Óljóst hvort formenn flokkanna nái samkomulagi um þingstörfin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 08:42 Formenn flokkanna á fundi með forseta þingsins í liðinni viku. Vísir/Hanna Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi til fundar við sig síðdegis í dag þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa og hvenær þingi verður slitið fyrir þingkosningarnar sem búið er að boða til þann 28. október næstkomandi. Í samtali við Vísi kveðst Unnur Brá vonast til að það náist lending í þessi mál á fundinum í dag en ekkert er fast í hendi ennþá. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar þann 14. september síðastliðinn þegar stjórn Bjartrar framtíðar ákvað að slíta samstarfinu. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem varð að þeirra mati í tengslum við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Fyrir viku síðan fór Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, svo til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og lagði til að þing rofið og boðað til kosninga. Forsetinn féllst á þá tillögu. Alla síðustu viku hafa svo formenn flokkanna hist með forseta Alþingis og reynt að ná samkomulagi varðandi það hvaða mál fái afgreiðslu eða verði komið í öruggan farveg fyrir kosningar. Aðallega hefur verið horft til fjögurra mála, það er breytinga á lögum um uppreist æru, lögfestingar NPA – notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlaða, breytinga á útlendingalöggjöfinni og stjórnarskrárinnar. Hvorki hefur þó gengið né rekið í þessum viðræðum formannanna og í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að þessi umræða virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eigi ekki að þurfa að bíða eftir að nýtt þing verði kosið svo þeir fái úrlausn sinna mála. Vísar hún meðal annars til tveggja ungra stúlkna á flótta sem synjað hefur verið um hæli hér á landi en fjöldi þingmanna hefur lýst yfir vilja til að grípa inn í mál þeirra, til að mynda með því að breyta lögum um útlendinga. „Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út,“ segir Hanna Katrín í grein sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09 Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01 Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi til fundar við sig síðdegis í dag þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa og hvenær þingi verður slitið fyrir þingkosningarnar sem búið er að boða til þann 28. október næstkomandi. Í samtali við Vísi kveðst Unnur Brá vonast til að það náist lending í þessi mál á fundinum í dag en ekkert er fast í hendi ennþá. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar þann 14. september síðastliðinn þegar stjórn Bjartrar framtíðar ákvað að slíta samstarfinu. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem varð að þeirra mati í tengslum við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Fyrir viku síðan fór Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, svo til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og lagði til að þing rofið og boðað til kosninga. Forsetinn féllst á þá tillögu. Alla síðustu viku hafa svo formenn flokkanna hist með forseta Alþingis og reynt að ná samkomulagi varðandi það hvaða mál fái afgreiðslu eða verði komið í öruggan farveg fyrir kosningar. Aðallega hefur verið horft til fjögurra mála, það er breytinga á lögum um uppreist æru, lögfestingar NPA – notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlaða, breytinga á útlendingalöggjöfinni og stjórnarskrárinnar. Hvorki hefur þó gengið né rekið í þessum viðræðum formannanna og í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að þessi umræða virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eigi ekki að þurfa að bíða eftir að nýtt þing verði kosið svo þeir fái úrlausn sinna mála. Vísar hún meðal annars til tveggja ungra stúlkna á flótta sem synjað hefur verið um hæli hér á landi en fjöldi þingmanna hefur lýst yfir vilja til að grípa inn í mál þeirra, til að mynda með því að breyta lögum um útlendinga. „Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út,“ segir Hanna Katrín í grein sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09 Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01 Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09
Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01
Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30