Hvetur þá sem eru að íhuga framboð að stíga fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 14:40 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hvetur þá sem eru að íhuga framboð að stíga fram og gefa kost á sér á lista flokksins. Hann segir að góður árangur og samvinna byggist á því að fólkið í flokknum taki þátt í flokksstarfinu og móti stefnuna til framtíðar. Þannig séu Framsóknarmenn sterkastir og nái árangri sem heild. Þetta kemur fram í færslu sem Sigurður Ingi birti á Facebook fyrir skemmstu. Þar bregst hann við fregnum af úrsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, úr flokknum en í kjölfarið á því að hann hætti í flokknum hafa þó nokkrir aðrir flokksfélagar sagt skilið við Framsókn. Sigurður Ingi segir í færslunni að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti í flokknum sem hafi orðið til þess að gott fólk hafi valið að yfirgefa flokkinn. „Ég vil þakka þeim fyrir störf í þágu flokksins og óska þeim alls hins besta. Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í þá atburði sem urðu til þess að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins ákvað að segja skilið við flokkinn. Þá atburði þekkjum við vel og höfum eðlilega á þeim mismunandi skoðanir. Það er nauðsynlegt að við núverandi aðstæður að taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins verði best náð til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það gerum við með samstöðu og samvinnu alls þess góða fólks sem í flokknum starfar og stuðningsmanna hans. Framsóknarflokkurinn á yfir 100 ára farsæla sögu. Vissulega hafa komið upp tilvik þar sem við erum ekki sammála, þar sem tekist er á um málefni en síðan komist að niðurstöðu með lýðræðislegum hætti. Við greiðum atkvæði og hlítum niðurstöðunni. Við ætlumst til þess að lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð í samfélaginu sem og í flokknum okkar,“ skrifar Sigurður Ingi en færslu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hvetur þá sem eru að íhuga framboð að stíga fram og gefa kost á sér á lista flokksins. Hann segir að góður árangur og samvinna byggist á því að fólkið í flokknum taki þátt í flokksstarfinu og móti stefnuna til framtíðar. Þannig séu Framsóknarmenn sterkastir og nái árangri sem heild. Þetta kemur fram í færslu sem Sigurður Ingi birti á Facebook fyrir skemmstu. Þar bregst hann við fregnum af úrsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, úr flokknum en í kjölfarið á því að hann hætti í flokknum hafa þó nokkrir aðrir flokksfélagar sagt skilið við Framsókn. Sigurður Ingi segir í færslunni að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti í flokknum sem hafi orðið til þess að gott fólk hafi valið að yfirgefa flokkinn. „Ég vil þakka þeim fyrir störf í þágu flokksins og óska þeim alls hins besta. Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í þá atburði sem urðu til þess að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins ákvað að segja skilið við flokkinn. Þá atburði þekkjum við vel og höfum eðlilega á þeim mismunandi skoðanir. Það er nauðsynlegt að við núverandi aðstæður að taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins verði best náð til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það gerum við með samstöðu og samvinnu alls þess góða fólks sem í flokknum starfar og stuðningsmanna hans. Framsóknarflokkurinn á yfir 100 ára farsæla sögu. Vissulega hafa komið upp tilvik þar sem við erum ekki sammála, þar sem tekist er á um málefni en síðan komist að niðurstöðu með lýðræðislegum hætti. Við greiðum atkvæði og hlítum niðurstöðunni. Við ætlumst til þess að lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð í samfélaginu sem og í flokknum okkar,“ skrifar Sigurður Ingi en færslu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Sjá meira
Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51
Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00