gífurlega magn, hlítur að koma niður einhversstaðar. Við fjarlægum ekki 120 miljónir tonna af próteinríkum lífmassa úr vistkerfinu, nema það komi niður á einhverju. Náttúrulögmálin gilda í sjónum eins og á landi. Hvernig fá vísindamenn það út; að það sé gæfulegt að fjarlægja 120 miljónir tonna af fæðu úr vistkerfinu; og á sama tíma byggja upp stofna sem lifa á loðnuáti? Þingmenn fari að sinna vinnu við sjávarauðlindina. Gleymum því að drepa hnúfubak til að bjarga loðnunni. Miðin voru full af fiski og hvölum áður en maðurinn fór að skipta sér að. Nýjar rannsóknir HÍ hafa varpað fram mjög athyglisverðum niðurstöðum m.a. um stöðu þorskstofnsins upp úr landnámi. Það er hreinlega óraunhæft að ætla að drepa samkeppnina um loðnu. Ráðmenn þurfa að girða sig í brók, láta hendur standa fram úr skálmum og láta fara fram allsherjar úttekt á fiskveiðistjórnunarkerfinu; sér í lagi veiðiráðgjöfinni. Hún er á villigötum, það þarf engin að segja það; staðreyndirnar tala sínu máli. Við verðum að hugsa til lengri tíma, ekki frá ári til árs. Nytjastofnar eru ekki byggðir upp á einu ári. Það þarf að gera áætlanir til lengri tíma; það er ekki bara holt auðlindinni heldur og þeim sem hafa allt sitt undir af nýtingu hennar. Fyrsta skref væri t.d. að banna loðnuveiðar, amk í 2-3 ár. Friða hrygningarslóðir þorsks yfir mikilvægasta hrygningartímabilið; ekki moka honum upp rétt fyrir hrygningu. Banna veiðar með flottrolli. Það er algjör tímaskekkja. Allt of lítil áhersla er lögð á gerð veiðarfæra við fiskveiðistjórnunina, en himinn og haf eru á milli þess hvernig veiðarfæri virka , auk umhverfisáhrifa þeirra. Þá verður að fara að hugsa framtíð botnvörpuveiða/trolli. En þróunin virðist vera svipuð og þegar farið var að mótmæla hvalveiðum. Þær þykja þykja skilja eftir sig mikið kolefnispor, ekki bara skipin heldur losunin sem verður þegar trollið er dregið eftir sjávarbotninum. Sá tími gæti komið , fyrr en síðar, að erfitt verði að selja afurð, sem unnin er hráefni sem fengið er með trolli. Það gengur ekki að bíða ár eftir ár eftir að ástandið lagist, ekki á meðan hjakkað er í sama farinu og undanfarin 40 ár. Þetta reddast …..ekki að sjálfu sér. Það er fullt af færu vísindafólki hjá Hafró og víðar, sem gætu unnið að nýrri stefnu um nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er útgerðartæknir.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun