Cavaliers, Spurs, Heat og Thunder eru öll að reyna að fá Dwyane Wade Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 12:30 Dwyane Wade. Vísir/Getty Chicago Bulls keypti upp lokaárið í samningi sínum við Dwyane Wade sem er nú laus allra mála hjá Bulls og getur samið við hvaða lið sem er í NBA-deildinni fyrir komandi tímabil. Dwyane Wade átti að fá 23,8 milljónir dollara fyrir lokaárið, rúma 2,57 milljarða íslenskra króna, en gaf eftir um 8 milljónir dollara sem eru um 864 milljónir íslenskra króna.Dwyane Wade gave back approximately $8M of his $23.8M salary to reach buyout agreement with Bulls, league sources tell ESPN. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Það er talið líklegast að Dwyane Wade verði aftur liðsfélagi LeBron James en núna hjá Cleveland Cavaliers. Cleveland er þó ekki eina liðið í kapphlaupinu. San Antonio Spurs, Miami Heat og jafnvel Oklahoma City Thunder eru líka að reyna að lokka Wade til sín. Adrian Wojnarowski á ESPN er með frábær sambönd í NBA-deildinni og það fer því fátt framhjá honum. Hann hefur heimildir fyrir því að fyrrnefnd lið sé á höttunum á eftir undirskrift frá Dwyane Wade.Cleveland's clear frontrunner with LeBron James, but Wade may take a little time to decide, league sources tell ESPN. https://t.co/onXPOeaYfG — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Dwyane Wade hefur þrisvar orðið NBA-meistari á ferlinum en hann er orðinn 35 ára gamall. Wade var með 18,3 stig, 4,5 fráköst, 3,8 stoðsendingar og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Chicago Bulls sem eru allt annað en slæmar tölur fyrir 35 ára gamlan leikmanna. Wade kom inn í deildina 2003 og spilaði þrettán fyrstu árin sín með Miami Heat þar sem hann varð NBA-meistari þrisvar sinnum. Hann yfirgaf Miami fyrir síðasta tímabil eftir að Heat buðu honum aðeins 4,3 milljóna samning og sögðu að hann yrði að sætta sig við það að koma inn af bekknum. Dwyane Wade fór þá mörgum á óvörum til Chicago Bulls en hann er frá Chicago. Flestir körfuboltaspekingar eru á því að Wade vilji komast til liðs sem getur barist um NBA-titilinn á komandi tímabili og það er hægt að segja um Cleveland Cavaliers, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder. Cleveland Cavaliers hefur komist í úrslitin þrjú tímabil í röð en liðið er þó nokkuð breytt eftir að það lét Kyrie Irving fara. Isaiah Thomas og Jae Crowder komu í staðinn fyrir Boston. Hjá Spurs gæti Wade spilað með Kawhi Leonard, LaMarcus Aldridge, og Rudy Gay en hjá OKC yrðu liðsfélagar hans Russell Westbrook, Paul George og góður vinur hans Carmelo Anthony. NBA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Chicago Bulls keypti upp lokaárið í samningi sínum við Dwyane Wade sem er nú laus allra mála hjá Bulls og getur samið við hvaða lið sem er í NBA-deildinni fyrir komandi tímabil. Dwyane Wade átti að fá 23,8 milljónir dollara fyrir lokaárið, rúma 2,57 milljarða íslenskra króna, en gaf eftir um 8 milljónir dollara sem eru um 864 milljónir íslenskra króna.Dwyane Wade gave back approximately $8M of his $23.8M salary to reach buyout agreement with Bulls, league sources tell ESPN. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Það er talið líklegast að Dwyane Wade verði aftur liðsfélagi LeBron James en núna hjá Cleveland Cavaliers. Cleveland er þó ekki eina liðið í kapphlaupinu. San Antonio Spurs, Miami Heat og jafnvel Oklahoma City Thunder eru líka að reyna að lokka Wade til sín. Adrian Wojnarowski á ESPN er með frábær sambönd í NBA-deildinni og það fer því fátt framhjá honum. Hann hefur heimildir fyrir því að fyrrnefnd lið sé á höttunum á eftir undirskrift frá Dwyane Wade.Cleveland's clear frontrunner with LeBron James, but Wade may take a little time to decide, league sources tell ESPN. https://t.co/onXPOeaYfG — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 25, 2017 Dwyane Wade hefur þrisvar orðið NBA-meistari á ferlinum en hann er orðinn 35 ára gamall. Wade var með 18,3 stig, 4,5 fráköst, 3,8 stoðsendingar og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Chicago Bulls sem eru allt annað en slæmar tölur fyrir 35 ára gamlan leikmanna. Wade kom inn í deildina 2003 og spilaði þrettán fyrstu árin sín með Miami Heat þar sem hann varð NBA-meistari þrisvar sinnum. Hann yfirgaf Miami fyrir síðasta tímabil eftir að Heat buðu honum aðeins 4,3 milljóna samning og sögðu að hann yrði að sætta sig við það að koma inn af bekknum. Dwyane Wade fór þá mörgum á óvörum til Chicago Bulls en hann er frá Chicago. Flestir körfuboltaspekingar eru á því að Wade vilji komast til liðs sem getur barist um NBA-titilinn á komandi tímabili og það er hægt að segja um Cleveland Cavaliers, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder. Cleveland Cavaliers hefur komist í úrslitin þrjú tímabil í röð en liðið er þó nokkuð breytt eftir að það lét Kyrie Irving fara. Isaiah Thomas og Jae Crowder komu í staðinn fyrir Boston. Hjá Spurs gæti Wade spilað með Kawhi Leonard, LaMarcus Aldridge, og Rudy Gay en hjá OKC yrðu liðsfélagar hans Russell Westbrook, Paul George og góður vinur hans Carmelo Anthony.
NBA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira