Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 20:41 Mikið af gervifréttum var dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna vestanhafs í fyrra. Einhverjar þeirra virðast hafa átt uppruna sinn að rekja til Rússlands. Vísir/AFP Rússnesk fyrirtæki sem er þekkt fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml keypti auglýsingar á Facebook fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá þessu í dag. Washington Post segir að Facebook hafi komist að því að fyrirtækið seldi rússneska fyrirtækinu þúsundir auglýsinga sem beindust að bandarískum kjósendum fyrir 100.000 dollara í aðdraganda kosninganna. Nokkrar auglýsinganna eru sagðar hafa vísað beint til frambjóðendanna Donalds Trump og Hillary Clinton en flestar hafi beinst að umdeildum málefnum eins og byssueign, innflytjendamálum, réttindum samkynhneigðra og kynþáttamismunun. Innri rannsakendur Facebook fundu 470 grunsamlega og líklega falska reikninga og síður sem þeir telja að sé stjórnað frá Rússlandi, hafi tengsl við rússneska fyrirtækið og eigi þátt í auglýsingunum.Rannsóknarefni hvernig Rússarnir vissu að hverjum þeir áttu að beina auglýsingumBandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins kannar nú meðal annars hvort að þeir hafi átt í samráði við framboð Trump. Uppljóstranirnar um Facebook-auglýsingarnar eru sagðar vekja upp spurningar um hvaðan Rússarnir höfðu upplýsingar til að sérsníða þær að tilteknum notendum og hvort að bandarískir aðilar hafi komið þar að. „Ég skil að rússneska leyniþjónustan hafi náð að finna út úr því hvernig hún gæti nýtt sér botta. Hvort að hún hafi getað kunnað hvernig hún gat beint athygli sinni að ríkjum og hópum kjósenda sem demókratar kunnu ekki einu sinni vekur virkilega upp spurningar. Ég tel að það sé vert rannsóknarefni,“ segir Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Facebook hefur sætt gagnrýni í kjölfar kosninganna þar sem að miklu magni gervifrétta var deilt á samfélagsmiðlinum. Hefur fyrirtækið reynt að bregðast við þeirri gagnrýni síðan með því að merkja heimildir sem það telur ótrúverðugar. Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námsskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Rússnesk fyrirtæki sem er þekkt fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml keypti auglýsingar á Facebook fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá þessu í dag. Washington Post segir að Facebook hafi komist að því að fyrirtækið seldi rússneska fyrirtækinu þúsundir auglýsinga sem beindust að bandarískum kjósendum fyrir 100.000 dollara í aðdraganda kosninganna. Nokkrar auglýsinganna eru sagðar hafa vísað beint til frambjóðendanna Donalds Trump og Hillary Clinton en flestar hafi beinst að umdeildum málefnum eins og byssueign, innflytjendamálum, réttindum samkynhneigðra og kynþáttamismunun. Innri rannsakendur Facebook fundu 470 grunsamlega og líklega falska reikninga og síður sem þeir telja að sé stjórnað frá Rússlandi, hafi tengsl við rússneska fyrirtækið og eigi þátt í auglýsingunum.Rannsóknarefni hvernig Rússarnir vissu að hverjum þeir áttu að beina auglýsingumBandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins kannar nú meðal annars hvort að þeir hafi átt í samráði við framboð Trump. Uppljóstranirnar um Facebook-auglýsingarnar eru sagðar vekja upp spurningar um hvaðan Rússarnir höfðu upplýsingar til að sérsníða þær að tilteknum notendum og hvort að bandarískir aðilar hafi komið þar að. „Ég skil að rússneska leyniþjónustan hafi náð að finna út úr því hvernig hún gæti nýtt sér botta. Hvort að hún hafi getað kunnað hvernig hún gat beint athygli sinni að ríkjum og hópum kjósenda sem demókratar kunnu ekki einu sinni vekur virkilega upp spurningar. Ég tel að það sé vert rannsóknarefni,“ segir Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Facebook hefur sætt gagnrýni í kjölfar kosninganna þar sem að miklu magni gervifrétta var deilt á samfélagsmiðlinum. Hefur fyrirtækið reynt að bregðast við þeirri gagnrýni síðan með því að merkja heimildir sem það telur ótrúverðugar.
Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námsskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira