Elsa Lára gefur ekki kost á sér: „Í dag hefst nýr kafli í lífi mínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2017 19:41 Elsa Lára Arnardóttir tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Vísir/Pjetur Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Hún segir að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun. Hún sagði frá þessu í ræðu á auka kjördæmisþinginu sem fram fór í dag og tilkynnti þetta svo í kjölfarið á Facebook. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni: „Þið sem eruð grasrót flokksins eruð okkur, kjörnum fulltrúum afar mikilvæg, því án ykkar þá hefðum við ekki þá gleði og þann kraft sem þarf til að sinna þeim störfum, sem starf alþingismanns felur í sér. Ég er ykkur afar þakklát fyrir það mikla traust sem þið hafið sýnt mér með því að treysta mér fyrir mikilvægum verkefnum innan þingsins og utan.“ Elsa Lára segir að þetta hafi verið lærdómsríkur tími og að hún sé ekki sammála þeim sem segja að þingmenn séu eingöngu stimpilpúði fyrir ráðuneytin. „Þingmenn geta auðveldlega haft áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku um strauma og stefnur ríkisstjórna. Þetta snýst um að undirbúa sig vel, mæta vel og hafa þannig áhrif.“ Hún segir að á þessu þingi hafi forgangsmál sín verið húsnæðismál og afnám verðtryggingar og bæði hafi verið tilbúin þegar það slitnaði upp úr þinginu. „Ég hef fundið mikinn stuðning um að ég stígi ofar og gefi kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þennan hlýhug og traust. Þetta er ómetanlegt. Ég hef þó ákveðið að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, til starfa á þingi. Þetta er erfið ákvörðun en ég finn að hún er rétt við þessar aðstæður.“ Mun hún nýta næstu vikur til að sinna fjölskyldu sinni sem hafi verið á hliðarlínunni undanfarin ár og stutt hana til allra verka. „Ég er sannur Framsóknarmaður og trúi á gildi Framsóknarflokksins. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna vel fyrir flokkinn, þó á öðrum vettvangi, að minnsta kosti um sinn.“ Kosningar 2017 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Hún segir að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun. Hún sagði frá þessu í ræðu á auka kjördæmisþinginu sem fram fór í dag og tilkynnti þetta svo í kjölfarið á Facebook. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni: „Þið sem eruð grasrót flokksins eruð okkur, kjörnum fulltrúum afar mikilvæg, því án ykkar þá hefðum við ekki þá gleði og þann kraft sem þarf til að sinna þeim störfum, sem starf alþingismanns felur í sér. Ég er ykkur afar þakklát fyrir það mikla traust sem þið hafið sýnt mér með því að treysta mér fyrir mikilvægum verkefnum innan þingsins og utan.“ Elsa Lára segir að þetta hafi verið lærdómsríkur tími og að hún sé ekki sammála þeim sem segja að þingmenn séu eingöngu stimpilpúði fyrir ráðuneytin. „Þingmenn geta auðveldlega haft áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku um strauma og stefnur ríkisstjórna. Þetta snýst um að undirbúa sig vel, mæta vel og hafa þannig áhrif.“ Hún segir að á þessu þingi hafi forgangsmál sín verið húsnæðismál og afnám verðtryggingar og bæði hafi verið tilbúin þegar það slitnaði upp úr þinginu. „Ég hef fundið mikinn stuðning um að ég stígi ofar og gefi kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þennan hlýhug og traust. Þetta er ómetanlegt. Ég hef þó ákveðið að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, til starfa á þingi. Þetta er erfið ákvörðun en ég finn að hún er rétt við þessar aðstæður.“ Mun hún nýta næstu vikur til að sinna fjölskyldu sinni sem hafi verið á hliðarlínunni undanfarin ár og stutt hana til allra verka. „Ég er sannur Framsóknarmaður og trúi á gildi Framsóknarflokksins. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna vel fyrir flokkinn, þó á öðrum vettvangi, að minnsta kosti um sinn.“
Kosningar 2017 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira