Örvæntingarfull tilraun til að losa sig við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2017 15:37 Framsóknarmenn vilja ganga samstiga til kosninga. En það er talið vonlaust með Sigmund Davíð spilandi sóló í liðinu. Því verður slagur fyrir austan þó aðeins sé korter í kosningar. Óvænt yfirlýsing Þórunnar Egilsdóttur þingflokksformanns þess efnis að hún vilji leiða Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi, en ekki sitja eftir sem áður í 2. sæti á lista þar, hefur eðli máls samkvæmt valdið verulegu róti í herbúðum Framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins og forsætisráðherra, er leiðtogi Framsóknarmanna í kjördæminu sem er frá fornu fari eitt helsta vígi flokksins á landsvísu. Erfitt er að túlka yfirlýsingu Þórunnar á annan veg en þann að þarna sé um að ræða tilraun flokksforystunnar til að ryðja hinum afar umdeilda Sigmundi endanlega úr vegi og losa sig við hann.Telja ólíklegt að komast í ríkisstjórn með Sigmund innanborðsEkki hefur gróið um heilt milli þeirra Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga Jóhannssonar eftir að sá síðarnefndi sigraði í blóðugum formannsslag. Reyndar hafa átök þeirra á milli einkennt flokksstarfið. Sigmundur Davíð hefur átt afar erfitt með að sætta sig við það að vera ekki formaður flokksins og því afar ólíklegt að hann muni sætta sig við að skipa annað sætið á lista fyrir austan. Og, menn telja engar líkur á því að hann muni láta sæti sitt af hendi þegjandi og hljóðalaust.Ekki hefur gróið um heilt milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs. Og sættir ekki í sjónmáli þó kosningar séu á næsta leyti.Nú er aðeins liðlega mánuður til kosningar og ráðandi öflum innan flokksins hugnast ekki að ganga til kosninga klofnir. Þeir telja óhjákvæmilegt annað en líta á Framsóknarflokkinn sé klofinn meðan sú staða er uppi að Sigmundur Davíð er einn leiðtoga þar á bæ. Og, það sem ekki skiptir síður máli er að það er metið svo að Framsóknarflokkurinn minnki líkur sínar verulega á því að fá sæti við borðið þegar næsta ríkisstjórn verður mynduð með Sigmund Davíð innanborðs. Framsóknarflokkurinn er valdaflokkur fyrst og síðast.Draumurinn um það að ganga samstiga til kosninga Vísir fjallaði ítarlega um stöðu flokkanna nú fyrir komandi kosningar, sem eru handan horns. Þar var ekki fjallað sérstaklega um Framsóknarflokkinn, en í vikunni birtist hins vegar frétt um það að Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi, ætli að söðla um og færa sig yfir í landsmálin. Rætt var við Guðfinnu af þessu tilefni og hún lagði uppúr því að Framsóknarmenn mæti samstiga til kosninga. Í ljósi atburða dagsins er ýmislegt athyglisvert sem hún segir, en Guðfinna hefur verið einarður stuðningsmaður Sigmundar Davíðs. Hún gerði ráð fyrir sömu flokksforystunni og er. En, það verður ekki komist hjá því að huga að innabúðarmálum hjá Framsókn fyrir þessar kosningar. Þessi leikur Þórunnar setur allt í uppnám hvað það varðar og ruggar bátum. Þó deila megi um hversu samstiga Framsóknarflokkurinn er með Sigmund Davíð innanborðs. Og þar stendur reyndar hnífurinn í kúnni.Hyskni Sigmundar Davíðs eitur í beinum Framsóknarmanna Heimildir Vísis herma að afar ólíklegt megi heita að Þórunn hafi tekið ákvörðun sem þessa án samráðs við flokksforystuna og Sigurð Inga Jóhannsson, formann flokksins. Tvennum sögum fer þó af því. Raddir að austan herma að veruleg óánægja sé með störf Sigmundar Davíðs, segja að hann hafi ekki sinnt starfi sínu. Dræm mæting hans á þingfundi er eitur í beinum Austfirðinga. Heimildarmenn Vísis hafa nefnt í eyru blaðamanns Vísis að hér sé ekki um neitt djúphugsað plott af hálfu meints flokkseigendafélags að ræða. Og sú nálgun, að það þurfi leyfi flokksforystunnar að fara gegn honum henti sýn Sigmundar Davíðs og kenningum.Sigmundur Davíð hraðar sér af flokksþingi eftir að hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Sigmundur hefur aldrei sætt sig fyllilega við þá niðurstöðu.visir/anton brinkHann hafi eftir að hann féll á síðasta flokksþingi viljað mála sig upp sem kandídat sem „flokkseigendafélaginu“ hugnaðist ekki. Staðreyndin sé einfaldlega sú að drjúgur skerfur Framsóknarmanna hafi fengið sig fullsaddan, af ýmsum ástæðum. Hann sé ákaflega erfiður í samstarfi. Annarra flokka fólk vilji ekki starfa með honum og flest flokkssystkinin í þingflokknum eru farin að vera sama sinnis. Hann vilji teikna sig upp sem leiðtoga en mæti svo ekki í vinnuna. Og því vilji Þórunn ekki una og fari því fram gegn honum nú. Þó hann hafi sigrað örugglega í slag um efsta sætið síðast. Nú ætla menn að sterk staða hans fyrir austan sé önnur en hún var þá.„Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælum“Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Sigmundi Davíð í dag en án árangurs. Þá er formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, fastur á fundi flokksformanna. Þeir Framsóknarmenn sem Vísir hefur rætt við telja afar ólíklegt að Sigmundur Davíð víki þegjandi og hljóðalaust. Hann hefur gefið það út afdráttarlaust að hann ætli að halda áfram. Og eru eftirminnileg ummæli hans fyrir um ári rifjuð upp í því samhengi. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“ Það stefnir því í blóðugan slag innan Framsóknarflokksins nú þegar korter er í kosningar þó þar á bæ leggi menn áherslu á að vera samstiga. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Guðfinna gerir ekki ráð fyrir nýrri forystu Framsóknarflokksins Guðfinna söðlar um og fer í landsmálin. 19. september 2017 11:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Óvænt yfirlýsing Þórunnar Egilsdóttur þingflokksformanns þess efnis að hún vilji leiða Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi, en ekki sitja eftir sem áður í 2. sæti á lista þar, hefur eðli máls samkvæmt valdið verulegu róti í herbúðum Framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins og forsætisráðherra, er leiðtogi Framsóknarmanna í kjördæminu sem er frá fornu fari eitt helsta vígi flokksins á landsvísu. Erfitt er að túlka yfirlýsingu Þórunnar á annan veg en þann að þarna sé um að ræða tilraun flokksforystunnar til að ryðja hinum afar umdeilda Sigmundi endanlega úr vegi og losa sig við hann.Telja ólíklegt að komast í ríkisstjórn með Sigmund innanborðsEkki hefur gróið um heilt milli þeirra Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga Jóhannssonar eftir að sá síðarnefndi sigraði í blóðugum formannsslag. Reyndar hafa átök þeirra á milli einkennt flokksstarfið. Sigmundur Davíð hefur átt afar erfitt með að sætta sig við það að vera ekki formaður flokksins og því afar ólíklegt að hann muni sætta sig við að skipa annað sætið á lista fyrir austan. Og, menn telja engar líkur á því að hann muni láta sæti sitt af hendi þegjandi og hljóðalaust.Ekki hefur gróið um heilt milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs. Og sættir ekki í sjónmáli þó kosningar séu á næsta leyti.Nú er aðeins liðlega mánuður til kosningar og ráðandi öflum innan flokksins hugnast ekki að ganga til kosninga klofnir. Þeir telja óhjákvæmilegt annað en líta á Framsóknarflokkinn sé klofinn meðan sú staða er uppi að Sigmundur Davíð er einn leiðtoga þar á bæ. Og, það sem ekki skiptir síður máli er að það er metið svo að Framsóknarflokkurinn minnki líkur sínar verulega á því að fá sæti við borðið þegar næsta ríkisstjórn verður mynduð með Sigmund Davíð innanborðs. Framsóknarflokkurinn er valdaflokkur fyrst og síðast.Draumurinn um það að ganga samstiga til kosninga Vísir fjallaði ítarlega um stöðu flokkanna nú fyrir komandi kosningar, sem eru handan horns. Þar var ekki fjallað sérstaklega um Framsóknarflokkinn, en í vikunni birtist hins vegar frétt um það að Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi, ætli að söðla um og færa sig yfir í landsmálin. Rætt var við Guðfinnu af þessu tilefni og hún lagði uppúr því að Framsóknarmenn mæti samstiga til kosninga. Í ljósi atburða dagsins er ýmislegt athyglisvert sem hún segir, en Guðfinna hefur verið einarður stuðningsmaður Sigmundar Davíðs. Hún gerði ráð fyrir sömu flokksforystunni og er. En, það verður ekki komist hjá því að huga að innabúðarmálum hjá Framsókn fyrir þessar kosningar. Þessi leikur Þórunnar setur allt í uppnám hvað það varðar og ruggar bátum. Þó deila megi um hversu samstiga Framsóknarflokkurinn er með Sigmund Davíð innanborðs. Og þar stendur reyndar hnífurinn í kúnni.Hyskni Sigmundar Davíðs eitur í beinum Framsóknarmanna Heimildir Vísis herma að afar ólíklegt megi heita að Þórunn hafi tekið ákvörðun sem þessa án samráðs við flokksforystuna og Sigurð Inga Jóhannsson, formann flokksins. Tvennum sögum fer þó af því. Raddir að austan herma að veruleg óánægja sé með störf Sigmundar Davíðs, segja að hann hafi ekki sinnt starfi sínu. Dræm mæting hans á þingfundi er eitur í beinum Austfirðinga. Heimildarmenn Vísis hafa nefnt í eyru blaðamanns Vísis að hér sé ekki um neitt djúphugsað plott af hálfu meints flokkseigendafélags að ræða. Og sú nálgun, að það þurfi leyfi flokksforystunnar að fara gegn honum henti sýn Sigmundar Davíðs og kenningum.Sigmundur Davíð hraðar sér af flokksþingi eftir að hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Sigmundur hefur aldrei sætt sig fyllilega við þá niðurstöðu.visir/anton brinkHann hafi eftir að hann féll á síðasta flokksþingi viljað mála sig upp sem kandídat sem „flokkseigendafélaginu“ hugnaðist ekki. Staðreyndin sé einfaldlega sú að drjúgur skerfur Framsóknarmanna hafi fengið sig fullsaddan, af ýmsum ástæðum. Hann sé ákaflega erfiður í samstarfi. Annarra flokka fólk vilji ekki starfa með honum og flest flokkssystkinin í þingflokknum eru farin að vera sama sinnis. Hann vilji teikna sig upp sem leiðtoga en mæti svo ekki í vinnuna. Og því vilji Þórunn ekki una og fari því fram gegn honum nú. Þó hann hafi sigrað örugglega í slag um efsta sætið síðast. Nú ætla menn að sterk staða hans fyrir austan sé önnur en hún var þá.„Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælum“Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Sigmundi Davíð í dag en án árangurs. Þá er formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, fastur á fundi flokksformanna. Þeir Framsóknarmenn sem Vísir hefur rætt við telja afar ólíklegt að Sigmundur Davíð víki þegjandi og hljóðalaust. Hann hefur gefið það út afdráttarlaust að hann ætli að halda áfram. Og eru eftirminnileg ummæli hans fyrir um ári rifjuð upp í því samhengi. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“ Það stefnir því í blóðugan slag innan Framsóknarflokksins nú þegar korter er í kosningar þó þar á bæ leggi menn áherslu á að vera samstiga.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Guðfinna gerir ekki ráð fyrir nýrri forystu Framsóknarflokksins Guðfinna söðlar um og fer í landsmálin. 19. september 2017 11:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00
Guðfinna gerir ekki ráð fyrir nýrri forystu Framsóknarflokksins Guðfinna söðlar um og fer í landsmálin. 19. september 2017 11:45