Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 12:51 Sveinbjörg Birna studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í fyrra. Hún sagði sig úr flokknum fyrir um mánuði og útilokar ekki að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk sem Sigmundur hyggst stofna. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Mánuður er síðan Sveinbjörg tilkynnti um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. Hún var kjörin í borgarstjórn árið 2014 fyrir Framsókn og flugvallarvini en þegar hún sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst síðastliðnum varð hún óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún gangi til liðs við stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem heilli hana eða henni hugnist segir hún: „Það sem heillar mig náttúrulega alltaf hvar sem er í pólitík er að gera vel fyrir land og þjóð svo að ef að þar velst fólk inn og málefni sem eru í anda hans þá gæti það alveg verið en ég hef ekki tekið ákvörðun um það.“ Þú ert þá ekkert á leið í framboð fyrir þessar þingkosningar með þessum flokki? „Ég hef ekki skotið loku fyrir það, hvorki með þessum flokki eða öðrum þó að tíminn sé auðvitað stuttur,“ segir Sveinbjörg sem studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í október í fyrra. Hún segir að málin muni skýrast á næstu dögum en ítrekar að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun. Síðan Sigmundur Davíð tilkynnti um ákvörðun sína í gær um að hætta í Framsóknarflokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl hafa þó nokkrir Framsóknarmenn tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum. Þar á meðal eru Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur sem og öll stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Mánuður er síðan Sveinbjörg tilkynnti um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. Hún var kjörin í borgarstjórn árið 2014 fyrir Framsókn og flugvallarvini en þegar hún sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst síðastliðnum varð hún óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún gangi til liðs við stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem heilli hana eða henni hugnist segir hún: „Það sem heillar mig náttúrulega alltaf hvar sem er í pólitík er að gera vel fyrir land og þjóð svo að ef að þar velst fólk inn og málefni sem eru í anda hans þá gæti það alveg verið en ég hef ekki tekið ákvörðun um það.“ Þú ert þá ekkert á leið í framboð fyrir þessar þingkosningar með þessum flokki? „Ég hef ekki skotið loku fyrir það, hvorki með þessum flokki eða öðrum þó að tíminn sé auðvitað stuttur,“ segir Sveinbjörg sem studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í október í fyrra. Hún segir að málin muni skýrast á næstu dögum en ítrekar að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun. Síðan Sigmundur Davíð tilkynnti um ákvörðun sína í gær um að hætta í Framsóknarflokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl hafa þó nokkrir Framsóknarmenn tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum. Þar á meðal eru Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur sem og öll stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14
Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00