Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. október 2017 11:59 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar voru mjög samstíga í stjórnarmyndunarviðræðunum í janúar á þessu ári. Vísir/Anton Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. Í núverandi kosningafyrirkomulagi, sem komið var á í stjórnarskrárbreytingum árið 1999 fá flokkar ekki jöfnunarþingmenn nema þeir nái 5 prósent lágmarksatkvæðamagni en reglan kom fyrst til framkvæmda í þingkosningunum fjórum árum síðar. Flokkar þurfa að fá að minnsta kosti 10 prósent fylgi til að ná kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar nítján dagar eru til kosninga virðist fylgi þeirra tólf flokka sem bjóða fram á talsverðri hreyfingu. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru sem fyrr að mælast með langmest fylgi. Vinstri græn eru stærsti flokkur landsins en flokkurinn fékk 28,2 prósent í könnun Morgunblaðsins á laugardag og 28,6 prósent í könnun Fréttablaðsins 4. október. Sjálfstæðiflokkurinn er að mælast með 20-23 prósent í þessum könnunum sem er talsvert frá kjarnafylgi flokksins. Verði úrslit kosninganna í samræmi við þessar kannanir þá verður það versta útkoma í kosningum í sögu Sjálfstæðisflokksins. Lakasta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið var í alþingiskosningunum 2009 þegar flokkurinn fékk 23,7 prósent. Þess skal þó getið Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirleitt fengið talsvert meira í kosningum en hann hefur mælst með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsEva Heiða Önnudóttir doktor í stjórnmálafræði segir að staðan sé galopin fyrir kosningarnar. „Samkvæmt þessum könnunum sem við höfum séð undanfarna tíu daga eru tveir stórir turnar í íslenskum stjórnmálum á sitt hvorum vængnum, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn. Fallbaráttan er í raun á miðjunni og þá er ég að tala um flokka eins og Viðreisn og Bjarta framtíð og svo hefur Framsókn verið að mælast töluvert lágt. Maður sér heilmikla hreyfingu á hægri og vinstri vængnum. Það er ólíkt því sem verið hefur áður þegar það hefur yfirleitt verið meiri hreyfing á vinstir vængnum. Núna sjáum við það báðum megin,“ segir Eva Heiða.Miðflokkurinn á siglingu Miðflokkurinn, hugarfóstur Sigmundar Davíðs Gunnlaugsonar, var formlega settur á laggirnar á stofnfundi í gær. Flokkurinn mælist með meira en 10 prósenta fylgi í skoðanakönnunum þrátt fyrir að vera nýstofnaður en flokkurinn hefur ekki ennþá kynnt framboðslista fyrir kosningarnar. Eva Heiða segir að þessi mikli stuðningur við Miðflokkinn hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur örugglega ekki stuðningsmönnum Sigmundar Davíðs á óvart en það kom mér sem stjórnmálafræðingi töluvert á óvart að það væri svona mikið þótt ég vissi að hann nyti talsverðs persónufylgis,“ segir hún. Samfylkingin hefur verið að mælast yfir 10 prósentum en flokkurinn mældist með 10,8 prósent í könnun Morgunblaðsins 7. október og 10,5 prósent í könnun Fréttablaðsins 4. október. Framsókn virðist hafa tapað fylgi yfir til Miðflokksins og á í hættu að þurrkast út en flokkurinn hefur fengið 5,5 prósent í þessum könnunum. Píratar hafa verið að mælast með 9-11 prósenta fylgi. Fylgi Flokks fólksins, sem fyrst bauð fram í alþingiskosningunum í fyrra, hefur dalað nokkuð en flokkurinn mældist með 5,8 prósent í könnun Fréttablaðsins 4. október en 9 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sl. laugardag. Viðreisn og Björt framtíð gætu þurrkast útViðreisn og Björt framtíð eru ekki að mælast yfir 5 prósenta þröskuldinum. Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup mældist Viðreisn með 3,6 prósent en Björt framtíð 4,6 prósent. Í könnun Fréttablaðsins 4. október var Viðreisn með 3 prósent en Björt framtíð 2,6 prósent. Að framansögðu er ljóst að þessir flokkar eiga í talsverðri hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október næstkomandi. Athugun fréttastofu leiddi í ljós að afar fátítt sé að flokkar hafi mælst með lítið fylgi rétt fyrir kosningar en síðan náð vopnum sínum og endurheimt fylgi rétt fyrir kjördag. Á síðasta ári var Björt framtíð að mælast með lítið fylgi framan af ári en síðan tók fylgi flokksins stökk eftir að forystumenn flokksins lögðust gegn Búvörusamningunum á Alþingi. Flokkurinn fékk 7,2 prósent í kosningunum í október 2016 og fjóra þingmenn kjörna.Alþýðuflokkurinn glímdi við klofningsframboð Í alþingiskosningunum 1999, áður en 5 prósenta reglan tók gildi, fékk Frjálslyndi flokkurinn 4,2 prósent og tvo þingmenn kjörna eftir að hafa mælst með lítið fylgi í könnunum rétt fyrir kosningar. Þetta gerðist einnig fyrir alþingiskosningarnar 1995 þegar Alþýðuflokkurinn hafði mælst með lítið fylgi í könnunum en flokkurinn fékk 11,4 prósenta fylgi í kosningunum og sjö menn kjörna. Sú sérstaka staða var hins vegar uppi að haustið 1994 varð klofningur í flokknum þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Ágúst Einarsson stofnuðu Þjóðvaka og tók sá flokkur strax nokkuð fylgi frá Alþýðuflokknum. Hvorki Björt framtíð né Viðreisn hafa þurft að glíma við eitthvað sambærilegt. Þá er staða flokkanna talsvert ólík. Alþýðuflokkurinn var jafnaðarmannaflokkur djúpar rætur í íslensku samfélagi og kjarnafylgi en Björt framtíð og Viðreisn eru tiltölulega nýir stjórnmálaflokkar í sögulegu tilliti. Eva Heiða Önnudóttir segir að ennþá sé tími fyrir flokkanna að koma málum á dagskrá til að hreyfa við fylginu enda nítján dagar til kosninga.Hvað þarf að breytast hjá Viðreisn og Bjartri framtíð svo þessir flokkar þurrkist ekki út í kosningunum?„Það er erfitt að segja. Maður þarf bara að sjá hvernig kosningabaráttunni vindur fram, hvort þessir flokkar nái að setja sín mál á dagskrá og hvort kjósendum finnist það verða trúverðugt. Það verður mjög áhugavert að sjá kannanir núna eftir leiðtogaþáttinn á RÚV í gær. Mögulega sækja þessir flokkar eitthvað í sig veðrið en það mjög erfitt að spá fyrir um það núna.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Sjá meira
Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. Í núverandi kosningafyrirkomulagi, sem komið var á í stjórnarskrárbreytingum árið 1999 fá flokkar ekki jöfnunarþingmenn nema þeir nái 5 prósent lágmarksatkvæðamagni en reglan kom fyrst til framkvæmda í þingkosningunum fjórum árum síðar. Flokkar þurfa að fá að minnsta kosti 10 prósent fylgi til að ná kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar nítján dagar eru til kosninga virðist fylgi þeirra tólf flokka sem bjóða fram á talsverðri hreyfingu. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru sem fyrr að mælast með langmest fylgi. Vinstri græn eru stærsti flokkur landsins en flokkurinn fékk 28,2 prósent í könnun Morgunblaðsins á laugardag og 28,6 prósent í könnun Fréttablaðsins 4. október. Sjálfstæðiflokkurinn er að mælast með 20-23 prósent í þessum könnunum sem er talsvert frá kjarnafylgi flokksins. Verði úrslit kosninganna í samræmi við þessar kannanir þá verður það versta útkoma í kosningum í sögu Sjálfstæðisflokksins. Lakasta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið var í alþingiskosningunum 2009 þegar flokkurinn fékk 23,7 prósent. Þess skal þó getið Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirleitt fengið talsvert meira í kosningum en hann hefur mælst með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsEva Heiða Önnudóttir doktor í stjórnmálafræði segir að staðan sé galopin fyrir kosningarnar. „Samkvæmt þessum könnunum sem við höfum séð undanfarna tíu daga eru tveir stórir turnar í íslenskum stjórnmálum á sitt hvorum vængnum, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn. Fallbaráttan er í raun á miðjunni og þá er ég að tala um flokka eins og Viðreisn og Bjarta framtíð og svo hefur Framsókn verið að mælast töluvert lágt. Maður sér heilmikla hreyfingu á hægri og vinstri vængnum. Það er ólíkt því sem verið hefur áður þegar það hefur yfirleitt verið meiri hreyfing á vinstir vængnum. Núna sjáum við það báðum megin,“ segir Eva Heiða.Miðflokkurinn á siglingu Miðflokkurinn, hugarfóstur Sigmundar Davíðs Gunnlaugsonar, var formlega settur á laggirnar á stofnfundi í gær. Flokkurinn mælist með meira en 10 prósenta fylgi í skoðanakönnunum þrátt fyrir að vera nýstofnaður en flokkurinn hefur ekki ennþá kynnt framboðslista fyrir kosningarnar. Eva Heiða segir að þessi mikli stuðningur við Miðflokkinn hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur örugglega ekki stuðningsmönnum Sigmundar Davíðs á óvart en það kom mér sem stjórnmálafræðingi töluvert á óvart að það væri svona mikið þótt ég vissi að hann nyti talsverðs persónufylgis,“ segir hún. Samfylkingin hefur verið að mælast yfir 10 prósentum en flokkurinn mældist með 10,8 prósent í könnun Morgunblaðsins 7. október og 10,5 prósent í könnun Fréttablaðsins 4. október. Framsókn virðist hafa tapað fylgi yfir til Miðflokksins og á í hættu að þurrkast út en flokkurinn hefur fengið 5,5 prósent í þessum könnunum. Píratar hafa verið að mælast með 9-11 prósenta fylgi. Fylgi Flokks fólksins, sem fyrst bauð fram í alþingiskosningunum í fyrra, hefur dalað nokkuð en flokkurinn mældist með 5,8 prósent í könnun Fréttablaðsins 4. október en 9 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sl. laugardag. Viðreisn og Björt framtíð gætu þurrkast útViðreisn og Björt framtíð eru ekki að mælast yfir 5 prósenta þröskuldinum. Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup mældist Viðreisn með 3,6 prósent en Björt framtíð 4,6 prósent. Í könnun Fréttablaðsins 4. október var Viðreisn með 3 prósent en Björt framtíð 2,6 prósent. Að framansögðu er ljóst að þessir flokkar eiga í talsverðri hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október næstkomandi. Athugun fréttastofu leiddi í ljós að afar fátítt sé að flokkar hafi mælst með lítið fylgi rétt fyrir kosningar en síðan náð vopnum sínum og endurheimt fylgi rétt fyrir kjördag. Á síðasta ári var Björt framtíð að mælast með lítið fylgi framan af ári en síðan tók fylgi flokksins stökk eftir að forystumenn flokksins lögðust gegn Búvörusamningunum á Alþingi. Flokkurinn fékk 7,2 prósent í kosningunum í október 2016 og fjóra þingmenn kjörna.Alþýðuflokkurinn glímdi við klofningsframboð Í alþingiskosningunum 1999, áður en 5 prósenta reglan tók gildi, fékk Frjálslyndi flokkurinn 4,2 prósent og tvo þingmenn kjörna eftir að hafa mælst með lítið fylgi í könnunum rétt fyrir kosningar. Þetta gerðist einnig fyrir alþingiskosningarnar 1995 þegar Alþýðuflokkurinn hafði mælst með lítið fylgi í könnunum en flokkurinn fékk 11,4 prósenta fylgi í kosningunum og sjö menn kjörna. Sú sérstaka staða var hins vegar uppi að haustið 1994 varð klofningur í flokknum þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Ágúst Einarsson stofnuðu Þjóðvaka og tók sá flokkur strax nokkuð fylgi frá Alþýðuflokknum. Hvorki Björt framtíð né Viðreisn hafa þurft að glíma við eitthvað sambærilegt. Þá er staða flokkanna talsvert ólík. Alþýðuflokkurinn var jafnaðarmannaflokkur djúpar rætur í íslensku samfélagi og kjarnafylgi en Björt framtíð og Viðreisn eru tiltölulega nýir stjórnmálaflokkar í sögulegu tilliti. Eva Heiða Önnudóttir segir að ennþá sé tími fyrir flokkanna að koma málum á dagskrá til að hreyfa við fylginu enda nítján dagar til kosninga.Hvað þarf að breytast hjá Viðreisn og Bjartri framtíð svo þessir flokkar þurrkist ekki út í kosningunum?„Það er erfitt að segja. Maður þarf bara að sjá hvernig kosningabaráttunni vindur fram, hvort þessir flokkar nái að setja sín mál á dagskrá og hvort kjósendum finnist það verða trúverðugt. Það verður mjög áhugavert að sjá kannanir núna eftir leiðtogaþáttinn á RÚV í gær. Mögulega sækja þessir flokkar eitthvað í sig veðrið en það mjög erfitt að spá fyrir um það núna.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Sjá meira