Boðað til mótmæla gegn sjálfstæði Katalóníu í dag Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 08:06 Mótmælendur í Oviedo lýstu stuðningi við einingu Spánar með áletrun á þjóðfánanum í gær. Vísir/AFP Mótmæli hafa verið boðuð í Madrid, höfuðborg Spánar, og fleiri borgum gegn sjálfstæði Katalóna í dag. Fyrrverandi leiðtogi héraðsstjórnarinnar í Katalóníu segir héraðið ekki tilbúið fyrir raunverulegt sjálfstæði ennþá. Alls eru 90% þeirra 2,3 milljóna Katalóna sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði sem fór fram á sunnudag sögð hafa samþykkt að lýsa yfir sjálfstæði. Spænska landsstjórnin hefur lýst atkvæðagreiðsluna ólöglega. Framkvæmd hennar hefur einnig verið gagnrýnd en spænsk yfirvöld lögðu einnig hald á fjölda kjörkassa. Artur Mas, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, segir við Financial Times að hann telji héraðið enn ekki tilbúið fyrir raunverulegt sjálfstæði þó að hann trúi því að það hafi unnið sér inn réttinn til þess að lýsa því yfir.Gætu haldið að sér höndum í biliÓljóst er hver næstu skref verða í átökum katalónsku héraðsstjórnarinnar gegn landsstjórninni. Rætt hafði verið um að héraðsþingið myndi lýsa yfir sjálfstæði á mánudag þegar það kemur saman. Stjórnlagadómstóll Spánar bannaði hins vegar þingfundinn. Nú er talið að Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ávarpi þingið á þriðjudag og gefi skýrslu um stjórnmálaástandið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari BBC á Spáni segir að stjórnarmálakreppa blasi við í landinu lýsi Katalónar einhliða yfir sjálfstæði eða ef stjórnvöld í Madrid ákveða að svipta héraðsstjórnina sjálfsstjórn. Merki séu þó um að yfirvöld bæði í Barcelona og Madrid muni halda að sér höndum í bili. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Mótmæli hafa verið boðuð í Madrid, höfuðborg Spánar, og fleiri borgum gegn sjálfstæði Katalóna í dag. Fyrrverandi leiðtogi héraðsstjórnarinnar í Katalóníu segir héraðið ekki tilbúið fyrir raunverulegt sjálfstæði ennþá. Alls eru 90% þeirra 2,3 milljóna Katalóna sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði sem fór fram á sunnudag sögð hafa samþykkt að lýsa yfir sjálfstæði. Spænska landsstjórnin hefur lýst atkvæðagreiðsluna ólöglega. Framkvæmd hennar hefur einnig verið gagnrýnd en spænsk yfirvöld lögðu einnig hald á fjölda kjörkassa. Artur Mas, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, segir við Financial Times að hann telji héraðið enn ekki tilbúið fyrir raunverulegt sjálfstæði þó að hann trúi því að það hafi unnið sér inn réttinn til þess að lýsa því yfir.Gætu haldið að sér höndum í biliÓljóst er hver næstu skref verða í átökum katalónsku héraðsstjórnarinnar gegn landsstjórninni. Rætt hafði verið um að héraðsþingið myndi lýsa yfir sjálfstæði á mánudag þegar það kemur saman. Stjórnlagadómstóll Spánar bannaði hins vegar þingfundinn. Nú er talið að Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ávarpi þingið á þriðjudag og gefi skýrslu um stjórnmálaástandið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari BBC á Spáni segir að stjórnarmálakreppa blasi við í landinu lýsi Katalónar einhliða yfir sjálfstæði eða ef stjórnvöld í Madrid ákveða að svipta héraðsstjórnina sjálfsstjórn. Merki séu þó um að yfirvöld bæði í Barcelona og Madrid muni halda að sér höndum í bili.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira