Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2017 06:00 Sorgin heltók þennan Rohingja-múslima þegar hann sat yfir líki ungrar dóttur sinnar sem hafði drukknað á leiðinni frá Mjanmar til Bangladess, en nokkur börn voru á meðal þeirra sem létust þegar bátnum hvolfdi. Nordicphotos/AFP Talið er að um sextíu flóttamenn af þjóðflokki Rohingja hafi farist þegar báti þeirra hvolfdi við strönd Bangladess. Rohingjarnir voru að reyna að flýja til Bangladess frá Mjanmar en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum gerir ríkisstjórn Mjanmar um þessar mundir þjóðernishreinsanir á Rohingjum, sem eru múslimar, í Rakhine-héraði ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá slysinu í gær og sagði talsmaður þeirra að staðfest væri að 23 hefðu farist. Fjörutíu væri enn saknað og þeir því taldir af. Tugir til viðbótar hafa dáið undanfarnar vikur á leiðinni til Bangladess en nærri hálf milljón Rohingja hefur flúið til ríkisins frá því átök brutust út í Rakhine-héraði þann 25. ágúst síðastliðinn. Gerðu skæruliðar úr röðum Rohingja þá árás á herstöð og svöruðu jafnt almennir borgarar, sem flestir eru búddistar, og hermenn árásinni með því að brenna bæi Rohingja og taka þá af lífi án dóms og laga, að því er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur haldið fram. Rohingjar hafa lengi sætt mismunun í Mjanmar. Er þeim neitað um ríkisborgararétt og þeir álitnir ólöglegir innflytjendur, burtséð frá því hvort þeir hafi fæðst í Mjanmar eða ekki. Joel Millman, talsmaður Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar, sagði í samtali við BBC í gær að um áttatíu hefðu verið í bátnum. „Þeir sem lifðu slysið af segjast hafa verið í sjónum í alla nótt, án matar og drykkjar,“ sagði Millman og bætti því við að nokkur börn hefðu verið á meðal hinna látnu. Í samtali við Reuters sagði Abdul Kalam, einn flóttamannanna að eiginkona hans, tvö börn og eitt barnabarn hefðu drukknað. Þau hefðu ákveðið að flýja frá Rakhine-héraði eftir að vopnaðir búddistar stálu búfé þeirra og matarbirgðum. Greint var frá því í gær að ríkisstjórn Mjanmar hefði frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til ríkisins um viku. Skýringin var sú að slæmt veður byði ekki upp á annað. Ríkisstjórn Mjanmar hefur alfarið hafnað öllum ásökunum um að standa að þjóðernishreinsunum en alþjóðasamfélagið er á öðru máli. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði eftir því á fimmtudag að ríki heimsins ættu að hætta allri vopnasölu til Mjanmar þar til ríkisstjórnin tekur ábyrgð á gjörðum sínum. „Það ætti að koma þeim frá völdum sem hafa verið sakaðir um þessi brot og sækja þau til saka,“ sagði Haley. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, tjáði sig um ástandið á allsherjarþinginu fyrr í mánuðinum. Sagði hann að ofbeldið í Mjanmar væri orðið að algjörri martröð og kallaði eftir bættu aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka að svæðinu en eins og er er það aðgengi verulega takmarkað. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Talið er að um sextíu flóttamenn af þjóðflokki Rohingja hafi farist þegar báti þeirra hvolfdi við strönd Bangladess. Rohingjarnir voru að reyna að flýja til Bangladess frá Mjanmar en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum gerir ríkisstjórn Mjanmar um þessar mundir þjóðernishreinsanir á Rohingjum, sem eru múslimar, í Rakhine-héraði ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá slysinu í gær og sagði talsmaður þeirra að staðfest væri að 23 hefðu farist. Fjörutíu væri enn saknað og þeir því taldir af. Tugir til viðbótar hafa dáið undanfarnar vikur á leiðinni til Bangladess en nærri hálf milljón Rohingja hefur flúið til ríkisins frá því átök brutust út í Rakhine-héraði þann 25. ágúst síðastliðinn. Gerðu skæruliðar úr röðum Rohingja þá árás á herstöð og svöruðu jafnt almennir borgarar, sem flestir eru búddistar, og hermenn árásinni með því að brenna bæi Rohingja og taka þá af lífi án dóms og laga, að því er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur haldið fram. Rohingjar hafa lengi sætt mismunun í Mjanmar. Er þeim neitað um ríkisborgararétt og þeir álitnir ólöglegir innflytjendur, burtséð frá því hvort þeir hafi fæðst í Mjanmar eða ekki. Joel Millman, talsmaður Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar, sagði í samtali við BBC í gær að um áttatíu hefðu verið í bátnum. „Þeir sem lifðu slysið af segjast hafa verið í sjónum í alla nótt, án matar og drykkjar,“ sagði Millman og bætti því við að nokkur börn hefðu verið á meðal hinna látnu. Í samtali við Reuters sagði Abdul Kalam, einn flóttamannanna að eiginkona hans, tvö börn og eitt barnabarn hefðu drukknað. Þau hefðu ákveðið að flýja frá Rakhine-héraði eftir að vopnaðir búddistar stálu búfé þeirra og matarbirgðum. Greint var frá því í gær að ríkisstjórn Mjanmar hefði frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til ríkisins um viku. Skýringin var sú að slæmt veður byði ekki upp á annað. Ríkisstjórn Mjanmar hefur alfarið hafnað öllum ásökunum um að standa að þjóðernishreinsunum en alþjóðasamfélagið er á öðru máli. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði eftir því á fimmtudag að ríki heimsins ættu að hætta allri vopnasölu til Mjanmar þar til ríkisstjórnin tekur ábyrgð á gjörðum sínum. „Það ætti að koma þeim frá völdum sem hafa verið sakaðir um þessi brot og sækja þau til saka,“ sagði Haley. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, tjáði sig um ástandið á allsherjarþinginu fyrr í mánuðinum. Sagði hann að ofbeldið í Mjanmar væri orðið að algjörri martröð og kallaði eftir bættu aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka að svæðinu en eins og er er það aðgengi verulega takmarkað.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10
Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00