Umsókn um uppreist æru aldrei til tals Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. september 2017 06:00 Hjalti Sigurjón Hauksson var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir áralangt brot gegn barnungri stjúpdóttur sinni. Hjalti Sigurjón „Ég vil ítreka að meðmælin voru eingöngu vinnutengd. Uppreist æru kom aldrei til tals,“ segir Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, um þau ummæli Hjalta Sigurjóns Haukssonar á Vísi í vikunni að Haraldur hafi vitað fullvel að meðmæli sem hann skrifaði undir hafi verið vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru.Haraldur hafði áður sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað né samþykkt að vinnutengd meðmæli hans með Hjalta yrðu notuð til að sækja um uppreist æru.Hjalti svaraði þessu á Vísi með því að segja Haraldur hafi vitað tilgang bréfsins. Haraldur og hinn meðmælandinn, Sveinn Eyjólfur Matthíasson sem einnig kveðst hafa verið blekktur, séu bara hræddir. „Það er búið að taka mig af lífi og þeir vilja ekki vera næstir á gálgann. Ég skil þá vel,“ sagði Hjalti og segir þá hafa rétt honum hjálparhönd í þeirri trú að um trúnaðargögn væri að ræða sem enginn ætti nokkurn tíma eftir að lesa nema ráðuneyti og ríkisstjórn.Þessu vísar Haraldur Þór á bug. „Meðmælabréfin voru stíluð á þá sem málið varðaði, eins og venja er, en alls ekki á ráðuneyti, hvað þá heila ríkisstjórn. Ég bjóst bara við þeim trúnaði sem almennt gildir um meðmælabréf.“ Sem kunnugt er var Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, þriðji meðmælandi Hjalta í umsókninni sem varð til þess að hann fékk uppreist æru í fyrra. Benedikt hefur gengist við því að hafa léð meðmælabréfi Hjalta undirskrift sína í þeim tilgangi. Fréttablaðið greindi í vikunni frá því að Haraldur íhugi að leita réttar síns vegna málsins. Hann hafi falið lögmanni að óska eftir gögnum þess hjá dómsmálaráðuneytinu. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Ég vil ítreka að meðmælin voru eingöngu vinnutengd. Uppreist æru kom aldrei til tals,“ segir Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, um þau ummæli Hjalta Sigurjóns Haukssonar á Vísi í vikunni að Haraldur hafi vitað fullvel að meðmæli sem hann skrifaði undir hafi verið vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru.Haraldur hafði áður sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað né samþykkt að vinnutengd meðmæli hans með Hjalta yrðu notuð til að sækja um uppreist æru.Hjalti svaraði þessu á Vísi með því að segja Haraldur hafi vitað tilgang bréfsins. Haraldur og hinn meðmælandinn, Sveinn Eyjólfur Matthíasson sem einnig kveðst hafa verið blekktur, séu bara hræddir. „Það er búið að taka mig af lífi og þeir vilja ekki vera næstir á gálgann. Ég skil þá vel,“ sagði Hjalti og segir þá hafa rétt honum hjálparhönd í þeirri trú að um trúnaðargögn væri að ræða sem enginn ætti nokkurn tíma eftir að lesa nema ráðuneyti og ríkisstjórn.Þessu vísar Haraldur Þór á bug. „Meðmælabréfin voru stíluð á þá sem málið varðaði, eins og venja er, en alls ekki á ráðuneyti, hvað þá heila ríkisstjórn. Ég bjóst bara við þeim trúnaði sem almennt gildir um meðmælabréf.“ Sem kunnugt er var Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, þriðji meðmælandi Hjalta í umsókninni sem varð til þess að hann fékk uppreist æru í fyrra. Benedikt hefur gengist við því að hafa léð meðmælabréfi Hjalta undirskrift sína í þeim tilgangi. Fréttablaðið greindi í vikunni frá því að Haraldur íhugi að leita réttar síns vegna málsins. Hann hafi falið lögmanni að óska eftir gögnum þess hjá dómsmálaráðuneytinu.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira