Helga Vala og Ágúst Ólafur leiða Samfylkinguna í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 11:00 Jóhanna, Ágúst, Helga og Páll. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, og Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkona, munu leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi Alþingiskosningum. Framboðslistar flokksins voru samþykktir með lófataki á fundi nú í morgun. Helga Vala leiðir listann í Reykjavík norður en í 2. sæti á eftir henni situr Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður. Ágúst Ólafur leiðir í Reykjavík suður og á eftir honum kemur Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri við Háskólann í Reykjavík. Listana í heild sinni má sjá hér neðst. Ágúst Ólafur Ágústsson er fyrrverandi alþingismaður og varaformaður Samfylkingarinnar. Ágúst hefur upp á síðkastið unnið sem aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hann er fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, sat í bankaráði Seðlabanka Íslands og vann um tíma hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Ágúst Ólafur hefur hlotið viðurkenningu Barnaheilla fyrir að sérstök störf í þágu barna og hafa með störfum sínum bætt réttindi og stöðu barna. Ágúst er lögfræðingur og hagfræðingur að mennt. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Tengsla hjá Háskólanum í Reykjavík en þar hefur hún starfað síðastliðin sex ár. Þar áður starfaði Jóhanna Vigdís sem framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, sem markaðsstjóri Borgarleikhússins og sem forstöðumaður markaðsmála Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Jóhanna Vigdís er menntuð í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, með MSc-gráðu í menningarfræði frá Edinborgarháskóla og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Í störfum sínum undanfarin ár hjá Háskólanum í Reykjavík hefur Jóhanna Vigdís lagt höfuðáherslu á uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs og verkefni sem snúa að því að auka veg stúlkna og kvenna í tæknigreinum. Helga Vala Helgadóttir er héraðsdómslögmaður og leikkona auk þess sem hún er umboðsmaður rokkhljómsveitarinnar Mammút. Helga Vala starfaði um árabil á fjölmiðlum þar sem hún sinnti dagskrárgerð af ýmsum toga áður en hún sneri sér að fullu að lögmennsku en hún er eigandi Völvu lögmanna. Í lögmannsstörfum sínum hefur Helga Vala meðal annarra sinnt réttargæslu fyrir brotaþola kynferðisbrota, sinnt mannréttindamálum og málefnum útlendinga, barna- og fjölskyldurétti auk annars. Síðustu ár hefur Helga Vala sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, meðal annars setið í stjórn Félags íslenskra leikara, í Þjóðleikhúsráði og Höfundarréttarráði. Árin 2009-2010 var Helga Vala formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Páll Valur Björnsson er fyrrverandi alþingismaður og sat áður í bæjarstjórn Grindavíkur. Páll Valur er menntaður grunnskólakennari og starfar nú sem kennari við Fiskvinnsluskólann í Grindavík en hefur áður meðal annars sinnt kennslu í Grunnskóla Grindavíkur og Njarðvíkurskóla. Páll Valur lagði í þingstörfum sínum mikla áherslu á mannréttindi, velferðarmál og ekki síst á málefni barna. Páli Vali voru á síðasta ári veitt Barnaréttindaverðlaun ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna fyrir óþreytandi baráttu sína fyrir hagsmuni barna, ekki síst þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. REYKJAVÍK SUÐUR Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennariJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóriEinar Kárason, rithöfundurEllert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrv. alþingismaðurVilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnarÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags og leikstjóriInga Auðbjörg Kristjánsdóttir, vefsmiður, kaos-pilot og athafnastjóri SiðmenntarGuðmundur Gunnarsson, fyrrv. formaður Rafiðnaðarsambands ÍslandsMargrét M. Norðdahl, myndlistarkonaReynir Sigurbjörnsson, rafvirkiSigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og HlíðaTómas Guðjónsson, stjórnmálafræðinemiKolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemiHlal Jarah, veitingamaður á MandiRagnheiður Sigurjónsdóttir, uppeldisfræðingurReynir Vilhjálmsson, eðlisfræðingur og framhaldsskólakennariHalla B. Thorkelsson, fyrrverandi formaður HeyrnarhjálparÍda Finnbogadóttir, mannfræðingur og varaformaður Ungra jafnaðarmanna í ReykjavíkSigurður Svavarsson, bókaútgefandiSigný Sigurðardóttir, viðskiptafræðingurBjörgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur og fyrrv. borgarfulltrúiJóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. forsætisráðherra REYKJAVÍK NORÐUR Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkonaPáll Valur Björnsson, grunnskólakennariEva Baldursdóttir, lögfræðingurÞórarinn Snorri Sigurgeirsson, sagnfræðingur og formaður Ungra jafnaðarmannaNikólína Hildur Sveinsdóttir, mannfræðinemiÞröstur Ólafsson, hagfræðingurSigríður Ásta Eyþórsdóttir (Sassa), iðjuþjálfi í HagaskólaHallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaðurAnna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóriÓli Jón Jónsson, kynningar- og fræðslufulltrúi BHMEdda Björgvinsdóttir, leikkona og menningarstjórnandiBirgir Þórarinsson (Biggi veira), tónlistarmaður í GusGus og DJJana Thuy Helgadóttir, túlkurLeifur Björnsson, rútubílstjóri og leiðsögumaðurVanda Sigurgeirsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingurHervar Gunnarsson, vélstjóriÁshildur Haraldsdóttir, flautuleikariÞorkell Heiðarsson, líffræðingur og tónlistarmaðurIngibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingurGunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni), tónlistarmaðurSigríður Ingibjörg Ingadóttir,hagfræðingur og fyrrv. þingkonaDagur B. Eggertsson, borgarstjóri Kosningar 2017 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust í Grindavík Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, og Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkona, munu leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi Alþingiskosningum. Framboðslistar flokksins voru samþykktir með lófataki á fundi nú í morgun. Helga Vala leiðir listann í Reykjavík norður en í 2. sæti á eftir henni situr Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður. Ágúst Ólafur leiðir í Reykjavík suður og á eftir honum kemur Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri við Háskólann í Reykjavík. Listana í heild sinni má sjá hér neðst. Ágúst Ólafur Ágústsson er fyrrverandi alþingismaður og varaformaður Samfylkingarinnar. Ágúst hefur upp á síðkastið unnið sem aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hann er fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, sat í bankaráði Seðlabanka Íslands og vann um tíma hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Ágúst Ólafur hefur hlotið viðurkenningu Barnaheilla fyrir að sérstök störf í þágu barna og hafa með störfum sínum bætt réttindi og stöðu barna. Ágúst er lögfræðingur og hagfræðingur að mennt. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Tengsla hjá Háskólanum í Reykjavík en þar hefur hún starfað síðastliðin sex ár. Þar áður starfaði Jóhanna Vigdís sem framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, sem markaðsstjóri Borgarleikhússins og sem forstöðumaður markaðsmála Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Jóhanna Vigdís er menntuð í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, með MSc-gráðu í menningarfræði frá Edinborgarháskóla og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Í störfum sínum undanfarin ár hjá Háskólanum í Reykjavík hefur Jóhanna Vigdís lagt höfuðáherslu á uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs og verkefni sem snúa að því að auka veg stúlkna og kvenna í tæknigreinum. Helga Vala Helgadóttir er héraðsdómslögmaður og leikkona auk þess sem hún er umboðsmaður rokkhljómsveitarinnar Mammút. Helga Vala starfaði um árabil á fjölmiðlum þar sem hún sinnti dagskrárgerð af ýmsum toga áður en hún sneri sér að fullu að lögmennsku en hún er eigandi Völvu lögmanna. Í lögmannsstörfum sínum hefur Helga Vala meðal annarra sinnt réttargæslu fyrir brotaþola kynferðisbrota, sinnt mannréttindamálum og málefnum útlendinga, barna- og fjölskyldurétti auk annars. Síðustu ár hefur Helga Vala sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, meðal annars setið í stjórn Félags íslenskra leikara, í Þjóðleikhúsráði og Höfundarréttarráði. Árin 2009-2010 var Helga Vala formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Páll Valur Björnsson er fyrrverandi alþingismaður og sat áður í bæjarstjórn Grindavíkur. Páll Valur er menntaður grunnskólakennari og starfar nú sem kennari við Fiskvinnsluskólann í Grindavík en hefur áður meðal annars sinnt kennslu í Grunnskóla Grindavíkur og Njarðvíkurskóla. Páll Valur lagði í þingstörfum sínum mikla áherslu á mannréttindi, velferðarmál og ekki síst á málefni barna. Páli Vali voru á síðasta ári veitt Barnaréttindaverðlaun ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna fyrir óþreytandi baráttu sína fyrir hagsmuni barna, ekki síst þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. REYKJAVÍK SUÐUR Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennariJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóriEinar Kárason, rithöfundurEllert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrv. alþingismaðurVilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnarÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags og leikstjóriInga Auðbjörg Kristjánsdóttir, vefsmiður, kaos-pilot og athafnastjóri SiðmenntarGuðmundur Gunnarsson, fyrrv. formaður Rafiðnaðarsambands ÍslandsMargrét M. Norðdahl, myndlistarkonaReynir Sigurbjörnsson, rafvirkiSigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og HlíðaTómas Guðjónsson, stjórnmálafræðinemiKolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemiHlal Jarah, veitingamaður á MandiRagnheiður Sigurjónsdóttir, uppeldisfræðingurReynir Vilhjálmsson, eðlisfræðingur og framhaldsskólakennariHalla B. Thorkelsson, fyrrverandi formaður HeyrnarhjálparÍda Finnbogadóttir, mannfræðingur og varaformaður Ungra jafnaðarmanna í ReykjavíkSigurður Svavarsson, bókaútgefandiSigný Sigurðardóttir, viðskiptafræðingurBjörgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur og fyrrv. borgarfulltrúiJóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. forsætisráðherra REYKJAVÍK NORÐUR Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkonaPáll Valur Björnsson, grunnskólakennariEva Baldursdóttir, lögfræðingurÞórarinn Snorri Sigurgeirsson, sagnfræðingur og formaður Ungra jafnaðarmannaNikólína Hildur Sveinsdóttir, mannfræðinemiÞröstur Ólafsson, hagfræðingurSigríður Ásta Eyþórsdóttir (Sassa), iðjuþjálfi í HagaskólaHallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaðurAnna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóriÓli Jón Jónsson, kynningar- og fræðslufulltrúi BHMEdda Björgvinsdóttir, leikkona og menningarstjórnandiBirgir Þórarinsson (Biggi veira), tónlistarmaður í GusGus og DJJana Thuy Helgadóttir, túlkurLeifur Björnsson, rútubílstjóri og leiðsögumaðurVanda Sigurgeirsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingurHervar Gunnarsson, vélstjóriÁshildur Haraldsdóttir, flautuleikariÞorkell Heiðarsson, líffræðingur og tónlistarmaðurIngibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingurGunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni), tónlistarmaðurSigríður Ingibjörg Ingadóttir,hagfræðingur og fyrrv. þingkonaDagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Kosningar 2017 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust í Grindavík Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira