Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2017 06:00 Sorgin heltók þennan Rohingja-múslima þegar hann sat yfir líki ungrar dóttur sinnar sem hafði drukknað á leiðinni frá Mjanmar til Bangladess, en nokkur börn voru á meðal þeirra sem létust þegar bátnum hvolfdi. Nordicphotos/AFP Talið er að um sextíu flóttamenn af þjóðflokki Rohingja hafi farist þegar báti þeirra hvolfdi við strönd Bangladess. Rohingjarnir voru að reyna að flýja til Bangladess frá Mjanmar en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum gerir ríkisstjórn Mjanmar um þessar mundir þjóðernishreinsanir á Rohingjum, sem eru múslimar, í Rakhine-héraði ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá slysinu í gær og sagði talsmaður þeirra að staðfest væri að 23 hefðu farist. Fjörutíu væri enn saknað og þeir því taldir af. Tugir til viðbótar hafa dáið undanfarnar vikur á leiðinni til Bangladess en nærri hálf milljón Rohingja hefur flúið til ríkisins frá því átök brutust út í Rakhine-héraði þann 25. ágúst síðastliðinn. Gerðu skæruliðar úr röðum Rohingja þá árás á herstöð og svöruðu jafnt almennir borgarar, sem flestir eru búddistar, og hermenn árásinni með því að brenna bæi Rohingja og taka þá af lífi án dóms og laga, að því er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur haldið fram. Rohingjar hafa lengi sætt mismunun í Mjanmar. Er þeim neitað um ríkisborgararétt og þeir álitnir ólöglegir innflytjendur, burtséð frá því hvort þeir hafi fæðst í Mjanmar eða ekki. Joel Millman, talsmaður Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar, sagði í samtali við BBC í gær að um áttatíu hefðu verið í bátnum. „Þeir sem lifðu slysið af segjast hafa verið í sjónum í alla nótt, án matar og drykkjar,“ sagði Millman og bætti því við að nokkur börn hefðu verið á meðal hinna látnu. Í samtali við Reuters sagði Abdul Kalam, einn flóttamannanna að eiginkona hans, tvö börn og eitt barnabarn hefðu drukknað. Þau hefðu ákveðið að flýja frá Rakhine-héraði eftir að vopnaðir búddistar stálu búfé þeirra og matarbirgðum. Greint var frá því í gær að ríkisstjórn Mjanmar hefði frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til ríkisins um viku. Skýringin var sú að slæmt veður byði ekki upp á annað. Ríkisstjórn Mjanmar hefur alfarið hafnað öllum ásökunum um að standa að þjóðernishreinsunum en alþjóðasamfélagið er á öðru máli. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði eftir því á fimmtudag að ríki heimsins ættu að hætta allri vopnasölu til Mjanmar þar til ríkisstjórnin tekur ábyrgð á gjörðum sínum. „Það ætti að koma þeim frá völdum sem hafa verið sakaðir um þessi brot og sækja þau til saka,“ sagði Haley. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, tjáði sig um ástandið á allsherjarþinginu fyrr í mánuðinum. Sagði hann að ofbeldið í Mjanmar væri orðið að algjörri martröð og kallaði eftir bættu aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka að svæðinu en eins og er er það aðgengi verulega takmarkað. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Talið er að um sextíu flóttamenn af þjóðflokki Rohingja hafi farist þegar báti þeirra hvolfdi við strönd Bangladess. Rohingjarnir voru að reyna að flýja til Bangladess frá Mjanmar en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum gerir ríkisstjórn Mjanmar um þessar mundir þjóðernishreinsanir á Rohingjum, sem eru múslimar, í Rakhine-héraði ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá slysinu í gær og sagði talsmaður þeirra að staðfest væri að 23 hefðu farist. Fjörutíu væri enn saknað og þeir því taldir af. Tugir til viðbótar hafa dáið undanfarnar vikur á leiðinni til Bangladess en nærri hálf milljón Rohingja hefur flúið til ríkisins frá því átök brutust út í Rakhine-héraði þann 25. ágúst síðastliðinn. Gerðu skæruliðar úr röðum Rohingja þá árás á herstöð og svöruðu jafnt almennir borgarar, sem flestir eru búddistar, og hermenn árásinni með því að brenna bæi Rohingja og taka þá af lífi án dóms og laga, að því er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur haldið fram. Rohingjar hafa lengi sætt mismunun í Mjanmar. Er þeim neitað um ríkisborgararétt og þeir álitnir ólöglegir innflytjendur, burtséð frá því hvort þeir hafi fæðst í Mjanmar eða ekki. Joel Millman, talsmaður Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar, sagði í samtali við BBC í gær að um áttatíu hefðu verið í bátnum. „Þeir sem lifðu slysið af segjast hafa verið í sjónum í alla nótt, án matar og drykkjar,“ sagði Millman og bætti því við að nokkur börn hefðu verið á meðal hinna látnu. Í samtali við Reuters sagði Abdul Kalam, einn flóttamannanna að eiginkona hans, tvö börn og eitt barnabarn hefðu drukknað. Þau hefðu ákveðið að flýja frá Rakhine-héraði eftir að vopnaðir búddistar stálu búfé þeirra og matarbirgðum. Greint var frá því í gær að ríkisstjórn Mjanmar hefði frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til ríkisins um viku. Skýringin var sú að slæmt veður byði ekki upp á annað. Ríkisstjórn Mjanmar hefur alfarið hafnað öllum ásökunum um að standa að þjóðernishreinsunum en alþjóðasamfélagið er á öðru máli. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði eftir því á fimmtudag að ríki heimsins ættu að hætta allri vopnasölu til Mjanmar þar til ríkisstjórnin tekur ábyrgð á gjörðum sínum. „Það ætti að koma þeim frá völdum sem hafa verið sakaðir um þessi brot og sækja þau til saka,“ sagði Haley. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, tjáði sig um ástandið á allsherjarþinginu fyrr í mánuðinum. Sagði hann að ofbeldið í Mjanmar væri orðið að algjörri martröð og kallaði eftir bættu aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka að svæðinu en eins og er er það aðgengi verulega takmarkað.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10
Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00