Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. september 2017 19:24 Sigríður Anderson dómsmálaráðherra svaraði spurningum á opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis á þriðjudag. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún segist bjartsýn á að samstaða náist á þingi um málið þrátt fyrir að illa hafi gengið að ákveða hvaða mál eigi að afgreiða fyrir kosningar. „Þetta er í þeim anda sem ég hef kynnt varðandi mína sýn á þetta, hvernig hægt er að koma þessu fyrir með öðrum hætti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður kynnti hugmyndir um breytingar á lögunum fyrst á opnum fundi sínum með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í lok ágúst. Nokkrar starfstéttir krefjast þess að menn séu með óflekkað mannorð til að hljóta starfsréttindi. Sem dæmi má nefna lögmenn og þingmenn. Því er ljóst að breyta þarf fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum, fari það svo að heimildin til að veita uppreist æru verði alfarið afnumin eins og Sigríður hyggst leggja til. „Ég ætla að tala um að það sé í rauninni heppilegast að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru en breyta um leið ákvæðum fjölmargra annarra laga er lúta að borgararéttindum. Þannig það sé gert skýrt í lögum með hvaða hætti menn öðlast aftur borgararéttindi. Það getur verið með mismunandi hætti á hverjum tíma. Þessi vinna hefur staðið yfir í ráðuneytinu og henni er ekki lokið. En ég mun á morgun leggja fram frumvarp sem er að mínu mati mikilvægt skref í þessa átt.“Bjartsýn á samstöðu í málinu Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur í vikunni fundað með formönnum þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með það markmið að ákveða hvaða mál skuli tekin fyrir á Alþingi áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Aðspurð segist Sigríður bjartsýn á að menn komi sér saman um að afgreiða mál er varða uppreist æru. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé mikil og góð samsatða um það að það þurfi að breyta lögum og ákvæðum er varða uppreist æru. Þótt að ég hafi ekki, þrátt fyrir að hafa kallað nokkuð eftir því við þingmenn, að menn komi með sýnar hugmyndir þá hef ég ekki heyrt neinar tillögur en ég hef heldur ekki heyrt annað en ánægju með þá sýn sem ég hef kynnt,“ segir Sigríður. „Þannig að ég á ekki von á öðru en það gæti náðst samstarfa um þetta skref nú fyrir kosningar. Ef menn á annað borð ætla að kalla saman þingfund. Sem er ekki sjálfgefið en ef menn ætla að gera það þá held ég að þetta sé það mál sem helst væri hægt að ná samstöðu um og ég tel að það væri ánægjulegt ef að þingið næði samstöðu um það.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún segist bjartsýn á að samstaða náist á þingi um málið þrátt fyrir að illa hafi gengið að ákveða hvaða mál eigi að afgreiða fyrir kosningar. „Þetta er í þeim anda sem ég hef kynnt varðandi mína sýn á þetta, hvernig hægt er að koma þessu fyrir með öðrum hætti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður kynnti hugmyndir um breytingar á lögunum fyrst á opnum fundi sínum með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í lok ágúst. Nokkrar starfstéttir krefjast þess að menn séu með óflekkað mannorð til að hljóta starfsréttindi. Sem dæmi má nefna lögmenn og þingmenn. Því er ljóst að breyta þarf fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum, fari það svo að heimildin til að veita uppreist æru verði alfarið afnumin eins og Sigríður hyggst leggja til. „Ég ætla að tala um að það sé í rauninni heppilegast að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru en breyta um leið ákvæðum fjölmargra annarra laga er lúta að borgararéttindum. Þannig það sé gert skýrt í lögum með hvaða hætti menn öðlast aftur borgararéttindi. Það getur verið með mismunandi hætti á hverjum tíma. Þessi vinna hefur staðið yfir í ráðuneytinu og henni er ekki lokið. En ég mun á morgun leggja fram frumvarp sem er að mínu mati mikilvægt skref í þessa átt.“Bjartsýn á samstöðu í málinu Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur í vikunni fundað með formönnum þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með það markmið að ákveða hvaða mál skuli tekin fyrir á Alþingi áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Aðspurð segist Sigríður bjartsýn á að menn komi sér saman um að afgreiða mál er varða uppreist æru. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé mikil og góð samsatða um það að það þurfi að breyta lögum og ákvæðum er varða uppreist æru. Þótt að ég hafi ekki, þrátt fyrir að hafa kallað nokkuð eftir því við þingmenn, að menn komi með sýnar hugmyndir þá hef ég ekki heyrt neinar tillögur en ég hef heldur ekki heyrt annað en ánægju með þá sýn sem ég hef kynnt,“ segir Sigríður. „Þannig að ég á ekki von á öðru en það gæti náðst samstarfa um þetta skref nú fyrir kosningar. Ef menn á annað borð ætla að kalla saman þingfund. Sem er ekki sjálfgefið en ef menn ætla að gera það þá held ég að þetta sé það mál sem helst væri hægt að ná samstöðu um og ég tel að það væri ánægjulegt ef að þingið næði samstöðu um það.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira
Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56
Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15
Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45
Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22