Áslaug Arna verður varaformaður Sjálfstæðisflokksins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. september 2017 12:13 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun taka við embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún hefur verið ritari flokksins frá árinu 2015. Mun hún gegna báðum embættum þar til kosið verður í embætti varaformanns á ný á landsfundi flokksins, en ljóst er að ekki næst að halda landsfund fyrir komandi kosningar. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson formaður flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Við Áslaug Arna munum leiða flokkinn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Ég hef beðið hana að taka við stöðu varaformanns og hún mun gegna því embætti meðfram því að vera ritari.“ Áslaug Arna tók sæti á þingi eftir alþingiskosningarnar í fyrra og er formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015Vísir/ValgarðurEkkert úr varaformannsslag í bili Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ljóst er að hann fari fram þá úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. Bjarni segir að haldinn verði flokksráðsfundur á næstunni en þar verður ekki kosið í embætti varaformanns. Bjarni hefur því brugðið á það ráð að biðja Áslaugu Örnu að gegna embætti varaformanns. Þetta kann að koma mörgum á óvart en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfðu bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.Uppstilling í flestum kjördæmum Sjálfstæðismenn efndu í morgun til opins kosningafundar á Nordica hótel undir yfirskriftinni „Hefjum kosningabaráttuna" þar sem línurnar voru lagðar fyrir komandi kosningabaráttu. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun og markar hann upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Nokkrir helstu forrystumenn flokksins og fráfarandi ráðherrar fluttu ræður, líkt og Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gíslafóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, stýrði fundinum, en í samtali við fréttastofu í morgun sagði hún að línurnar yrðu lagðar í dag og að útlit sé fyrir uppstillingar á lista í flestum kjördæmum. „Það er í höndum kjördæmissamtaka í hverju kjördæmi að ákveða það. Þau eru öll að leggja lokahönd á það og það virðast vera uppstillingar allavega í flestum kjördæmum,“ segir Áslaug Arna. Kosningar 2017 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir Telur að psylosibin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun taka við embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún hefur verið ritari flokksins frá árinu 2015. Mun hún gegna báðum embættum þar til kosið verður í embætti varaformanns á ný á landsfundi flokksins, en ljóst er að ekki næst að halda landsfund fyrir komandi kosningar. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson formaður flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Við Áslaug Arna munum leiða flokkinn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Ég hef beðið hana að taka við stöðu varaformanns og hún mun gegna því embætti meðfram því að vera ritari.“ Áslaug Arna tók sæti á þingi eftir alþingiskosningarnar í fyrra og er formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015Vísir/ValgarðurEkkert úr varaformannsslag í bili Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ljóst er að hann fari fram þá úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. Bjarni segir að haldinn verði flokksráðsfundur á næstunni en þar verður ekki kosið í embætti varaformanns. Bjarni hefur því brugðið á það ráð að biðja Áslaugu Örnu að gegna embætti varaformanns. Þetta kann að koma mörgum á óvart en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfðu bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.Uppstilling í flestum kjördæmum Sjálfstæðismenn efndu í morgun til opins kosningafundar á Nordica hótel undir yfirskriftinni „Hefjum kosningabaráttuna" þar sem línurnar voru lagðar fyrir komandi kosningabaráttu. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun og markar hann upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Nokkrir helstu forrystumenn flokksins og fráfarandi ráðherrar fluttu ræður, líkt og Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gíslafóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, stýrði fundinum, en í samtali við fréttastofu í morgun sagði hún að línurnar yrðu lagðar í dag og að útlit sé fyrir uppstillingar á lista í flestum kjördæmum. „Það er í höndum kjördæmissamtaka í hverju kjördæmi að ákveða það. Þau eru öll að leggja lokahönd á það og það virðast vera uppstillingar allavega í flestum kjördæmum,“ segir Áslaug Arna.
Kosningar 2017 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir Telur að psylosibin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Sjá meira