Katrín sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í setningarræðu á landsfundi Vinstri grænna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 17:30 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún setti landsfund flokksins á Grand hótel í dag. vísir/Ernir Eyjólfsson „Gerum betur“ er slagorð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í komandi kosningum en þeir halda landsfund sinn um helgina á Grand hótel í Reykjavík. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, setti fundinn nú síðdegis og bar setningarræða hennar þess merki að þingkosningar eru eftir þrjár vikur. Katrín lét Sjálfstæðisflokkinn heyra það nokkrum sinnum í ræðu sinni en tveggja flokka ríkisstjórn væri aðeins möguleg með VG og Sjálfstæðisflokknum miðað við nýjustu kannanir. Katrín hefur ekki viljað svara því beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðismönnum en í stjórnarmyndunarviðræðum í fyrra bauð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrínu fjármálaráðuneytið. Katrín sagði að Vinstri græn heyri skýra kröfu frá fólkinu í landinu um breytta tíma og nýja ríkisstjórn sem setti hagsmuni almennings í forgang.„Þetta er flokkurinn sem leiddi hrunstjórnina, sat í Panamastjórninni“ Ísland þyrfti trausta ríkisstjórn sem vildi gera betur fyrir fólkið í landinu og þaðan væri slagorðið komið. Hún hvatti flokksmenn sína til dáða og beindi því til þeirra vera baráttuglaða og bjartsýna. Katrín gerði síðan að umtalsefni það sem mikið hefur verið rætt um síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sprakk í síðasta mánuði en það er að stöðugleika þurfi í stjórnarfar landsins. Katrín sagði þetta alveg rétt, hélt svo áfram og beindi spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum: „En það er nú samt þannig að þeir stjórnmálamenn sem tala hvað hæst og mest um stöðugleika- eru einmitt þeir sem síst hafa efni á því. Eða hvað þykjast þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins geta sagt kjósendum um pólitískan stöðugleika? Þetta er flokkurinn sem leiddi hrunstjórnina, sat í Panamastjórninni og leiddi nú síðast þá stjórn sem starfaði svo stutt að ekkert nafn hafði fundist á hana. Hver er lykillinn að pólitískum stöðugleika? Ef þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins væru spurðir væri svarið líklega: „stórir og sterkir stjórnmálaflokkar“ - og já, þeir verða víst helst að vera gamlir líka. Og íhaldssamir. Óstöðugleikinn er alltaf einhverjum öðrum að kenna. Hvernig væri að líta í eigin barm? Staðreyndin er sú að pólitískur stöðugleiki á Íslandi nútímans næst ekki með gamaldags frekjupólitík; pólitík þar sem „stórir og sterkir flokkar“ berja öll mál í gegn með offorsi og yfirgangi án þess að hlusta á gagnrýni eða aðrar raddir og helst með minnsta mögulega meirihluta. Þetta er vond og úrelt hugmynd og auðvitað springur slík ríkisstjórn!“ sagði Katrín.Breyttir tímar kalli á breytta pólitík Hún sagði breytta tíma kalla á breytta pólitík og sagði lykilinn að pólitískum stöðugleika vera breytt vinnubrögð og að stjórna landinu af skynsemi og yfirvegun. Það væri ákall almennings. „Og þetta er ákall sem við Vinstri græn ætlum að svara. Við bjóðum betri forystu fyrir Ísland, og allt aðrar áherslur en við höfum haft undanfarin fjögur ár, forystu sem gerir betur og getur komið á alvöru pólitískum stöðugleika. Ekki stöðugleika sem byggir á því að festa ranglæti í sess heldur stöðugleika sem byggist á samfélagslegri sátt. Félagslegum stöðugleika.“ Katrín lýsti því síðan í ræðu sinni hvernig Vinstri græn vilja byggja upp inniviði landsins fái þau til þess umboð í komandi kosningum. Nefndi hún sérstaklega heilbrigðiskerfið, menntamálin, samgöngur, raforkuöryggi og fjarskipti. Hún sendi Sjálfstæðismönnum síðan tóninn á ný: „Kæru vinir, hugmyndasnauðir hægrimenn munu halda því fram að þetta sé ekki hægt; það sé bara ekki til nóg af peningum. Hvernig? segja þeir. Hver á að borga? Þarf ekki að hækka skatta á almenning og fyrirtæki til að standa undir þessari stefnu? Og reyndar eru þeir þegar byrjaðir með hræðsluáróður um skattahækkanir vinstrimanna. Sjálfur skattaflokkurinn. Því hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert annað en að hækka skatta á almenning? Eða var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn í félagi við Framsókn sem hækkaði virðisaukaskatt á matvæli á síðasta kjörtímabili? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn og fylgitungl hans sem boða nú veggjöld í massavís? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ætlaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu? Sjálfstæðisflokkurinn getur lítið sagt um aðra. Hann er skattaflokkur. En við munum ekki hækka skatta á almenning í landinu heldur munum við reka sanngjarna skattastefnu; með því að innheimta afnotagjöld af auðlindum og fá þá allra tekjuhæstu og eignamestu um að leggja aðeins meira til eins og tíðkast nú flestum skattkerfum í kringum okkur.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Gerum betur“ er slagorð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í komandi kosningum en þeir halda landsfund sinn um helgina á Grand hótel í Reykjavík. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, setti fundinn nú síðdegis og bar setningarræða hennar þess merki að þingkosningar eru eftir þrjár vikur. Katrín lét Sjálfstæðisflokkinn heyra það nokkrum sinnum í ræðu sinni en tveggja flokka ríkisstjórn væri aðeins möguleg með VG og Sjálfstæðisflokknum miðað við nýjustu kannanir. Katrín hefur ekki viljað svara því beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðismönnum en í stjórnarmyndunarviðræðum í fyrra bauð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrínu fjármálaráðuneytið. Katrín sagði að Vinstri græn heyri skýra kröfu frá fólkinu í landinu um breytta tíma og nýja ríkisstjórn sem setti hagsmuni almennings í forgang.„Þetta er flokkurinn sem leiddi hrunstjórnina, sat í Panamastjórninni“ Ísland þyrfti trausta ríkisstjórn sem vildi gera betur fyrir fólkið í landinu og þaðan væri slagorðið komið. Hún hvatti flokksmenn sína til dáða og beindi því til þeirra vera baráttuglaða og bjartsýna. Katrín gerði síðan að umtalsefni það sem mikið hefur verið rætt um síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sprakk í síðasta mánuði en það er að stöðugleika þurfi í stjórnarfar landsins. Katrín sagði þetta alveg rétt, hélt svo áfram og beindi spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum: „En það er nú samt þannig að þeir stjórnmálamenn sem tala hvað hæst og mest um stöðugleika- eru einmitt þeir sem síst hafa efni á því. Eða hvað þykjast þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins geta sagt kjósendum um pólitískan stöðugleika? Þetta er flokkurinn sem leiddi hrunstjórnina, sat í Panamastjórninni og leiddi nú síðast þá stjórn sem starfaði svo stutt að ekkert nafn hafði fundist á hana. Hver er lykillinn að pólitískum stöðugleika? Ef þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins væru spurðir væri svarið líklega: „stórir og sterkir stjórnmálaflokkar“ - og já, þeir verða víst helst að vera gamlir líka. Og íhaldssamir. Óstöðugleikinn er alltaf einhverjum öðrum að kenna. Hvernig væri að líta í eigin barm? Staðreyndin er sú að pólitískur stöðugleiki á Íslandi nútímans næst ekki með gamaldags frekjupólitík; pólitík þar sem „stórir og sterkir flokkar“ berja öll mál í gegn með offorsi og yfirgangi án þess að hlusta á gagnrýni eða aðrar raddir og helst með minnsta mögulega meirihluta. Þetta er vond og úrelt hugmynd og auðvitað springur slík ríkisstjórn!“ sagði Katrín.Breyttir tímar kalli á breytta pólitík Hún sagði breytta tíma kalla á breytta pólitík og sagði lykilinn að pólitískum stöðugleika vera breytt vinnubrögð og að stjórna landinu af skynsemi og yfirvegun. Það væri ákall almennings. „Og þetta er ákall sem við Vinstri græn ætlum að svara. Við bjóðum betri forystu fyrir Ísland, og allt aðrar áherslur en við höfum haft undanfarin fjögur ár, forystu sem gerir betur og getur komið á alvöru pólitískum stöðugleika. Ekki stöðugleika sem byggir á því að festa ranglæti í sess heldur stöðugleika sem byggist á samfélagslegri sátt. Félagslegum stöðugleika.“ Katrín lýsti því síðan í ræðu sinni hvernig Vinstri græn vilja byggja upp inniviði landsins fái þau til þess umboð í komandi kosningum. Nefndi hún sérstaklega heilbrigðiskerfið, menntamálin, samgöngur, raforkuöryggi og fjarskipti. Hún sendi Sjálfstæðismönnum síðan tóninn á ný: „Kæru vinir, hugmyndasnauðir hægrimenn munu halda því fram að þetta sé ekki hægt; það sé bara ekki til nóg af peningum. Hvernig? segja þeir. Hver á að borga? Þarf ekki að hækka skatta á almenning og fyrirtæki til að standa undir þessari stefnu? Og reyndar eru þeir þegar byrjaðir með hræðsluáróður um skattahækkanir vinstrimanna. Sjálfur skattaflokkurinn. Því hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert annað en að hækka skatta á almenning? Eða var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn í félagi við Framsókn sem hækkaði virðisaukaskatt á matvæli á síðasta kjörtímabili? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn og fylgitungl hans sem boða nú veggjöld í massavís? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ætlaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu? Sjálfstæðisflokkurinn getur lítið sagt um aðra. Hann er skattaflokkur. En við munum ekki hækka skatta á almenning í landinu heldur munum við reka sanngjarna skattastefnu; með því að innheimta afnotagjöld af auðlindum og fá þá allra tekjuhæstu og eignamestu um að leggja aðeins meira til eins og tíðkast nú flestum skattkerfum í kringum okkur.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira