Samkvæmt blaðamanni fréttastofu sem var á staðnum vill lögregla ekki gefa upp hversu margir voru handteknir. Sérsveitin var kölluð út vegna málsins og er einn rannsóknarlögreglumaður kominn á vettvang til að skoða verksummerki.
Lögreglan verst allra fregna af málinu.
Uppfært 23:15:
Tveir menn eru í haldi lögreglu eftir að kona fannst látin í íbúð á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Tilkynning barst lögreglu um tíuleytið í kvöld.
Hér fyrir neðan má sjá myndband sem blaðamaður tók af vettvangi fyrr í kvöld.