Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar 12. mars 2025 20:02 Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði. Mögulega voru einhverjir rótgrónir fordómar þar að baka en fyrir mér hljómaði þetta alltaf eins og lakara útgáfa af alvöru íþróttum. Það er aldrei talað um skólastærðfræði eða skólaensku. Í rauninni eru engar aðrar faggreinar sem bera þetta forskeyti að mér vitandi. Er það virkilega faginu til sóma að skella forskeytinu skóli fyrir framan íþróttir. Nafnið skekkir einnig væntingar nemanda og foreldra til fagsins. Að SKÓLAíþróttir séu einungis til að kynna hefðbundnar íþróttir fyrir nemendum, sem þeir vonandi finna sig í og fara að æfa utan skóla. En starf grunnskólans er ekki að búa til iðkendur fyrir íþróttafélögin. Honum ber fyrst og fremst skylda til að mennta. Forsendur þátttöku eru einnig ólíkar. Nemendur hafa ekki val um að mæta en í iðkandi hefur visst frelsi til athafna. Hann er þar á eigin forsendum. Oftar en ekki búinn að velja eitthvað sem hann hefur áhuga á. Foreldrar eru einnig að greiða fyrir þjónustuna og hafa þá frelsi til að velja hvort, hvar og hvað iðkandinn æfir. Því eru starf kennara og þjálfara ólíkt. Starf þjálfara byggir í grunninn á því að þjálfa upp iðkendur í ákveðinni íþrótt en starf íþróttakennara um að skapa nemendum jákvæða upplifun af hreyfingu. Í öðru lagi er byggt á þeirri forsendu að námið efli fimi, grunnhreyfi- og félagsfærni. Til þess notum við leiki af ýmsu tagi. Til að skapa fimi. Því tel ég að nafnabreytingin hafa verið feilspor. Leikfimi lýsir einfaldlega betur hvernig kennslustundir fara fram og hvað er verið að kenna. Kallar sig einhver skólaíþróttakennara. Held ekki…. Forskeytinu er ávallt sleppt og verður þá íþróttakennari. Og þá hljómar leikfimikennari einfaldlega betur í mínum eyrum. Höfundur er SKÓLAíþróttakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Íþróttir barna Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði. Mögulega voru einhverjir rótgrónir fordómar þar að baka en fyrir mér hljómaði þetta alltaf eins og lakara útgáfa af alvöru íþróttum. Það er aldrei talað um skólastærðfræði eða skólaensku. Í rauninni eru engar aðrar faggreinar sem bera þetta forskeyti að mér vitandi. Er það virkilega faginu til sóma að skella forskeytinu skóli fyrir framan íþróttir. Nafnið skekkir einnig væntingar nemanda og foreldra til fagsins. Að SKÓLAíþróttir séu einungis til að kynna hefðbundnar íþróttir fyrir nemendum, sem þeir vonandi finna sig í og fara að æfa utan skóla. En starf grunnskólans er ekki að búa til iðkendur fyrir íþróttafélögin. Honum ber fyrst og fremst skylda til að mennta. Forsendur þátttöku eru einnig ólíkar. Nemendur hafa ekki val um að mæta en í iðkandi hefur visst frelsi til athafna. Hann er þar á eigin forsendum. Oftar en ekki búinn að velja eitthvað sem hann hefur áhuga á. Foreldrar eru einnig að greiða fyrir þjónustuna og hafa þá frelsi til að velja hvort, hvar og hvað iðkandinn æfir. Því eru starf kennara og þjálfara ólíkt. Starf þjálfara byggir í grunninn á því að þjálfa upp iðkendur í ákveðinni íþrótt en starf íþróttakennara um að skapa nemendum jákvæða upplifun af hreyfingu. Í öðru lagi er byggt á þeirri forsendu að námið efli fimi, grunnhreyfi- og félagsfærni. Til þess notum við leiki af ýmsu tagi. Til að skapa fimi. Því tel ég að nafnabreytingin hafa verið feilspor. Leikfimi lýsir einfaldlega betur hvernig kennslustundir fara fram og hvað er verið að kenna. Kallar sig einhver skólaíþróttakennara. Held ekki…. Forskeytinu er ávallt sleppt og verður þá íþróttakennari. Og þá hljómar leikfimikennari einfaldlega betur í mínum eyrum. Höfundur er SKÓLAíþróttakennari.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar