Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2017 08:26 Mark Zuckerberg ávarpaði netheima í beinni útsendingu í gærkvöldi. Facebook Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra.Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá því í upphafi mánaðarins að rússnesk fyrirtæki sem þekkkt eru fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml hafi keypt þúsundir auglýsinga í aðdraganda kosninganna. Kaupverðið var um 100 þúsund dalir, næstum 11 milljónir króna. Talið er að auglýsingarnar hafi verið rúmlega 3000 talsins og dreifst yfir næstum tveggja ára tímabil, frá júní 2015 fram í maí í ár.Sjá einnig: Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Í beinni Facebook-útsendingu í gærkvöldi greindi forstjóri samfélagsmiðilsins, Mark Zuckerberg, frá níu stiga aðgerðaráætlun sem fyrirtækið hefur sett saman til að koma í veg fyrir að áróður af þessu tagi fái brautargengi á miðlinum.„Við búum í nýjum heimi. Netsamfélög standa frammi fyrir nýrri áskorun þegar þjóðríki reyna að hafa áhrif á kosningar. Ef þetta er það sem við verðum að gera þá munum við ekki skorast undan,“ sagði Zuckerberg. Facebook mun að sama skapi taka stefnu sína í stjórnmálatengdum auglýsingum til gagngerrar endurskoðunar. Þá mun fyrirtækið fjölga í kosningateymi sínu um 250. Facebook hefur veitt sérstakri rannsóknarnefnd Roberts Mueller, sem kannar tengsl kosningateymis Trump við rússnesk stjórnvöld, aðgang að fyrrnefndum gögnum og upplýsingar um hverjir stóðu að baki auglýsingakaupunum. „Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að við munum ná að koma í veg fyrir allt slæmt á miðlinum. Við könnum ekki hvað fólk skrifar áður en það birtir það og ég er nokkuð viss um að samfélagið myndi ekki vilja hafa það þannig. Frelsi þýðir að þú þurfir ekki að spyrja um leyfi fyrst,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingunni sem sjá má hér að ofan. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra.Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá því í upphafi mánaðarins að rússnesk fyrirtæki sem þekkkt eru fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml hafi keypt þúsundir auglýsinga í aðdraganda kosninganna. Kaupverðið var um 100 þúsund dalir, næstum 11 milljónir króna. Talið er að auglýsingarnar hafi verið rúmlega 3000 talsins og dreifst yfir næstum tveggja ára tímabil, frá júní 2015 fram í maí í ár.Sjá einnig: Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Í beinni Facebook-útsendingu í gærkvöldi greindi forstjóri samfélagsmiðilsins, Mark Zuckerberg, frá níu stiga aðgerðaráætlun sem fyrirtækið hefur sett saman til að koma í veg fyrir að áróður af þessu tagi fái brautargengi á miðlinum.„Við búum í nýjum heimi. Netsamfélög standa frammi fyrir nýrri áskorun þegar þjóðríki reyna að hafa áhrif á kosningar. Ef þetta er það sem við verðum að gera þá munum við ekki skorast undan,“ sagði Zuckerberg. Facebook mun að sama skapi taka stefnu sína í stjórnmálatengdum auglýsingum til gagngerrar endurskoðunar. Þá mun fyrirtækið fjölga í kosningateymi sínu um 250. Facebook hefur veitt sérstakri rannsóknarnefnd Roberts Mueller, sem kannar tengsl kosningateymis Trump við rússnesk stjórnvöld, aðgang að fyrrnefndum gögnum og upplýsingar um hverjir stóðu að baki auglýsingakaupunum. „Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að við munum ná að koma í veg fyrir allt slæmt á miðlinum. Við könnum ekki hvað fólk skrifar áður en það birtir það og ég er nokkuð viss um að samfélagið myndi ekki vilja hafa það þannig. Frelsi þýðir að þú þurfir ekki að spyrja um leyfi fyrst,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingunni sem sjá má hér að ofan.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26