Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2017 20:00 Gunnar Smári Egilsson segir að flokkurinn muni halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar. Vísir/Stefán Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram í komandi þingkosningum og þess í stað mun flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. Gunnar Smári Egilsson stofnandi flokksins sendi frá sér fréttatilkynningu um þessa ákvörðun. „Sósíalistaflokkurinn varð til 1. maí síðastliðinn. Félagar flokksins samþykktu að fyrstu verkefni hans yrðu að byggja upp lýðræðislegt innra starf, útfæra grunnstefnu flokksins og blása til Sósíalistaþings í haust. Þessu starfi miðar vel og hreyfing er að verða til. En því er ekki lokið. Af þeim sökum ætlar Sósíalistaflokkurinn ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum.“ Í tilkynningunni kom fram að þess í stað muni flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. „Við teljum erindi flokksins mikilvægt og það eigi mjög vel við í dag,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ánægður með ákvörðunina um að Sósíalistaflokkurinn færi ekki fram. „Við byrjuðum fundinn á þriðjudaginn síðasta og þá toguðust ýmis sjónarmið á. Bæði að upphaflega var lagt upp með að byggja upp hreyfingu og mögulega flokk í framhaldinu en við vildum ekki vera svona eftirlíking af stjórnmálaflokki á hnignunarbraut, einhverskonar flokksforusta sem reynir að selja sig í fjölmiðlum heldur raunverulega hreyfingu með tengsl inn í verkalýðshreyfingu, samtök, öryrkja og aðra staði þar sem finna má fólk sem hefur orðið undir í óréttlátu samfélagi. Það starf er bara ekki búið, það er bara þannig.“ Ákveðið var að fresta fundinum þar til í dag svo að félagar gætu velt þessu fyrir sér og rætt sín á milli. Eftir umræður í dag var þetta svo niðurstaðan með góðum meirihluta fundarmanna. „Ég er mjög sáttur, það er mikið af kosningum eftir þessar kosningar,“ segir Gunnar Smári um þessa niðurstöðu. Hann segir að nú þurfi bara að halda áfram að byggja upp flokkinn og safna kröftum. „Við ætlum að halda Sósíalistaþing í nóvember eftir kosningar, þann 18. nóvember.“ Kosningar 2017 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram í komandi þingkosningum og þess í stað mun flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. Gunnar Smári Egilsson stofnandi flokksins sendi frá sér fréttatilkynningu um þessa ákvörðun. „Sósíalistaflokkurinn varð til 1. maí síðastliðinn. Félagar flokksins samþykktu að fyrstu verkefni hans yrðu að byggja upp lýðræðislegt innra starf, útfæra grunnstefnu flokksins og blása til Sósíalistaþings í haust. Þessu starfi miðar vel og hreyfing er að verða til. En því er ekki lokið. Af þeim sökum ætlar Sósíalistaflokkurinn ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum.“ Í tilkynningunni kom fram að þess í stað muni flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. „Við teljum erindi flokksins mikilvægt og það eigi mjög vel við í dag,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ánægður með ákvörðunina um að Sósíalistaflokkurinn færi ekki fram. „Við byrjuðum fundinn á þriðjudaginn síðasta og þá toguðust ýmis sjónarmið á. Bæði að upphaflega var lagt upp með að byggja upp hreyfingu og mögulega flokk í framhaldinu en við vildum ekki vera svona eftirlíking af stjórnmálaflokki á hnignunarbraut, einhverskonar flokksforusta sem reynir að selja sig í fjölmiðlum heldur raunverulega hreyfingu með tengsl inn í verkalýðshreyfingu, samtök, öryrkja og aðra staði þar sem finna má fólk sem hefur orðið undir í óréttlátu samfélagi. Það starf er bara ekki búið, það er bara þannig.“ Ákveðið var að fresta fundinum þar til í dag svo að félagar gætu velt þessu fyrir sér og rætt sín á milli. Eftir umræður í dag var þetta svo niðurstaðan með góðum meirihluta fundarmanna. „Ég er mjög sáttur, það er mikið af kosningum eftir þessar kosningar,“ segir Gunnar Smári um þessa niðurstöðu. Hann segir að nú þurfi bara að halda áfram að byggja upp flokkinn og safna kröftum. „Við ætlum að halda Sósíalistaþing í nóvember eftir kosningar, þann 18. nóvember.“
Kosningar 2017 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira