Draumur eða veruleiki: Lán til bílakaupa með 1,69% ársvöxtum Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. október 2017 07:00 Ég bjó lengi í Þýzkalandi, og er þar enn með annan fótinn. Fæ því ýmis tilboð frá bönkum og þjónustuaðilum þar á netinu. Á dögunum var mér boðið neyzlulán, t.a.m. til bílakaupa, allt að EUR 50.000,00, með 1,69% ársvöxtum. Í Evrópu, þar sem evran ræður ríkjum, með sínum stöðugleika, öryggi og þyngd, er þetta veruleiki, en hér á Íslandi getur þetta aldrei orðið nema draumur, sem ekki getur ræzt, svo lengi sem gjaldmiðlaverkfærið okkar er króna. Menn skyldu ekki halda, að það sé eitthvað sérstaklega íslenzkt við krónuna, eitthvað, sem tengist þjóðerni okkar eða sjálfstæði. Krónan er aðeins íslenzk af því að við Íslendingar höfum notað hana sem gjaldmiðil. Þetta er aðeins verkfæri fyrir greiðslur og miðlun fjár. Svipað og þumlungur, metri, únsa eða kíló fyrir lengd og þyngd. Ef ég keypti bíl í Þýzkalandi á 6 milljónir króna og greiddi lánið til baka með 6 árlegum afborgunum, væri vaxtabyrðin, allan tímann, 355.000,00 krónur. Fyrir svona bílalán hér á Íslandi eru vextir 9,0%. Fyrir sama lán til sama tíma væru heildarvextir hér þannig 1.890.000,00 krónur! Mismunur hvorki meira né minna en 1.535.000,00 krónur! Ef hér væri evra og evrukjör, í stað krónu og krónukjara, hefði ég getað sparað mér 256.000,00 á ári, bara á bílalánsvöxtum! Væntumþykja margra á krónunni er óskiljanleg. Þetta er einver tilfinningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skynsemi, rök eða staðreyndir að gera. Nú er það svo, að lántakendur, þeir, sem þurfa að borga þessa vexti, eru jafnframt þeir, sem lítið eiga, oft unga fólkið, sem er að reyna að koma undir sig fótunum, og þeir, sem vaxtagreiðslurnar fá og þeirra njóta, eru fjármagnseigendur, sem, alla jafna, eru efnamenn fyrir. Krónan og stjórnun Seðlabanka á henni gerir því þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari í stöðugum og stórfelldum mæli. Er þetta virkilega það, sem landsmenn vilja!? 25 Evrópuþjóðir hafa nú þegar hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna, til að njóta kosta evrunnar; Stöðugleika, langtímaöryggis og lágra vaxta. Ýmis úrtölu- og þröngsýnisöfl – líkt og þegar hundruð bænda riðu til Reykjavíkur í byrjun síðustu aldar til að mótmæla símasambandi við útlönd – eru að reyna að hræða fólk með því, að við séum að fórna sjálfstæði okkar með ESB-aðild. Þetta er út í hött og algjör firra. Við erum nú þegar búin að skuldbinda okkur, nánast eins og verða má, hvað varðar ESB-aðild. Þetta gerðum við fyrir 25 árum með EES- samningnum. Skv. honum erum við aðilar að fjórfrelsinu svonefnda, sem (1) opnar Ísland fyrir íbúum allra 28 ESB-landanna, varðandi ferðir, búsetu og atvinnu. Við höfum á sama hátt frjálsan aðgang að löndunum 28, ekki bara til frjálsra og vegabréfslausra ferðalaga, heldur líka til búsetu og starfa.(2) EES-samningurinn veitir jafnframt ESB-löndunum 28 frjálsan, ótakmarkaðan og tollalausan aðgang að íslenskum markaði, á sama hátt og við höfum sama aðgang að ESB-mörkuðunum.(3) EES-samningurinn veitir þjónustufyrirtækjum ESB-landanna frjálsan aðgang að íslenzkum þjónustumarkaði. Nær þetta til t.a.m. símaþjónustu, orkuþjónustu og tryggingarþjónustu. Kosti þessa ESB-þjónustuframboðs getum við hins vegar ekki nýtt okkur, vegna þess, að enginn þjónustuaðili í Evrópu hefur áhuga á að bjóða þjónustu sína í krónum.(4) Á sama hátt veitir EES-samningurinn ESB-þjóðunum frjálsan aðgang að íslenzkum banka- og fjármálamarkaði. Hér er sama saga. Enginn ESB-banki hefur áhuga á að gera hér viðskipti í krónum. Með fullri ESB-aðild og evru væri fjórfrelsisskuldbindingin óbreytt, en við myndum þá fá inn ESB-þjónustu og -bankafyrirgreiðslu , sem örugglega myndi lækka allan slíkan kostnað verulega eða stórlega, öllum Íslendingum til góða. Með ESB-aðild gætum við líka haft virk áhrif á þróun Evrópu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ég bjó lengi í Þýzkalandi, og er þar enn með annan fótinn. Fæ því ýmis tilboð frá bönkum og þjónustuaðilum þar á netinu. Á dögunum var mér boðið neyzlulán, t.a.m. til bílakaupa, allt að EUR 50.000,00, með 1,69% ársvöxtum. Í Evrópu, þar sem evran ræður ríkjum, með sínum stöðugleika, öryggi og þyngd, er þetta veruleiki, en hér á Íslandi getur þetta aldrei orðið nema draumur, sem ekki getur ræzt, svo lengi sem gjaldmiðlaverkfærið okkar er króna. Menn skyldu ekki halda, að það sé eitthvað sérstaklega íslenzkt við krónuna, eitthvað, sem tengist þjóðerni okkar eða sjálfstæði. Krónan er aðeins íslenzk af því að við Íslendingar höfum notað hana sem gjaldmiðil. Þetta er aðeins verkfæri fyrir greiðslur og miðlun fjár. Svipað og þumlungur, metri, únsa eða kíló fyrir lengd og þyngd. Ef ég keypti bíl í Þýzkalandi á 6 milljónir króna og greiddi lánið til baka með 6 árlegum afborgunum, væri vaxtabyrðin, allan tímann, 355.000,00 krónur. Fyrir svona bílalán hér á Íslandi eru vextir 9,0%. Fyrir sama lán til sama tíma væru heildarvextir hér þannig 1.890.000,00 krónur! Mismunur hvorki meira né minna en 1.535.000,00 krónur! Ef hér væri evra og evrukjör, í stað krónu og krónukjara, hefði ég getað sparað mér 256.000,00 á ári, bara á bílalánsvöxtum! Væntumþykja margra á krónunni er óskiljanleg. Þetta er einver tilfinningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skynsemi, rök eða staðreyndir að gera. Nú er það svo, að lántakendur, þeir, sem þurfa að borga þessa vexti, eru jafnframt þeir, sem lítið eiga, oft unga fólkið, sem er að reyna að koma undir sig fótunum, og þeir, sem vaxtagreiðslurnar fá og þeirra njóta, eru fjármagnseigendur, sem, alla jafna, eru efnamenn fyrir. Krónan og stjórnun Seðlabanka á henni gerir því þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari í stöðugum og stórfelldum mæli. Er þetta virkilega það, sem landsmenn vilja!? 25 Evrópuþjóðir hafa nú þegar hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna, til að njóta kosta evrunnar; Stöðugleika, langtímaöryggis og lágra vaxta. Ýmis úrtölu- og þröngsýnisöfl – líkt og þegar hundruð bænda riðu til Reykjavíkur í byrjun síðustu aldar til að mótmæla símasambandi við útlönd – eru að reyna að hræða fólk með því, að við séum að fórna sjálfstæði okkar með ESB-aðild. Þetta er út í hött og algjör firra. Við erum nú þegar búin að skuldbinda okkur, nánast eins og verða má, hvað varðar ESB-aðild. Þetta gerðum við fyrir 25 árum með EES- samningnum. Skv. honum erum við aðilar að fjórfrelsinu svonefnda, sem (1) opnar Ísland fyrir íbúum allra 28 ESB-landanna, varðandi ferðir, búsetu og atvinnu. Við höfum á sama hátt frjálsan aðgang að löndunum 28, ekki bara til frjálsra og vegabréfslausra ferðalaga, heldur líka til búsetu og starfa.(2) EES-samningurinn veitir jafnframt ESB-löndunum 28 frjálsan, ótakmarkaðan og tollalausan aðgang að íslenskum markaði, á sama hátt og við höfum sama aðgang að ESB-mörkuðunum.(3) EES-samningurinn veitir þjónustufyrirtækjum ESB-landanna frjálsan aðgang að íslenzkum þjónustumarkaði. Nær þetta til t.a.m. símaþjónustu, orkuþjónustu og tryggingarþjónustu. Kosti þessa ESB-þjónustuframboðs getum við hins vegar ekki nýtt okkur, vegna þess, að enginn þjónustuaðili í Evrópu hefur áhuga á að bjóða þjónustu sína í krónum.(4) Á sama hátt veitir EES-samningurinn ESB-þjóðunum frjálsan aðgang að íslenzkum banka- og fjármálamarkaði. Hér er sama saga. Enginn ESB-banki hefur áhuga á að gera hér viðskipti í krónum. Með fullri ESB-aðild og evru væri fjórfrelsisskuldbindingin óbreytt, en við myndum þá fá inn ESB-þjónustu og -bankafyrirgreiðslu , sem örugglega myndi lækka allan slíkan kostnað verulega eða stórlega, öllum Íslendingum til góða. Með ESB-aðild gætum við líka haft virk áhrif á þróun Evrópu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar