Guðlaugur Þór í hringiðu baráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. september 2017 10:00 Guðlaugur Þór Þórðarson hefur styrkt stöðu sína verulega innan Sjálfstæðisflokksins frá hruni og bakland hans er sterkt. Vísir/Vilhelm Allt hverfist nú um Guðlaug Þór Þórðarson í hringiðu valdabaráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Varaformannskjör er enn óráðið og skiptar skoðanir eru um hvort bjóða eigi fram óbreytta framboðslista fyrir kosningar. Skörp skil virðast vera milli forystu flokksins annars vegar og flokksfélaganna í Reykjavík, helsta vígi Guðlaugs Þórs, hins vegar. Stíft er fundað í flokknum þessa dagana. Landsfundi hefur verið frestað fram í mars vegna boðaðra kosninga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort flokksráð verður kallað saman fyrir kosningar til að kjósa varaformann, eða hvort flokkurinn fer án varaformanns í kosningabaráttuna. Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru helst orðuð við embætti varaformanns.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sterklega orðuð við embætti varaformanns. Margir gera skýlausa kröfu um að kona gegni embættinu meðan karlmaður er í brúnni.vísir/ernirSjálfstæðismenn í Reykjavík hafa lagt mikla áherslu á að varaformaður verði kjörinn fyrir kosningar. Flokksforystan og stuðningsmenn Þórdísar vilja bíða landsfundar. Hörð barátta er einnig í uppsiglinu um oddvitasæti í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Guðlaugur Þór er talinn öruggur í oddvitasæti annars kjördæmisins en hitt kjördæmið er oddvitalaust eftir fráfall Ólafar Nordal. Forysta flokksins hefur lagt áherslu á að bjóða eigi fram óbreytta lista eða því sem næst, herma heimildir Fréttablaðsins. Verði þeirri línu fylgt í Reykjavík ætti Brynjar Níelsson að færast upp í fyrsta sætið í Reykjavík suður við hlið Guðlaugs sem mun án efa leiða norðurlistann. Það eru hins vegar kjördæmaráðin en ekki flokksforystan, sem ákveða hvernig raðað verður á framboðslista kjördæmanna. Í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Reykjavíkur, er alls óvíst að vilji forystunnar verði látinn ráða. Sterkur vilji er til þess að sá sem fylla mun skarð Ólafar fái lýðræðislegt umboð til að leiða lista.Áslaug Arna, sem náði ritaraembættinu af Guðlaugi Þór á síðasta landsfundi, fundar nú með forystu flokksins um varaformannskjörið. Fréttablaðið/StefánÞá er allt opið. Brynjar gæti þurft að víkja öðru sinni fyrir Sigríði Andersen, en margir stuðningsmanna Brynjars töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður var skipuð dómsmálaráðherra í febrúar síðastliðnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þykir einnig eiga tilkall til forystu, enda ritari flokksins og næstráðandi Bjarna Benediktssonar meðan enginn varaformaður hefur verið valinn. Brynjar og Áslaug voru í 2. sæti sitt á hvorum lista fyrir síðustu kosningar en Sigríður var í 3. sæti á eftir Brynjari. Þá heyrast einnig þær raddir ferskir vindar þurfi að fá að blása um forystuna í Reykjavík og eru nöfn aðstoðarmanna bæði Bjarna og Guðlaugs sterklega orðuð við framboð, jafnvel í forystusæti. Sirrý Hallgrímsdóttir er einnig sögð íhuga framboð í Reykjavík eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Allt hverfist nú um Guðlaug Þór Þórðarson í hringiðu valdabaráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Varaformannskjör er enn óráðið og skiptar skoðanir eru um hvort bjóða eigi fram óbreytta framboðslista fyrir kosningar. Skörp skil virðast vera milli forystu flokksins annars vegar og flokksfélaganna í Reykjavík, helsta vígi Guðlaugs Þórs, hins vegar. Stíft er fundað í flokknum þessa dagana. Landsfundi hefur verið frestað fram í mars vegna boðaðra kosninga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort flokksráð verður kallað saman fyrir kosningar til að kjósa varaformann, eða hvort flokkurinn fer án varaformanns í kosningabaráttuna. Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru helst orðuð við embætti varaformanns.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sterklega orðuð við embætti varaformanns. Margir gera skýlausa kröfu um að kona gegni embættinu meðan karlmaður er í brúnni.vísir/ernirSjálfstæðismenn í Reykjavík hafa lagt mikla áherslu á að varaformaður verði kjörinn fyrir kosningar. Flokksforystan og stuðningsmenn Þórdísar vilja bíða landsfundar. Hörð barátta er einnig í uppsiglinu um oddvitasæti í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Guðlaugur Þór er talinn öruggur í oddvitasæti annars kjördæmisins en hitt kjördæmið er oddvitalaust eftir fráfall Ólafar Nordal. Forysta flokksins hefur lagt áherslu á að bjóða eigi fram óbreytta lista eða því sem næst, herma heimildir Fréttablaðsins. Verði þeirri línu fylgt í Reykjavík ætti Brynjar Níelsson að færast upp í fyrsta sætið í Reykjavík suður við hlið Guðlaugs sem mun án efa leiða norðurlistann. Það eru hins vegar kjördæmaráðin en ekki flokksforystan, sem ákveða hvernig raðað verður á framboðslista kjördæmanna. Í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Reykjavíkur, er alls óvíst að vilji forystunnar verði látinn ráða. Sterkur vilji er til þess að sá sem fylla mun skarð Ólafar fái lýðræðislegt umboð til að leiða lista.Áslaug Arna, sem náði ritaraembættinu af Guðlaugi Þór á síðasta landsfundi, fundar nú með forystu flokksins um varaformannskjörið. Fréttablaðið/StefánÞá er allt opið. Brynjar gæti þurft að víkja öðru sinni fyrir Sigríði Andersen, en margir stuðningsmanna Brynjars töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður var skipuð dómsmálaráðherra í febrúar síðastliðnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þykir einnig eiga tilkall til forystu, enda ritari flokksins og næstráðandi Bjarna Benediktssonar meðan enginn varaformaður hefur verið valinn. Brynjar og Áslaug voru í 2. sæti sitt á hvorum lista fyrir síðustu kosningar en Sigríður var í 3. sæti á eftir Brynjari. Þá heyrast einnig þær raddir ferskir vindar þurfi að fá að blása um forystuna í Reykjavík og eru nöfn aðstoðarmanna bæði Bjarna og Guðlaugs sterklega orðuð við framboð, jafnvel í forystusæti. Sirrý Hallgrímsdóttir er einnig sögð íhuga framboð í Reykjavík eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira