Lögreglustjóri Katalóníu sakaður um uppreisnaráróður gegn spænska ríkinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 10:38 Josep Lluis Trapero, lögreglustjóri Katalóníu. Vísir/EPA Josep Lluis Trapero, lögreglustjóri í Katalóníu, verður færður fyrir dómara í Madrid vegna gruns um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Er lögreglusveit hans, Mossos d‘Esquadra, sökuð um að brugðist þegar vernda þurfti spænsku lögregluna frá mótmælendum þann 1. október síðastliðinn. Vitnisburður lögreglustjórans mun eiga sér stað við glæpadómstól Spánar í Madrid. Er lögregla Katalóníu sem fyrr segir sökuð um að bregðast skyldu sinni við að aðstoða spænsku lögregluna við að hafa hemil á þeim þúsundum mótmælenda sem hafa barist fyrir sjálfstæði Katalóníu. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.90% vildu sjálfstæði Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda kaus með sjálfstæðu Katalóníu frá Spáni í atkvæðagreiðslu síðastliðna helgi. Jordi Turull, talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu, tjáði fjölmiðlum ytra snemma að morgni mánudags 2. október að 90 prósent af þeim 2,26 milljónum Katalóna, sem greiddu atkvæði í kosningunum á sunnudag, hefðu kosið „já“. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum síðastliðinn sunnudag og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona þar sem Charles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Þing Katalóníu hyggst koma saman á mánudag, þrátt fyrir að stjórnarskrárréttur Spánar hafi bannað það. Forseti Katalóníu hefur heitið því að þingið muni ræða sjálfstæðisyfirlýsingu á næstu dögum en en forsætisráðherra Spánar segir að slíkt myndi einungis valda meiri skaða. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00 Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Meina þingi Katalóníu að koma saman Forseti Katalóníu ætlaði að fara fram á að þingið lýsti yfir sjálfstæði á mánudaginn. 5. október 2017 13:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Sjá meira
Josep Lluis Trapero, lögreglustjóri í Katalóníu, verður færður fyrir dómara í Madrid vegna gruns um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Er lögreglusveit hans, Mossos d‘Esquadra, sökuð um að brugðist þegar vernda þurfti spænsku lögregluna frá mótmælendum þann 1. október síðastliðinn. Vitnisburður lögreglustjórans mun eiga sér stað við glæpadómstól Spánar í Madrid. Er lögregla Katalóníu sem fyrr segir sökuð um að bregðast skyldu sinni við að aðstoða spænsku lögregluna við að hafa hemil á þeim þúsundum mótmælenda sem hafa barist fyrir sjálfstæði Katalóníu. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.90% vildu sjálfstæði Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda kaus með sjálfstæðu Katalóníu frá Spáni í atkvæðagreiðslu síðastliðna helgi. Jordi Turull, talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu, tjáði fjölmiðlum ytra snemma að morgni mánudags 2. október að 90 prósent af þeim 2,26 milljónum Katalóna, sem greiddu atkvæði í kosningunum á sunnudag, hefðu kosið „já“. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum síðastliðinn sunnudag og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona þar sem Charles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Þing Katalóníu hyggst koma saman á mánudag, þrátt fyrir að stjórnarskrárréttur Spánar hafi bannað það. Forseti Katalóníu hefur heitið því að þingið muni ræða sjálfstæðisyfirlýsingu á næstu dögum en en forsætisráðherra Spánar segir að slíkt myndi einungis valda meiri skaða.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00 Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Meina þingi Katalóníu að koma saman Forseti Katalóníu ætlaði að fara fram á að þingið lýsti yfir sjálfstæði á mánudaginn. 5. október 2017 13:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Sjá meira
Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00
Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00
Meina þingi Katalóníu að koma saman Forseti Katalóníu ætlaði að fara fram á að þingið lýsti yfir sjálfstæði á mánudaginn. 5. október 2017 13:49