Doktor segir fylgið geta færst mikið til á milli flokka Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2017 12:45 Það styttist í kosningar. Vísir/Vilhelm Nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgi flokkanna geta tekið töluverðum breytingum fram að kosningum og þá sérstaklega vinstra megin við miðjuna. Þar hafi kjósendur úr fleiri flokkum að velja og rannsóknir sýni að þeir séu líka viljugri til að refsa flokkum en stuðningsmenn flokka hægra megin við miðjuna.Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrði töluverð breyting á samsetningu flokka á Alþingi ef kosið yrði í dag. Aðeins einn möguleiki yrði á myndun tveggja flokka stjórnar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, sem sameiginlega fengju 35 þingmenn eins og þriggja flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar. Einnig yrðu möguleikar á myndun annars konar stjórna. Eva H. Önnudóttir nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir landslagið á þingi geta breyst miðað við þessa könnun. „Það sem virðist vera að gerast núna er ákveðin pólarisering í flokkakerfinu. Þá á ég við stóraukið fylgi Vinstri grænna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur nokkurn veginn sínu en er kannski aðeins að minnka. Þannig að við sjáum þarna tvo flokka á sinn hvorum endanum,“ segir Eva.Eva H. Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Á sama tíma sé útlit fyrir að Björt framtíð og Viðreisn komi ekki fólki á þing en tveir nýir flokkar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins nái inn mönnum. Miðað við þessa niðurstöðu telur Eva meiri möguleika á að Vinstri græn veldu að fara í stjórn með Pírötum og Samfylkingu en með Sjálfstæðisflokknum þótt erfitt sé að spá fyrir um það nú. „En ég held að baklandið í kannski báðum flokkunum og sérstaklega hjá Vinstri grænum myndi ekki hugnast að þessir tveir flokkar yrðu saman í ríkisstjórn. Jafnvel þótt það sé mögulega eina tveggja flokka stjórnin. Þannig að mér finnst það frekar ólíklegt þótt maður viti ekki hvað gerist síðan,“ segir Eva. Samkvæmt kosningarannsóknum hefur flokkshollusta minnkað á undanförnum áratugum og enn er töluverður hópur óákveðinn og svo er kosningabaráttan öll fram undan, þannig að margt gæti breyst fram að kjördegi. „Já ég held sérstaklega á vinstri vængnum. Tölur sýna líka að það er meiri flokkshollusta á hægri vængnum. Þar eru líka færri flokkar um að velja. Á meðan þeir sem kjósa vinstri flokkanna eru minna flokkshollir. Þeir eru tilbúnari að refsa sínum flokkum og þeir hafa náttúrlega líka fleiri valkosti. Þannig að ég held að það geti orðið töluverð hreyfing út frá miðju til vinstri en kannski minna hinum megin við, það er hægra megin. Miðað við flokkshollustu og trygglyndi kjósendanna.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgi flokkanna geta tekið töluverðum breytingum fram að kosningum og þá sérstaklega vinstra megin við miðjuna. Þar hafi kjósendur úr fleiri flokkum að velja og rannsóknir sýni að þeir séu líka viljugri til að refsa flokkum en stuðningsmenn flokka hægra megin við miðjuna.Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrði töluverð breyting á samsetningu flokka á Alþingi ef kosið yrði í dag. Aðeins einn möguleiki yrði á myndun tveggja flokka stjórnar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, sem sameiginlega fengju 35 þingmenn eins og þriggja flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar. Einnig yrðu möguleikar á myndun annars konar stjórna. Eva H. Önnudóttir nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir landslagið á þingi geta breyst miðað við þessa könnun. „Það sem virðist vera að gerast núna er ákveðin pólarisering í flokkakerfinu. Þá á ég við stóraukið fylgi Vinstri grænna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur nokkurn veginn sínu en er kannski aðeins að minnka. Þannig að við sjáum þarna tvo flokka á sinn hvorum endanum,“ segir Eva.Eva H. Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Á sama tíma sé útlit fyrir að Björt framtíð og Viðreisn komi ekki fólki á þing en tveir nýir flokkar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins nái inn mönnum. Miðað við þessa niðurstöðu telur Eva meiri möguleika á að Vinstri græn veldu að fara í stjórn með Pírötum og Samfylkingu en með Sjálfstæðisflokknum þótt erfitt sé að spá fyrir um það nú. „En ég held að baklandið í kannski báðum flokkunum og sérstaklega hjá Vinstri grænum myndi ekki hugnast að þessir tveir flokkar yrðu saman í ríkisstjórn. Jafnvel þótt það sé mögulega eina tveggja flokka stjórnin. Þannig að mér finnst það frekar ólíklegt þótt maður viti ekki hvað gerist síðan,“ segir Eva. Samkvæmt kosningarannsóknum hefur flokkshollusta minnkað á undanförnum áratugum og enn er töluverður hópur óákveðinn og svo er kosningabaráttan öll fram undan, þannig að margt gæti breyst fram að kjördegi. „Já ég held sérstaklega á vinstri vængnum. Tölur sýna líka að það er meiri flokkshollusta á hægri vængnum. Þar eru líka færri flokkar um að velja. Á meðan þeir sem kjósa vinstri flokkanna eru minna flokkshollir. Þeir eru tilbúnari að refsa sínum flokkum og þeir hafa náttúrlega líka fleiri valkosti. Þannig að ég held að það geti orðið töluverð hreyfing út frá miðju til vinstri en kannski minna hinum megin við, það er hægra megin. Miðað við flokkshollustu og trygglyndi kjósendanna.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30