Fylgisaukningu þjóðernisflokks ákaft fagnað og mótmælt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2017 00:09 Fjöldamótmæli brutust út fyrir utan kosningamiðstöð AfD. vísir/AFP Þrátt fyrir að Angela Merkel hafi farið með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum í dag, telst það einnig til tíðinda að þjóðernisflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi náð eins góðum árangri og raun ber vitni. Úrslit kosninganna eru ljós og hlaut AfD flokkur þjóðernismanna, sem er yst til hægri á hinu pólitíska litrófi, þrettán prósenta fylgi. Flokkurinn þrefaldar þar með fylgi sitt frá því í kosningunum 2013 og er jafnframt þriðji stærsti flokkurinn í Þýskalandi. Fylgisaukning AfD vekur blendnar tilfinningar hjá Þjóðverjum sem bæði hafa fagnað og mótmælt í kvöld. Í kvöld brutust út fjöldamótmæli fyrir utan kosningamiðstöð flokksins.Mótmælendur létu óánægju sína í ljós fyrir utan kosningamiðstöð AfD og sögðu hvern einasta Berlínarbúa hata þjóðernisflokk AfD.vísir/gettyÞjóðernisflokkurinn hyggst veita Merkel aðhald Alexander Gauland, einn framámanna AfD flokksins ávarpaði stuðningsfólk sitt þegar línur tóku að skýrast í kvöld. Hann gerði fyrirætlanir flokksins á þinginu að umfjöllunarefni sínu: „Við munum elta þau uppi og við ætlum að endurheimta landið okkar.“ Það liggur fyrir að Angela Merkel á mikið og erfitt verk fyrir höndum. Þjóðernisflokkurinn AfD verður Merkel til trafala. Fyrirfram hefur flokkurinn gefið það út að með fyrstu verkum verði að koma á fót nefnd sem rannsaka eigi þá útlendingastefnu sem Merkel hefur rekið síðastliðin ár. Talsmenn flokksins segjast þess fullvissir að hún hafi brotið margvísleg lög og að það kalli á nánari eftirgrennslan að því er fram kemur á vef BBC.Um sjö hundruð fylktu liði og mótmæltu þjóðernisflokknum fyrir utan kosningamiðstöð hans í kvöld. Fólkið söng hástöfum: „Allir Berlínarbúar hata AfD“ og „nasistasvín“. þá hafa ýmsir stjórnmálaskýrendur og álitsgjafar gagnrýnt flokkinn harðlega. Dirk Schuck, stjórnmálafræðingur við háskólann í Leipzig, sagði að það væri afar mikilvægt að láta í ljós óánægju því það sé ekkert eðlilegt við það að fasistaflokkur sé kominn inn á þýska þingið.Marine Le Pen leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi fagnar góðum árangri AfD ákaft.vísir.is/gettyLe Pen og Wilders fagna með bandamönnum sínum í Þýskalandi Á Twittersíðu sinni óskar Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi „bandamönnum sínum“ í AfD flokknum til hamingju með góðan árangur. Hún segir niðurstöður kosninganna auk þess vera til marks um vakningu evrópskra þjóða. Á sama vettvangi tekur Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi í sama streng og Le Pen. Wilders tekur mið af árangri þjóðernissinnaðra flokka í síðustu kosningum í Hollandi, Frakklandi, Austurríki og Þýskalandi og segir skilaboðin vera skýr: „Við erum ekki íslamskar þjóðir.“New York Times greinir frá viðbrögðum Merkel eftir kosningarnar en hún segir að það sé alveg ljóst að hún hafi búist við betri niðurstöðum í kosningunum. Hún segir aftur á móti að hið jákvæða sé að hennar flokkur muni leiða ríkisstjórnina. Hún ætlar að leggja sig fram við að hlusta á raddir þeirra sem kusu þjóðernisflokkinn Valkost fyrir Þýskaland (AfD) og reyna að ná þeim aftur á sitt band með því að „leysa vandamál, taka áhyggjur og ótta þeirra til skoðunar en umfram allt að gera það með því að ástunda góð stjórnmál.“Fréttin hefur verið uppfærð.PVV nr 2 in The Netherlands FN nr 2 in FranceFPÖ nr 2 in AustriaAfD nr 3 in GermanyThe message is clear.We are no islamic nations.— Geert Wilders (@geertwilderspvv) September 24, 2017 Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám eru kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. 24. september 2017 20:00 Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum Angela Merkel sigraði þýski þingkosningarnar. 24. september 2017 18:05 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Sjá meira
Þrátt fyrir að Angela Merkel hafi farið með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum í dag, telst það einnig til tíðinda að þjóðernisflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi náð eins góðum árangri og raun ber vitni. Úrslit kosninganna eru ljós og hlaut AfD flokkur þjóðernismanna, sem er yst til hægri á hinu pólitíska litrófi, þrettán prósenta fylgi. Flokkurinn þrefaldar þar með fylgi sitt frá því í kosningunum 2013 og er jafnframt þriðji stærsti flokkurinn í Þýskalandi. Fylgisaukning AfD vekur blendnar tilfinningar hjá Þjóðverjum sem bæði hafa fagnað og mótmælt í kvöld. Í kvöld brutust út fjöldamótmæli fyrir utan kosningamiðstöð flokksins.Mótmælendur létu óánægju sína í ljós fyrir utan kosningamiðstöð AfD og sögðu hvern einasta Berlínarbúa hata þjóðernisflokk AfD.vísir/gettyÞjóðernisflokkurinn hyggst veita Merkel aðhald Alexander Gauland, einn framámanna AfD flokksins ávarpaði stuðningsfólk sitt þegar línur tóku að skýrast í kvöld. Hann gerði fyrirætlanir flokksins á þinginu að umfjöllunarefni sínu: „Við munum elta þau uppi og við ætlum að endurheimta landið okkar.“ Það liggur fyrir að Angela Merkel á mikið og erfitt verk fyrir höndum. Þjóðernisflokkurinn AfD verður Merkel til trafala. Fyrirfram hefur flokkurinn gefið það út að með fyrstu verkum verði að koma á fót nefnd sem rannsaka eigi þá útlendingastefnu sem Merkel hefur rekið síðastliðin ár. Talsmenn flokksins segjast þess fullvissir að hún hafi brotið margvísleg lög og að það kalli á nánari eftirgrennslan að því er fram kemur á vef BBC.Um sjö hundruð fylktu liði og mótmæltu þjóðernisflokknum fyrir utan kosningamiðstöð hans í kvöld. Fólkið söng hástöfum: „Allir Berlínarbúar hata AfD“ og „nasistasvín“. þá hafa ýmsir stjórnmálaskýrendur og álitsgjafar gagnrýnt flokkinn harðlega. Dirk Schuck, stjórnmálafræðingur við háskólann í Leipzig, sagði að það væri afar mikilvægt að láta í ljós óánægju því það sé ekkert eðlilegt við það að fasistaflokkur sé kominn inn á þýska þingið.Marine Le Pen leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi fagnar góðum árangri AfD ákaft.vísir.is/gettyLe Pen og Wilders fagna með bandamönnum sínum í Þýskalandi Á Twittersíðu sinni óskar Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi „bandamönnum sínum“ í AfD flokknum til hamingju með góðan árangur. Hún segir niðurstöður kosninganna auk þess vera til marks um vakningu evrópskra þjóða. Á sama vettvangi tekur Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi í sama streng og Le Pen. Wilders tekur mið af árangri þjóðernissinnaðra flokka í síðustu kosningum í Hollandi, Frakklandi, Austurríki og Þýskalandi og segir skilaboðin vera skýr: „Við erum ekki íslamskar þjóðir.“New York Times greinir frá viðbrögðum Merkel eftir kosningarnar en hún segir að það sé alveg ljóst að hún hafi búist við betri niðurstöðum í kosningunum. Hún segir aftur á móti að hið jákvæða sé að hennar flokkur muni leiða ríkisstjórnina. Hún ætlar að leggja sig fram við að hlusta á raddir þeirra sem kusu þjóðernisflokkinn Valkost fyrir Þýskaland (AfD) og reyna að ná þeim aftur á sitt band með því að „leysa vandamál, taka áhyggjur og ótta þeirra til skoðunar en umfram allt að gera það með því að ástunda góð stjórnmál.“Fréttin hefur verið uppfærð.PVV nr 2 in The Netherlands FN nr 2 in FranceFPÖ nr 2 in AustriaAfD nr 3 in GermanyThe message is clear.We are no islamic nations.— Geert Wilders (@geertwilderspvv) September 24, 2017
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám eru kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. 24. september 2017 20:00 Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum Angela Merkel sigraði þýski þingkosningarnar. 24. september 2017 18:05 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Sjá meira
Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám eru kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. 24. september 2017 20:00
Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum Angela Merkel sigraði þýski þingkosningarnar. 24. september 2017 18:05