Krefjast vikulangs gæsluvarðhalds yfir manninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2017 15:18 Maðurinn huldi ekki andlit sitt fyrir myndavélum fjölmiðla þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag. vísir/anton brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan þrjú í dag. Krafan er sett fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna en það að ekki sé farið fram á lengra gæsluvarðhald en viku bendir til þess að rannsókn lögreglu sé langt komin og að atburðarásin liggi nokkuð skýr fyrir. Tveir menn voru handteknir í risíbúð við Hagamel í gærkvöldi. Konan bjó í íbúðinni og annar mannanna einnig. Hann er íslenskur og verður sleppt úr haldi síðar í dag.Frá vettvangi á Hagamel í gærkvöldi.VísirMaðurinn sem leiddur var fyrir dómara í dag er á fertugsaldri. Konan sem hann er grunaður um að hafa orðið að bana var flutt alvarlega slösuð á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi þar sem hún var úrskurðuð látin. Hún var af erlendu bergi brotin og á fimmtugsaldri. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina sem leiddi til dauða hennar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið er. Vísir greindi frá því fyrr í dag, og hafði eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir við Hagamel í gærkvöldi, að maðurinn sem grunaður er í málinu hafi látið öllum illum látum þegar hann var handtekinn. Hafi hann verið leiddur út af lögreglu alblóðugur og í nærfötunum einum klæða. Þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja hann. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan þrjú í dag. Krafan er sett fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna en það að ekki sé farið fram á lengra gæsluvarðhald en viku bendir til þess að rannsókn lögreglu sé langt komin og að atburðarásin liggi nokkuð skýr fyrir. Tveir menn voru handteknir í risíbúð við Hagamel í gærkvöldi. Konan bjó í íbúðinni og annar mannanna einnig. Hann er íslenskur og verður sleppt úr haldi síðar í dag.Frá vettvangi á Hagamel í gærkvöldi.VísirMaðurinn sem leiddur var fyrir dómara í dag er á fertugsaldri. Konan sem hann er grunaður um að hafa orðið að bana var flutt alvarlega slösuð á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi þar sem hún var úrskurðuð látin. Hún var af erlendu bergi brotin og á fimmtugsaldri. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina sem leiddi til dauða hennar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið er. Vísir greindi frá því fyrr í dag, og hafði eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir við Hagamel í gærkvöldi, að maðurinn sem grunaður er í málinu hafi látið öllum illum látum þegar hann var handtekinn. Hafi hann verið leiddur út af lögreglu alblóðugur og í nærfötunum einum klæða. Þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja hann.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15
Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23
Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56