Kári segir að Páll Magnússon sé hálfgerður drullusokkur Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2017 14:25 Salurinn hló dátt þegar hin afdráttar- og miskunnarlausu ummæli Kára um fyrrum undirmann hans féllu. „Ég vorkenni Vestmannaeyingum fyrir að sitja uppi með Pál Magnússon í fyrsta sæti á lista. Við Páll erum mjög góðir vinir. Ég veit þess vegna manna best hvers konar drullusokkur Páll Magnússon er.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á hádegisverðarfundi sem haldinn var á vegum BSRB. Páll Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum en Páll starfaði um hríð fyrir Íslenska erfðagreiningu, sem upplýsingafulltrúi Kára.Salurinn hló dátt Var gerður góður rómur að þessari afdráttarlausa svari Kára sem var við spurningu úr sal, hvort barnshafandi konur í Vestmannaeyjum, og annarsstaðar á landsbyggðinni, ættu allar að þurfa að bíða vikum saman í Reykjavík eftir því að fæða? Sem sagt, hvort ekki ætti að vera aðstaða til að taka á móti börnum um land allt? Barátta Kára fyrir bættu heilbrigðiskerfi, og umbúðarlausar yfirlýsingar hans í tengslum við það eru vel þekktar. En í morgun vakti athygli þegar hann beindi spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Salurinn hló en að sögn viðmælanda Vísis sem var á staðnum brá Kári ekki svip og ómögulegt um að segja hvort hann var að hafa í flimtingum meinta brotakennda skapgerð þessa fyrrum samstarfsmanns síns eða hvað.Páll í kröppum dansi Víst er að Páll á í allkröppum dansi nú í aðdraganda kosninga en í morgun setti hann fram færslu á Facebook sem hefur fallið í grýttan jarðveg. „Ég kíkti aðeins á það sem fólk var að segja á samfélagsmiðlum eftir stjórnmálaumræðurnar í RÚV í kvöld. Mér finnst þessi twitterfærsla ungrar konu segja eiginlega allt sem segja þarf um þessa eilífu armæðu og svartagallsraus sumra flokka: ''Vá ég vissi ekki að ég hefði það svona skítt sem ungur Íslendingur! Hélt ég hefði það bara fínt''.“ Víst er að ýmsir hafa áhyggjur af flótta ungs fólks af landi brott, atgervisflótta og spekileka. Páll er minntur á það að gera ekki lítið úr þeim vanda og þeim áhyggjum. Ekki sé það svo að allt ungt fólk búi við áhyggjuleysi og möguleika á Íslandi. Þannig er þungi í ummælum Páls Baldvins, öðrum fyrrverandi samstarfsmanni Páls Magnússonar, þá á Stöð 2: „Þessi ummæli þín Páll Magnússon er skelfing heimskuleg og sýna að þú ert kominn verulega úr sambandi við raunveruleikann í íslensku samfélagi. Gættu að þér nafni.“Uppfært klukkan 18:05Kára var ekki alvara með ummælum sínum. Sjá nánar hér. Kosningar 2017 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
„Ég vorkenni Vestmannaeyingum fyrir að sitja uppi með Pál Magnússon í fyrsta sæti á lista. Við Páll erum mjög góðir vinir. Ég veit þess vegna manna best hvers konar drullusokkur Páll Magnússon er.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á hádegisverðarfundi sem haldinn var á vegum BSRB. Páll Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum en Páll starfaði um hríð fyrir Íslenska erfðagreiningu, sem upplýsingafulltrúi Kára.Salurinn hló dátt Var gerður góður rómur að þessari afdráttarlausa svari Kára sem var við spurningu úr sal, hvort barnshafandi konur í Vestmannaeyjum, og annarsstaðar á landsbyggðinni, ættu allar að þurfa að bíða vikum saman í Reykjavík eftir því að fæða? Sem sagt, hvort ekki ætti að vera aðstaða til að taka á móti börnum um land allt? Barátta Kára fyrir bættu heilbrigðiskerfi, og umbúðarlausar yfirlýsingar hans í tengslum við það eru vel þekktar. En í morgun vakti athygli þegar hann beindi spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Salurinn hló en að sögn viðmælanda Vísis sem var á staðnum brá Kári ekki svip og ómögulegt um að segja hvort hann var að hafa í flimtingum meinta brotakennda skapgerð þessa fyrrum samstarfsmanns síns eða hvað.Páll í kröppum dansi Víst er að Páll á í allkröppum dansi nú í aðdraganda kosninga en í morgun setti hann fram færslu á Facebook sem hefur fallið í grýttan jarðveg. „Ég kíkti aðeins á það sem fólk var að segja á samfélagsmiðlum eftir stjórnmálaumræðurnar í RÚV í kvöld. Mér finnst þessi twitterfærsla ungrar konu segja eiginlega allt sem segja þarf um þessa eilífu armæðu og svartagallsraus sumra flokka: ''Vá ég vissi ekki að ég hefði það svona skítt sem ungur Íslendingur! Hélt ég hefði það bara fínt''.“ Víst er að ýmsir hafa áhyggjur af flótta ungs fólks af landi brott, atgervisflótta og spekileka. Páll er minntur á það að gera ekki lítið úr þeim vanda og þeim áhyggjum. Ekki sé það svo að allt ungt fólk búi við áhyggjuleysi og möguleika á Íslandi. Þannig er þungi í ummælum Páls Baldvins, öðrum fyrrverandi samstarfsmanni Páls Magnússonar, þá á Stöð 2: „Þessi ummæli þín Páll Magnússon er skelfing heimskuleg og sýna að þú ert kominn verulega úr sambandi við raunveruleikann í íslensku samfélagi. Gættu að þér nafni.“Uppfært klukkan 18:05Kára var ekki alvara með ummælum sínum. Sjá nánar hér.
Kosningar 2017 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira