Gunnar Bragi búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum Framsóknarflokksins Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. september 2017 14:55 Gunnar Bragi hyggst ræða við Sigmund Davíð en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gangi til liðs við Miðflokkinn. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann er annar þingmaðurinn sem hefur yfirgefið flokkinn á skömmum tíma en áður hafði Sigmundur Davíð gengið úr flokknum og stofnað Miðflokkinn. Gunnar Bragði hafði sóst eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi en fékk óvænt mótframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni, fyrrverandi þingmanni flokksins.Gerir ráð fyrir að hitta Sigmund Davíð og ræða við hannGunnar Bragi segir ákvörðunina um að hætta í flokknum ekki hafa verið auðvelda. „Ég hefði gjarnan viljað komast hjá þessu en ég hugsa að léttirinn komi aðeins seinna. Þetta er ekki auðvelt þegar maður er búinn að starfa gríðarlega mikið og lengi í svona flokki. Þá er þetta erfitt.“ Spurður hvort ákvörðun Sigmundar Davíðs hafi gert útslagið segir Gunnar Bragi svo ekki vera. „Ég var búinn að segja Sigmundi að ég myndi bjóða mig fram fyrir flokkinn alveg sama hvað gerðist. Það skipti engu máli í þessu. Þegar ég fór að ræða við mitt fólk og skoða hlutina þá var það bara þannig að maður var kominn með upp í kok af þeim vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og hafa verið stunduð allt frá síðla sumars 2016.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að kaupfélagsstjórinn á Sauðakróki, Þórólfur Gíslason, og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hafa unnið skipulega gegn Gunnari Braga. „Ég held að þeir sem vilja vita viti það alveg að ég hef ekki verið þóknanlegur öllum þessum aðilum sem eru um og í kringum flokkinn og því miður hafa tekið þátt í þessu fulltrúar sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Skagafirði.“ Gunnar Bragi segist ekki hafa hugsað mikið út í það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs. „Ég geri hins vegar alveg ráð fyrir því að ég sé velkominn þangað og ég geri ráð fyrir að hitta vin mig Sigmund og ræða málin við hann en það hefur ekkert slíkt átt sér stað og ég ætla að hugsa málin aðeins. Ég er ekkert endilega hættur í pólitiík. Það getur vel verið að maður komi aftur inn í þetta.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann er annar þingmaðurinn sem hefur yfirgefið flokkinn á skömmum tíma en áður hafði Sigmundur Davíð gengið úr flokknum og stofnað Miðflokkinn. Gunnar Bragði hafði sóst eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi en fékk óvænt mótframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni, fyrrverandi þingmanni flokksins.Gerir ráð fyrir að hitta Sigmund Davíð og ræða við hannGunnar Bragi segir ákvörðunina um að hætta í flokknum ekki hafa verið auðvelda. „Ég hefði gjarnan viljað komast hjá þessu en ég hugsa að léttirinn komi aðeins seinna. Þetta er ekki auðvelt þegar maður er búinn að starfa gríðarlega mikið og lengi í svona flokki. Þá er þetta erfitt.“ Spurður hvort ákvörðun Sigmundar Davíðs hafi gert útslagið segir Gunnar Bragi svo ekki vera. „Ég var búinn að segja Sigmundi að ég myndi bjóða mig fram fyrir flokkinn alveg sama hvað gerðist. Það skipti engu máli í þessu. Þegar ég fór að ræða við mitt fólk og skoða hlutina þá var það bara þannig að maður var kominn með upp í kok af þeim vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og hafa verið stunduð allt frá síðla sumars 2016.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að kaupfélagsstjórinn á Sauðakróki, Þórólfur Gíslason, og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hafa unnið skipulega gegn Gunnari Braga. „Ég held að þeir sem vilja vita viti það alveg að ég hef ekki verið þóknanlegur öllum þessum aðilum sem eru um og í kringum flokkinn og því miður hafa tekið þátt í þessu fulltrúar sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Skagafirði.“ Gunnar Bragi segist ekki hafa hugsað mikið út í það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs. „Ég geri hins vegar alveg ráð fyrir því að ég sé velkominn þangað og ég geri ráð fyrir að hitta vin mig Sigmund og ræða málin við hann en það hefur ekkert slíkt átt sér stað og ég ætla að hugsa málin aðeins. Ég er ekkert endilega hættur í pólitiík. Það getur vel verið að maður komi aftur inn í þetta.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira